Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Íslenskir Trials ökumenn athugið !

Trialsstjarnan Steve Colley er væntanlegur til Íslands og verður með tveggja daga námskeið fyrir ökumenn 10 og 11 mars. Ástæðan fyrir komu hans er einföld; trials hefur margfaldast milli ára og þörf fyrir faglega kennslu orðin veruleg enda íslenskir ökumenn metnaðarfullir að ná almennilegum tökum á klifuríþróttinni. Eftir athugun kom í ljós að hægt var að nálgast slíka kennslu erlendis en það reyndist bæði dáldið kostnaðarsamt (ca 200 þús með öllu, flug, bíll, hótel, hjólaleiga, kennslan, bjór osfrv) og full tímafrekt fyrir marga. Því var brugðið á það ráð að semja við einhvern sem væri öllum hnútum kunnur í trials að koma á klakann að kenna okkur – og ákváðum að fyrst við værum að þessu að þá færum við bara alla leið og fengjum bara einn þann  
Lesa áfram Íslenskir Trials ökumenn athugið !

Heimsmeistarakepnnin í trial, fimmta umferð í Barcelona

Smella til að stækkaToni Bou (Beta) sigraði fimmtu umferð heimsmeistarakeppninnar í trial sem haldin var í Barcelona um helgina.  Albert Cabestany (Sherco) varð annar og Adam Raga (Gas Gas) var þriðji.  Þar með hefur Cabestany (Sherco) saxað á það forskot sem Raga (Gas Gas) hafði í fyrsta sæti.  Einnig er útlit fyrir að Toni Bou (Beta) blandi sér í slaginn.  Hægt er að horfa á keppnirnar á Eurosport 2 á fjölvarpinu.  Kepnnin sem haldin var í Milano 29 jan. verður sýnd klukkan fimm í dag.
Lesa áfram Heimsmeistarakepnnin í trial, fimmta umferð í Barcelona

Heimsmeistarakeppnin í Trial

Albert Cabestani (Sherco) vann sinn fyrsta sigur í þriðju umferð heimsmeistarakeppninnar í Trial í Granada á Spáni um síðustu helgi.  Hann vann undanrásirnar með aðeins eitt refsistig og gaf ekki tommu eftir alla keppnina til keppinautanna Adam Raga (GasGas) og Toni Bou (Beta).  Cabes eins og hann er jafnan kallaður sagðist eftir keppnina vera sérstaklega ánægður með árangur liðsins þar sem þeir eru með alveg nýtt hjól frá grunni og hafa verið að bæta sig keppni fyrir keppni.  Úrslitin voru eftirfarandi:
Lesa áfram Heimsmeistarakeppnin í Trial

Adam Raga sigrar aðra umferðina

Önnur umferð heimsmeistarakeppninnar í Trial var haldin um helgina í Marseille. Adam Raga á Gas Gas 300 þrefaldur innanhús heimsmeistari sigraði eftir skemmtilegt einvígi við liðsfélaga sinn Jeroni Fajardo á GG 280 sem lenti í öðru sæti. Þriðji varð Albert Cabestany á Sherco. Staðan í heimsmeistarakeppninni eftir tvær umferðir er þá svona:
Lesa áfram Adam Raga sigrar aðra umferðina

Adam Raga magnaður

Adam Raga á Gas Gas hefur nú sigrað Spænska innanhús trials mótið, og endaði það á því að vinna  Leon indoor trial. Hann hefur nú unnið öll mót sem hann hefur tekið þátt í á árinu, alls átta titla. Þetta er einstæður árangur og meðal þeirra titla sem hann hefur landað í ár eru innanhús og utanhús heimsmeistarakeppnirnar, Spænska meistaramótið, og bæði inna og utanhús Tials des Nations. Frábær árangur hjá þessum 23 ára Spánverja.
Lesa áfram Adam Raga magnaður