Vefmyndavél

Motocross 101: Notaðu þyngdina

40. Notaðu þyngdina.

Settu þyngdina á ytri standpetalann í beygjum. Þetta setur þyngdina og pressuna á ytri kantinn á dekkjunum og hjálpar þér líka að sitja framar á hjólinu. Ég hamast með löppinni ofan á petalanum í beygjum, stundum reyni ég meira segja að ýta á petalann með tánum. – Kevin Windham.

Motocross 101: Truflaðu þá

39. Truflaðu þá.

Þetta virkar kannski meira á byrjendur en lengra komna en stundum er hægt að koma mönnum fyrir framan þig úr jafnvægi með því að hamast á inngjöfinni eða garga á menn í þröngum beygjum þar sem þeir heyra í þér. Með því að trufla einbeitinguna hjá manninum fyrir framan þig áttu betri möguleika á að taka fram úr honum. – Grant Langston.

Motocross 101: Sætishossa?

38.  Seatbounce – sætishossa?

Ef þú þarft að stökkva hærra til að ná yfir pall getur verið gott að kunna að „seatbánsa“. Sittu á miðju hjólinu og gefðu hjólinu inn á uppstökkinu. Hjólið pressast þá meira saman og sundurslagið í fjöðruninni ásamt inngjöfinni hjálpa þér að stökkva hærra og lengra. – Tommy Hahn.

Motocross 101: Líttu fram á við

37. Líttu fram á við. Ef þú ert á leið inn á langan beinan kafla með vúppsum og holum, ekki horfa á byrjunina á kaflanum – horfðu heldur þangað sem kaflinn endar. Það þarf ákveðni og sjálfstraust til að keyra hratt inn á grófann kafla í brautinni en ef þú starir hins vegar á brautina rétt fyrir framan þig eru mun meiri líkur á að þú fipist, stífnir upp og gerir mistök. – Ben Townley.

Motocross 101: Úthald er lykilatriði

36. Úthald er lykilatriði.

Ef þú getur ekki hjólað, komdu þá hjartanu á hreyfingu með því gera þolæfingar. Taktu 20 mínútna skokk eða klukkutíma reiðhjólatúr. Það er ekki það sama og hjóla en gott úthald gerir næstu hjólaæfingu mun skemmtilegri. Motocross er einfaldlega erfitt sport og þú verður að vera í formi til að stunda motocross og til þess þarftu að leggja hart að þér.  – Tim Ferry.

Motocross 101: Sittu á kantinum

35. Sittu á kantinum.

Settu alltaf þyngdina á ytri standpetalann og sittu á ytri kantinum á sætinu í beygjum. Haltu olnboganum upp líka – þessi þrjú atriði hjálpa þér að stýra hjólinu í beygjum og þangað sem þú ætlar þér að fara. – Davi Millsaps.

Síða 2 af 1212345...Síðasta »