Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Red Bull roManiacs lokið

Graham Jarvis
Og þá er bara síðasta sérleiðin eftir sem verður soldið lituð af Vodka og Red Bull…..

Besta saga dagsins er af Xavi Galindo frá Spáni, hann lenti í því að missa út hjá sér GPSið og villtist þar af leiðandi af leið. Við það að leita af rétta slóðanum missir hann hjólið niður snar bratta grjót brekku. Hans eina leið var að skilja eftir hjólið og syndi yfir vatnið til að leita eftir hjálp, það var víst mögnuð sjón að sjá kall greyið koma röltandi á nærbuxunum einum fata í service hléið. En hérna er aldrei gefist upp, það var fundinn einn góðhjartaður Rúmeni sem sylgdi yfir vatnið með þá og sótti hjólið, hann gat því klárað daginn.

Ég er ekki búinn að heyra staðfest úrslit en þetta er röðin á þeim í endamark dagsins:

1# Graham Jarvis, ENG, Husaberg

2# Chris Birch, NZL, KTM

3# Andreas Lettenbircheer, DEU, Husqvarna

4# Paul Bolton, GBR, KTM

Að öllum líkindum vann Jarvis og Birch varð annar en Letti og Paul gætu hafa skipst á sætum.

Frábær dagur að baki

Veðurguðinn átti magnaðan dag í Rúmeníu, byrjaði á því að steikja mann með alltof mikilli sól og kúplaði síðan yfir í svakalegt þrumuveður með öllu tilheyrandi. Þetta varð undarleg blanda af rokktónleikum og mótorsport aksjóni með ólýsanlegu undirspili þruma og eldinga.

Prolouge þrautin varð auðvitað helmingi erfiðari fyrir vikið en keppendurnir stóðu sig samt eins og hetjur.

Graham Jarvis var fyrstur, Paul Bolton annar og Chris Birch þriðji.


Stuttur hjólatúr í góðum félagsskap


Það er margt að gerast þó svo að keppnin byrji ekki fyrr en á morgun. Fórum í „stuttan“ hjólatúr með nokkrum vel völdum mönnum til að mynda kynningarefni. Þessi stutti túr varð 6 tíma ævintýri í nærri 40stiga hita sem endaði síðan á neyðarakstri þar sem öll 570cc í nöðrunni voru notuð. Einn gaurinn í Blogger tíminu krassaði og braut á sér hendina þannig að það kom í mitt hlutverk að fara á móts við bílinn sem var sendur eftir honum. Þetta endaði nú allt vel en mikilvægasta lexían sem ég lærði af þessu var, þú spyrð ekki Rúmena til vegar!!!

Lesa áfram Stuttur hjólatúr í góðum félagsskap

Það styttist í að fjörið byrji

Það er ekki slæmt að fá forsetasvítuna.

Og ekki er hægt að kvarta undan kulda hérna, hitinn að detta í 30 gráður og golan er jafn heit. Ég kom svo seint í gærkveldi að öll herbergi voru full, ég fékk að velja á milli þess að sofa í garðinum eða bílskúrnum, bifvélavirkjanum í mér leist betur á skúrinn og örugglega færri pöddur þar en í garðinum.

Chris Birch, Graham Jarvis, Andreas Lettenbichler, Paul Bolton, Gerhard Forster og Darryl Curtis eru keppendurnir sem eru líklegastir til að raða sér í efstu sætin. Chris vann í fyrra og Graham 2008 en eftir að Graham hætti að skröltast á Sherco og fór yfir á Husaberg þá varð hann sá heitasti af þeim.

Fréttir frá RedBull RoManiacs

Ef Enduro-X kóngurinn sjálfur dettur, þá er brautin nógu erfið 🙂 - Taddy Blazusiak í smá dekkjabrölti í fyrra

Í Rúmeníu taka menn endúróið sitt alvarlega, eða öllu heldur fara þeir aðeins yfir strikið og keppnirnar þeirra jaðra við að vera of krefjandi. Red Bull RoManiacs er stærsta keppnin í Rúmeníu og þó víðar væri leitað. Keppnin er sem sagt hvað frægust fyrir að vera svakaleg og við Íslendingar eigum einn sem er búinn að vera háður þessu adrenalínskikki í nokkur ár. Dóri Bjöss er á leiðinni út og ætlar að senda okkur nokkra pistla og myndir á meðan á ferðinni stendur.

Keppnin hefst 16.júlí og stendur yfir í 5 daga. Búast má við 180 keppendum og fjölmörgum áhorfendum.  Í spjalli við vefstjóra sagði Dóri að þetta væri hans fjórða RBR keppni en í þetta skiptið léti hann duga að vera bara starfsmaður. 2007 tók hann þátt og kláraði þá 3 og hálfan dag af fjórum í þessari erfiðu keppni. „Það er rosalega skemmtileg stemming í kringum þessa keppni og mikið af sama liðinu sem mætir ár eftir ár til að hjálpa til við keppnina. Og þó svo að ég verði ekki að keppa þá verður þetta engin lúxus ferð, ræs fyrir 6:00 alla morgna og mikið púl“

Bryndís með sinn besta árangur

Bryndís Einarsdóttir endaði í 14.sæti í þriðju umferð heimsmeistarakeppninnar í motocrossi sem haldin var í Finnlandi í dag. Hún endaði motoin tvö í 14. og 15.sæti og 14. í heildina eins og áður sagði. Þetta er hennar besti árangur í heildarkeppni en hún hefur tvisvar lent í 13.sæti í stökum motoum.

Bryndís var að keyra vel og var í 12.sæti í undanrásum og svo aðeins 0.4 sekúndum frá 14.sætinu í seinna mótoinu.