Vefmyndavél

Motocross 101: Upp með olnbogana

11. Upp með olnbogana.
Haltu olnbogunum upp þegar þú ert að hjóla. Í þessari stöðu hefur betri stjórn á hjólinu og átt síður á hættu að fá headshake upp í stýrið. Þetta hjálpar líka í störtum þar sem er lítið pláss og þú gætir þurft að ýta frá þér til að komast áfram í gegnum startið. – Ryan Dungey.

Motocross 101: Höfuð, herðar, hné

10. Höfuð, herðar, hné og …

Hafðu höfuð og herðar eins framarlega og þú getur yfir framendanum á hjólinu. Þú vilt aldrei vera yfir afturendanum – það er old-school. Framfjöðrunin er það góð að þú getur verið miklu aggressívari en þú heldur og stýrt hjólinu þangað sem þú ætlar þér að fara. – Jason Lawrence.

Motocross 101: Fram á hjólið

9. Fram á hjólið.
Haltu þyngdinni framarlega á hjólinu. Það hjálpar þér að ná betra gripi á framdekkið og þannig hefurðu betri stjórn á hjólinu. Vertu með líkamann ofan á stýrinu, olnbogana út, horfðu upp og á næsta beygju eða pall og keyrðu þig og hjólið áfram. – R
yan Dungey.

Motocross 101: Ekki elta

7. Ekki elta.
Ef þú nærð ekki góðu starti máttu ekki detta í það að elta næsta mann. Drullan og grjótið frá manninum á undan er óþægilegt og gleraugun verða fljótt skítug En aðalmálið er að þú ferð aldrei fram úr neinum ef þú keyrir alltaf nákvæmlega sömu línuna og næsti maður á undan. Það er alltaf best að fara strax framúr þegar þú átt möguleika, passaðu bara að verða ekki óþolinmóður og taka sénsa sem gæti orðið til þess að þið dettið báðir. –
Ryan Villopoto.

Motocross 101: Stjórnaðu gjöfinni

8. Stjórnaðu gjöfinni.
Æfðu þig að stýra gjöfinni mjúklega á hörðum og sleipum brautum. Að snúa upp á rörið getur verið flott en er líklegra til að setja hjólið í spól þannig að þú missir stjórnina. Það tekur talsverða æfingu að vera þolinmóður á gjöfinni í sleipum/hálum brautum. Þar borgar sig oft að fara hægar til að komast hraðar. Að vera mjúkur á gjöfinni er lykilatriðið í slíkum aðstæðum. – Ryan Dungey.

Motocross 101: Notaðu vogaraflið

6. Notaðu vogaraflið.
Haltu ytri olnboganum upp í beygjum. Þetta hjálpar þér að ná meira vogarafli á hjólið og betri stjórn á því í beygjum. Að keyra með olnbogana niður í beygjum er losaralegt auk þess sem þú hefur mun minni stjórn á hjólinu. – Ryan Dungey.

Síða 7 af 12« Fyrsta...56789...Síðasta »