Vefmyndavél

Fyrsta umferðin verður í Bolaöldu en ekki Sólbrekku

af msisport.is

Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.

Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Lesa meira af Skráning hafin í Íslandsmótin

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa meira af VÍK æfingar sumarið 2012

Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér

Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Þar sem mikil vinna hefur farið í það að samræma og lagfæra þá verður loksins opnað fyrir almenna skráningu Fimtudaginn 12.04.12 KL 22.00 .  Síðasti séns fyrir þá sem ætla að nýta sér forskráninguna rennur út á MORGUN 11.04.12 KL 22.00. 

Á morgun, Mánudaginn 12. mars, kl. 20.00, verður opnað fyrir Forskráningu í Klaustur – Off Road Challenge 2012.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér það þurfa að lesa mjög vel upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan!

Eins og áður hefur komið fram geta þeir einir forskráð sig í keppnina sem eru á listanum frá því í fyrra. Sá listi er hér.

Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í „Fyrstur kemur – Fyrstur fær“ skráningu nokkru síðar.
Forskráning fer fram hér á vefnum – í gegnum sérstakt skráningarkerfi VÍK HÉR.

Fylla verður út alla stjörnumerkta reiti til að komast áfram í skráningarferlinu. Greiða þarf 10.000 króna keppnisgjald til að klára skráningu. Eingöngu verður mögulegt að greiða gjaldið með greiðslukorti.
ATH.  Mögulegt er að hætta í lok greiðsluferlist ÁN þess að hafa gengið frá greiðslu (ef menn lenda t.d. einhverju veseni með kortið). Keppandi skráist á keppnislistann, en er merktur með „Nei – Greiða“.  Mikilvægt er að átta sig á því að slíkar ófrágengnar skráningar falla út við lok Forskráningartímabils og teljast ekki með í loka lista!!
Ferlið er annars tiltölulega einfalt – og gengið er út frá að menn ætli í sama flokk og í sama lið og í fyrra.

Lesa meira af Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Motocross námskeiðin fara nú að byrja aftur og verður fyrsta námskeiðið mánudaginn 2.apríl kl.17 19:00-21:00. (Pláss er fyrir 4 í viðbót í apríl.)

Kennari er Gylfi Freyr #9

Á námskeiðunum er farið yfir allt sem tengist motocrossi.

Til að tryggja að allir fái góða leiðsögn og bæti sig sem mest er takmarkaður fjöldi á námskeiðin, aðeins 8 manns í hóp.

Námskeiðin eru fyrir alla aldurshópa.
Kennt verður öllum helstu brautum í kringum Rvk (Sólbrekkubraut, Þorlákshöfn, Bolöldu, Motomos og Álfsnesi).
Lesa meira af Gylfi með motocross námskeið í sumar

Síða 3 af 1712345...Síðasta »