Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Eyþór með rólega byrjun á Spáni

Eyþór Reynisson

Eyþór Reynisson var rétt í þessu að ljúka keppni í fyrstu umferðinni í Spænska meistaramótinu í motocrossi. Eyþór var 10. í tímatöku í sínum riðli (ca.20 í heildina) af 90 þátttakendum. Hann pumpaðist upp í höndunum í fyrsta motoinu og komst ekki á gott skrið. Í seinna motoinu keyrði hann af öryggi og endaði í 18.sæti.

Næstu tvær vikurnar verða stífar æfingar hjá Eyþóri á Spáni þar sem hann æfir fyrir aðra umferðina sem fer fram 13.mars.

Jonathan Barragán sigraði í keppninni og hér fyrir neðan má sjá top 10 í öllum motoum

Lesa áfram Eyþór með rólega byrjun á Spáni

Sviptingar í Supercrossinu – UPPFÆRT! Viðtöl

Eftir frekar rólega keppni um síðustu helgi sýndi Supercrossið sínar bestu hliðar í gærkvöldi. Ekki það að stórt krass í fyrstu beygju sé eitthvað skemmtilegt en það getur hvatt menn til að gefa aðeins meira í. Hér eru nokkrir punktar:
Sá sem leiddi fyrstu 10 hringina datt úr keppni!
Keppnin endaði með 0,1 sek á milli fyrsta og annars sætis.

Ef þú vilt vita úrslitin…. Lesa áfram Sviptingar í Supercrossinu – UPPFÆRT! Viðtöl

Eyþór í bresku blaði

Greinin um Eyþór - Smellið á fyrir stærri

Eyþór Reynisson, Íslandsmeistari í MX2, fór til Bretlands í júli og æfði sig aðeins með þjáfara sem heitir Rikki Priest. Við rákumst á grein um hann í Dirt Bike Rider þar sem blaðamenn þar voru ánægðir með framistöðuna hjá honum en svekktir fyrir hans hönd að hafa krassað og ekki náð að klára. Eyþór náði öðru sæti í tveimur motoum af þremur í Rookie flokki en eins og áður sagði náði ekki að klára.

Svo bíðum við bara eftir fréttum af fleiri utanlandsferðum hjá Eyþóri.

Supercrossið byrjar um helgina

Ryan Dungey tók titilinn í fyrra

Ameríska supercrossið byrjar nýtt tímabil á laugardaginn. Að venju verður fyrsta keppni ársins á Anaheim leikvanginum í Los Angeles en alls verða þrjár keppnir á vellinum næstu vikur. Fyrsta keppnin gengur undir nafninu A1.

Í ár virðist spennan vera í sögulegu hámarki, allavega síðan 2005 þegar James Stewart kom uppí 450 flokkinn. Kannski er það vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem þrír meistarar mæta á startlínuna. Þetta eru Chad Reed, James Stewart og núverandi meistarinn Ryan Dungey.

Hér kemur stutt umfjöllunun um nokkra líklega kappa

Lesa áfram Supercrossið byrjar um helgina

Motocross vs MotoHross

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xxiFgGx_7Ck&NR=1[/youtube]Það hefur lengi verið í umræðunni hve illa það fer í hross að mæta vélhjóli.  Það má heldur ekki draga neitt úr nauðsyn þess að vélhjólafólk síni ítrustu varfærni þegar reiðmenn eru í nánd.  Við vélhjólafólk getum alltaf drepið á hjólunum og látið fara lítið fyrir okkur ef þarf – en reiðfólk hefur ekki sömu möguleika.  Hrossin eru misjöfn og á þeim verður ekki slökkt.  Það er því gríðarlega mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptum hjóla og hrossa (sjá frétt hér á undan).
Hér er hins vegar skemmtilegt myndband frá  Evrópu sem sýnir að með réttri æfingu þá er ýmislegt mögulegt.