Aðalfundur 2022/2023

Stjórn VÍK hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem skv. 7. grein laga félagsins skal halda í desember ár hvert. Þess í stað mun fundurinn fara fram í febrúar 2023 og verður tillaga um breytingu á þessari grein laga borin fram á fundinum. Með þessu er félagið að breyta reikningsárinu sem verður frá byrjun janúar til desember loka og fylgja MSÍ sem er að gera slíkt hið sama.

Staður og stund verður auglýst seinna, en með að lágmarki 2ja vikna fyrirvara skv. lögum félagsins.

Ekkert Klaustur í ár en sjáumst á Syðra langholti 14. maí.

Eftir samtal við ábúendur á Ásgarði á Kirkjubæjarklaustri, hefur VÍK í samráði við ábúendur, ákveðið að halda ekki Klaustur í ár.

Við hjá VÍK höfum undanfarin tvö ár einbeitt okkur að íslandsmótinu og munum halda 3 keppnir af 5 í ár. Keppnirnar sem VÍK mun sjá um verða  á Syðra langholti „Flúðum“, Jaðar og svo verður ein keppni í Bolaöldu eftir töluvert hlé, Einnig munum við aðstoða Víkursport með keppnina sem haldin verður á VÍK.

Það verður nóg að gerast hjá okkur í ár og erum við endalaust að ræða nýja og spennandi hluti sem hægt er að gera í kringum sportið, jafnvel grimm 4 tíma keppni í Bolaöldu.

Víkinga Bolaöldu er að sjálfsögðu á dagskrá stærri og betri og svakalegri en áður, svo verður brjálað stuð í kringum ENDURO FYRIR ALLA !!!

Með bestu kveðju: Stjórn VÍK

Aðalfundur VÍK 2021

Aðalfundur VÍK verður haldinn fimmtudaginn 9.desember kl. 20:00, í sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal að Engjavegi 6. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf og boðið verður upp á kaffi og með því.
Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi eða bjóða sig fram í stjórn, að mæta á fundinn. Framboð eru beðin um að berast til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is.
Margar hendur vinna létt verk!
Endilega mætið og takið þátt.
Með bestu kveðju.
Stjórn VÍK

Klaustur 2021

 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og eftir samtal við ábúendur á Ásgarði á Kirkjubæjarklaustri, hefur VÍK í samráði við ábúendur, ákveðið að halda ekki Klaustur í ár.

Það er algerlega ómögulegt að vita hvernig aðstæður verða í Maí og ekki endilega forsendur til þess að halda keppni fyrir alla sem koma að henni. Þá er einnig átt við sveitafélagið og björgunarstarfsmenn og fleira og fleira.

Við hjá VÍK látum þetta ekki draga okkur niður, heldur setjum við kraft í annað keppnishald hjá okkur, þar sem allt sem við gerðum 2020 heppnaðist svona svakalega vel! Það verður nóg að gerast hjá okkur í ár og erum við endalaust að ræða nýja og spennandi hluti sem hægt er að gera í kringum sportið.

Stefnan er að halda Víkinga Bolaöldu og svo verður brjálað stuð í kringum ENDURO FYRIR ALLA!!!

Vonandi verða forsendur fyrir keppnishaldi á Kirkjubæjarklaustri 2022.

Með bestu kveðju: Stjórn VÍK

Aðalfundur VÍK 2020, 18.febrúar

Aðalfundur VÍK verður haldinn í Laugardalnum, fimmtudaginn 18 febrúar kl. 20:00. Fundurinn fer fram í sal D í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal við Engjaveg 6. Á boðstólum verður kaffi og með því. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf.
Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi eða bjóða sig fram í stjórn, að mæta á fundinn. Framboð eru beðin um að berast til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is.
Margar hendur vinna létt verk!
Endilega mætið og takið þátt.
Með bestu kveðju.
Stjórn VÍK

Aðalfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana hefur stjórn VÍK ákveðið að fresta aðalfundi til 3.febrúar 2021. Tíma- og staðsetning auglýst síðar.

Bolalada