Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Lagasafn um torfæruhjól – umferðarlög og reglugerð um aksturskeppnir

Vil vekja athygli á því að nú er komið inn hér vinstrameginn undir “ Félagið „, lagasafn um torfæruhjól – umferðarlög og reglugerð um aksturskeppnir. Gott fyrir menn að hafa þetta hér aðgengilegt ef einhverjar spurningar vakna.

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Yfirvöld bera mikla ábyrgð á utanvegaakstri torfærumótorhjóla

Gunnar Bjarnason í umhverfisnefnd fjallar um utanvegaakstur torfæruhjóla í Mogganum um helgina: "Staðreyndin er sú að torfærumótorhjól skipta þúsundum á höfuðborgarsvæðinu, en lögleg æfingasvæði eru aðeins tvö og einungis opin örfáa mánuði á ári…"  ….sjá grein
Lesa áfram Yfirvöld bera mikla ábyrgð á utanvegaakstri torfærumótorhjóla

Úr Fréttablaðinu: Spæna í gegn um mosagróna hlíð !

{mosimage} Það var birt viðtal í dag við Jónatan Garðarsson í Fréttablaðinu í dag þar sem talað er um utanvegaakstur mótorhjólamanna við Sveifluhálsinn. Án þess að ég sé að reyna að réttlæta þetta á nokkurn hátt, þá er það ótrúlegt hvað menn geta verið hissa lengi. Félagið er búið að reyna órtúlega ötullega að fá úthlutað svæðum,  
Lesa áfram Úr Fréttablaðinu: Spæna í gegn um mosagróna hlíð !

Alveg með ólíkindum !

Til að það sé alveg á hreinu, þá flokkar vefstjóri sig sem útivistarmann og náttúruunnanda. Í grein í Fréttablaðinu í dag er talað um gríðarmikla girðingarvinnu sem fer meðal annars fram á Reykjanesi þessa daganna. Það á að loka fé inn í sérstökum beitarhólfum, sem er gott og blessað. Öll önnur svæði verða svo friðuð. Ég skrapp um daginn í léttan hjólatúr á Reykjanesið á skráða og tryggða

Lesa áfram Alveg með ólíkindum !