Greinasafn fyrir flokkinn: T&T

Tækni & Test

Aprilia MXW 4,5 keppti á Ítalíu

The long awaited Aprilia MXW 4.5 has made its debut in the hands of Thomas Traversini at round 2 of the Italian Motocross Championship at Castiglione del Lago over the weekend (May-23).

In an official release Aprilia stated that the debut went better than expected when Traversini finished in fifth overall at the end of both muddy motos. The first moto saw Traversini come from 34th place to place 8th after crashing in the opening laps, whilst the second moto saw a fourth place finish.

Maybe what I?m saying is quite obvious-Thomas Traversini commented- but I?m really happy and satisfied by the result I?ve obtained – to ride the MXW was really awesome. The daily result is the result of the excellent job performed by the Aprilia Team – we?ve collected much data that will allow us to improve in sight of the debut in the World Championship.




Ís-akstur

Afturdekk með 600 tréskrúfum

Þór Þorsteins sendi vefnum grein um ís-akstur og fjallar þar um þær hættur sem fylgja slíkum akstri.

Ég fór á ísinn um hátíðarnar. Þar voru u.m.þ.b. 20 hjól. Menn hittust og skiptust á skoðunum. Ísaksturinn brúar bilið á milli hausts og vors, þannig að menn detti ekki alveg úr öllum hjólagír.

Haukur var með nýja KXF 250cc four stroke og leifði mönnum að prufa. Þvílík græja.

Það er vert umhugsunar efni sem við hjólamenn þurfum að hugleiða. Oft er talað um að birgja brunninn áður enn barnið dettur ofan í hann. Ég held tvímælalaust að það eigi við í þessu efni. Við ísaksturinn eru menn annað hvort á Trellleborg nöglum eða á þar tilgerðum  skrúfudekkjum með allt að 600 skrúfur í afturdekkinu. Menn eru að ná allt að 100 km hraða. Oftast eru menn að keyra í miklu návígi, í beygjum eru menn yfirleitt á miklu spóli (sérstaklega Trelleborginn). Því má líkja dekkinu sem keðjusög á miklum snúning. Skrúfurnar eru smíðar til að borast inn í timbur og eru því flugbeittar og oddhvassar. Það er því mín skoðun að menn þyrftu að setja einhverjar reglur eins og að hafa sjálfvirkan ádrepara þegar menn detta af hjólinu og jafnvel skerma(bretti) sem fylgja dekkinu og hylja allt að 50% af dekkinu. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef svona dekk færi á spóli á 80 km hraða yfir andlit eða löpp.

600 flugbeittar skrúfur. Ímyndið ykkur þetta á 80 km hraða í spóli

Vona að menn hugleiði þetta. Nú er lag fyrir mótorhjólabúðirnar að bjóða ádrepara og bretti fyrir hjólamenn.

Þór Þorsteinsson

TM 70hp sprengja

TM „Racing“ SMX 450 og 570 eru næstum tilbúin.  Þessi hjól eru sérstaklega aflmikil og segir framleiðandi þau vera sett saman úr sérvöldum hlutum.  570 hjólið á að vera 70 hestöfl.  Nú er bara að bíða og sjá hvort Viggó verði á svona græju í sumar.

Viðtal við Dick Lechien,stofnanda Maxima Oils

Það eru ýmsar hugmyndir um hvernig eigi að sjá vélhjólavélum um smurningu ,en aðeins fár aðferðir réttar.Til að hreynsa allan misskilning um efnið náðum við tali af Dick Lechien,stofnanda Maxima oils,og spurðum hann.
enduro.is:Hvaða blanda fyrir 2.geingis vélar er best,þ.e.a.s.olía og bensín?
DL:32:1er góð blanda fyrir MX en ´trial ökumaður gæti hæglega notað 100:1.þar sem hann sjaldnast snýr vélinni að nokkru ráði.Hinsvegar mundi 125cc götu reiser þurfa 16:1 vegna mikils snúnings vélarinnar.
Vélin er í raun bara pumpa:hún innbirður eldsneyti og loft,brennur eldsneytinu og smá súrefni og spýtir restinni út.
Því meiri snúningur vélarinnar,því meira af olíu þarf að vera í eldsneytinu.
Til að gera langa sögu stutta ,þá þarf Mike Brown(ný kríndur 125 MX Meistari USA) meira af olíu í tankinn en einhver stráklingur á svartri Hondu.

enduro.is. Er það rétt að há oktan benzín sé kraftmeira en venjulegt benzín og að gott sé að nota (reis)benzín á hjólin?
DL: 95 oktana benzín er mun sprengifimara en tildæmis 100.oktan benzín.
þegar benzín er sett undir þrysting verður það sprengifimara og því hærri sem oktan talan er því meiri þristing þarf til að fá sama sprengikraft og hjá lægra oktan benzíni.
Kepnislið nota alment kepnisbensín,það er yfirleitt vegna þess að vélarnar eru kraftmeiri en alment,háþrýstari o.s.f.v.
Ef svona hjól mundu nota almennt benzínstöðva Kraftstoff myndu vélarnar fara forsprengja og láta öllu illum látum og loks myndi stimpillin bráðna,brotna!! úrbræðsla!!!!

