Vefmyndavél

Af Steve Colley

Eins og fram hefur komið brotnaði Steve Colley á báðum handleggjum sl helgi er hann var að sýna listir sýnar á trials hjóli (já trials hætturnar leynast jú allstaðar). Colley er nú kominn heim til Mön (Isle of Man) þar sem hann hvílist næstu 8 vikurnar og fer daglega í þrýstiklefa sem hraðar batanum og því að beinin grói. Hann er nokkuð brattur og segir þetta ekki hafa nein áhrif á þau áform sín að koma hingað næsta sumar og vera aftur með trials skóla. Síðast var fullt á námskeiðið og vonandi verður góð mæting aftur núna þar sem trialshjólunum hefur fjölgað enn meir frá því síðast. Nánar um Colley námskeiðið síðar.
ÞK
Lesa meira af Af Steve Colley

Íslandsvinurinn Colley í slæmum málum!

Steve Colley sem sótt hefur landan heim í tvígang varð illa á í messunni um helgina. Steve var með atriði á Skosku Mótorhjóla Sýningunni og var að böðlast upp á bílræfil. Bílþakið reyndist of blautt. Steve kallinn steinlá og braut báða olnboga! Hann vonar hins vegar að hann nái sér fyrir Bretlands keppnina í Trial sem hefst eftir sjö vikur!
Lesa meira af Íslandsvinurinn Colley í slæmum málum!

Trial í SUPERSPORT í kvöld

Nýr SUPERSPORT þáttur verður frumsýndur í kvöld kl. 20:25 á SÝN en í þættinum í kvöld verður Trial sportið kynnt og sýnt frá Trial-sýningu Steve Colley fyrir utan JHM-sport í síðustu viku.  Þátturinn verður endursýndur á lau, sun. og fimmtudag og verður síðan aðgengilegur á www.supersport.is  SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi.
Bjarni Bærings

Lesa meira af Trial í SUPERSPORT í kvöld

Myndir af trial-sýningu Steve Colley

Flottar myndir frá Trial-sýningu Steve Colley eru komnar inn á www.supersport.is .  Beinn linkur á myndirnar er hér:  (http://supersport.vefalbum.is/stevecolley2006)
Lesa meira af Myndir af trial-sýningu Steve Colley

Trials skóli Colley búinn í bili

Þá er Steve Colley farinn til síns heima eftir vel heppnaða heimsókn til Íslands. Veðurguðirnir voru sannarlega í liði með okkur, það er jú fyrrihluti mars mánaðar. Fyrri skóladagurinn tókst vel og vorum við í grjótnámu niður við fjöru. Það fór sem marga grunaði að Colley fletti ofan af óvitaskap Íslendinga þegar kemur að trials tækni, bæði í líkamsbeitingu og í uppsetningu hjólsins. En til þess var jú leikurinn gerður. Colley sýndi svo ótrúlegar listir í opnunarpartýiinu sem JHM SPORT  hélt á föstudagskvöldið. Fyrir trialspælara þá má geta þess að

Lesa meira af Trials skóli Colley búinn í bili

Steve Colley sýningin

Mikill fjöldi fólks var saman komin við JHM sport í gærkvöldi til að sjá nýja verslun JHM og einnig til að fylgjast með Steve Colley sýna listir sýnar á trial hjóli. Maðurinn er auðvitað órtúlegur, og fimi hans á hjólinu eingu lík. Ein af ástæðunum fyrir leikninni er órtúlegur tími sem þessi margfaldi heimsmeistari hefur eitt í æfingar og keppni, en önnur skýring kann að vera sú að enginn hafi sagt honum frá þyngdarlögmálinu. Hér eru nokkrar myndir.
Lesa meira af Steve Colley sýningin

Síða 6 af 10« Fyrsta...45678...Síðasta »