Gamli góði XR-600

Búinn er að setja saman nokkrar línur um “gamlan vin” –XR 600 sem nú er að mestu út-dauður, og fylgja 4 myndir.  Gæti verið þokkaleg lesning.  Kveðja 4.

Förum ca. 6 ár aftur í tímann og þá þótti Honda XR 600 ennþá einn flottasti “thumperinn”  í bænum.  Förum aðeins lengra aftur,  kannski 10 ár og þá var bara ekkert annað til heldur en Honda XR 600 (amk í hugum flestra).  Enginn var maður með mönnum nema eiga honduna, og ekki að ástæðulausu, hjólið var gott á þeirra tíma mælikvarða, virkaði vel, var fjölhæft, flott og ekki síst alveg ódrepandi.  En svo kom Yamaha með YZ400 fourstroke sem svo óx úr öllu valdi og er afleiðingin fjórgengis bylting sem má alveg lýsa sem æði.  Hondan þróaði síðar alveg nýja hugmynd af fjórgengishjóli sem í dag heitir CRF (og CRF-X sem er endúró týpan) og smátt og smátt helltist gamli góði XR-inn úr lestinni sem forystufákur í fjórgengisdeildinni. Auðvitað mega XR-in sín lítils gegn nútíma fjórgengishjólum í keppni.  Þau eiga einfaldlega ekki sjéns (nema kannski í Baja). Lesa áfram Gamli góði XR-600

Verðsamanburður á hjólum

höfundur: Árni Ísberg

Eftir að Ronni gaf upp slóð á spjallkorkinum á verðskrá hjóla í Þýskalandi og hvatti enduro.is að birta verðskrár allra umboðanna var ákveðið að gera smá verðkönnun á tveimur flokkum af torfæruhjólum þ.e. MX 250 tvígengis og enduro 400 fjórgengis. Einnig eru gefnir upp tenglar á þær verðskrár sem hægt er að nálgast á vefnum. Af einhverri ástæðu er ekki hægt að fá verðskrár þar yfir Hondu, Yamaha, Suzuki og TM þó maður gæti haldið að netið sé einmitt rétti vetvangurinn til að birta verðskrár. Skoðuð eru verð á 250cc tvígengis crosshjólum annars vegar og á ca. 400cc fjórgengis endurohjolum hins vegar að undanskildu XR 650R sem fékk að fljóta með. Verðin á Íslandi eru fengin bæði úr þeim verðskrám á vefnum sem voru til og með símtölum við umboðin. Verðin í Þýskalandi eru af áðurnefndri vefsíðu sem er uppgefin á spjallkorkinum og er gengið 40 á þýska markinu notað. Þessi verðkönnun er ekki ætlað að vera tæmandi á nokkurn hátt en hefur þann tilgang einan að gefa gestum enduro.is hugmynd um verðlagningu á flestum þeirra hjólategunda sem fást á Íslandi og í leiðinni sjá hvað sambærilegt verð er hjá einum aðila í Þýskalandi. Könnunin er gerð 23.-28.03.2001. Þó val á hjólategund sé oft hálfgerð trúabrögð þar sem verð skiptir ekki nema að litlum hluta máli er ýmislegt sem þarf að taka með í reikninginn þegar verð eru borin saman. T.d. er þjónustan hjá söluaðila varðandi varahluti á lager mikilvæg og verð þeirra ásamt tengdri viðgerðarþjónustu. Einnig má mefna að á spjallkorknum kom fram hjá einum söluaðila að verðin sem sýnd eru í verðlista eru bara viðmiðunarverð eða byrjunarverð og hægt er að semja um önnur og betri verð.

Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
TM 250 11.490 459.600 635.000 1)
GasGas Cross 250 11.990 479.600 550.000
Suzuki RM 250 11.800 472.000 650.000 2)
Honda CR 250 11.540 461.600 740.000 3)
Kawasaki KX 250 11.650 466.000 619.000
Yamaha YZ 250 12.090 483.600 730.000 4)
Husky CR 250 11.667 466.680 570.000
KTM 250 SX 11.590 463.600 618.800


Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
Suzuki DRZ 400 13.890 555.600 750.000 5) * #
Honda XR 650R 13.340 533.600 850.000 3)
Yamaha WR 426F 13.990 559.600 825.000 4)
Husky TE 400 13.789 551.560 660.000
KTM 400 EXC 13.990 559.600 734.800
Husaberg FE 400E 14.590 583.600 739.000 #

1) Verð fengið gegnum síma frá JHM Sport
2) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu
3) Verð fengið gegnum síma frá Honda umboðinu
4) Verð fengið gegnum síma frá Merkúr
5) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu(án götuklæða og bara startsveif er verðið ca. 650000)
* með ljósum ofl. fullbúið á götuna
# m. rafstarti

Tenglar á verðskrár:
KTM Ísland – KTM
Vélhjól og sleðar – Kawasaki, Husaberg
Gagni – Husqvarna, GasGas

Ekki var hægt að fá uppgefnar aðrar verðskrár á netinu.