Greinasafn fyrir flokkinn: T&T

Tækni & Test

Byltingarkennt Enduro-hjól frá Husaberg

2009 árgerðirnar af Husaberg FE 450 og FE 570 Endurohjóli eru komnar til landsins og verða sýndar í vikunni hjá Nítró, umboðsaðila Husaberg á Íslandi. Hönnun og gerð þessa hjóls þykir sæta miklum tíðindum í veröld mótorhjólanna og hafa Husaberg aðdáendur beðið þeirra með óþreyju.

Að sögn Husaberg þykir hjólið markar tímamót í hönnun Endurohjóla. Meðal þeirra nýjunga sem er að finna í hjólinu er byltingarkennd vélarhönnun þar sem sveifarásnum með sína gírókrafta er komið fyrir eins nálægt þungamiðju hjólssins eins og hægt er. Þetta gerir það að verkum að léttleiki og beygjueiginleikar hjólsins eru eins og hjá helmingi minna hjóli. Það er hinn sérstaki 70° halli á cylinder nýja hjólsins sem gerir þetta kleift. Um leið minnkar hæð vélarinnar sem einfaldar vinnuna þegar ventlar eru stilltir. Í hjólinu er líka bein innspýting frá Keihin Lesa áfram Byltingarkennt Enduro-hjól frá Husaberg

Fellihýsi eða kerra….eða bæði

Fyrirbærið er einhversstaðar mitt á milli þess að vera fellihýsi og kerra. Þetta er sem sagt fjölnotakerra sem ætti að henta vel fyrir meðalmótorhjólamanninn. Hægt er að draga 2 motocrosshjól eða 1 fjórhjól og svo smella upp tjaldinu og leggja sig fram að næsta moto-i. Einnig væri hægt að nota hana til að keyra heim þvottavélina sem mamma var að kaupa.

Vagninn er um 360 kíló og er tjaldið geymt í vatnsheldu hólfi fremst á kerrunni. Stillingarnar eru nánast endalausar eftir því hvort þú vilt draga mótorhjól, reiðhjól, kajak eða hvað sem er annað.

Vagninn hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir góða og gagnlega hönnun.

Lesa áfram Fellihýsi eða kerra….eða bæði

Flott heimasmíðuð kreppuljós

Drengirnir í Taem Silicon fyrir norðan settu saman glæsilegar leiðbeiningar um hvernig má gera flott hjálmljós fyrir lítinn pening.
smellið hér til að skoða

Tekið af kka.is

Reynsluakstur í Sólbrekku

Hann Jói Kef mun bjóða öllum að reynsluaka Suzuki RMZ 250 og RMZ 450 í Sólbrekku á morgun á milli kl. 13 og 15. Allir velkomnir.
ATH! Ökumenn aka á sinni eigin ábyrgð.

Nýja Hondan gjörbreytt – bein innspýting

Nýja Honda CRF 450 hjólið var kynnt í vikunni í USA. Hjólið er nýtt frá toppi til táar og einungis 5 vörunúmer þau sömu á milli ára. Ein helsta nýjungin er bein innspýting sem hefur heitasta umræðuefnið uppá síðkastið en eins og áður sagði er allt nýtt í hjólinu og fyrst rekur maður augun í pústkerfið sem kemur vinstra megin útúr vélinni og fer því mun minna fyrir því aftar á hjólinu. Einnig er hjólið um 2 kg léttara en í fyrra.

Lesa áfram Nýja Hondan gjörbreytt – bein innspýting

BMW í WEC

BMW verður á startlínunni í annari umferðinni í Heimsmestarakepninni í Enduro sem fer fram á Spáni eftir viku. Hjólið er 450cc og eins cylendra, hannað sem sporthjól. Eitthvað er um nýungar í sambandi við stellið og drifið eins og BMW er von og vísa, en þeir eru búnir að tryggja sér einkaleyfi á þeim, þannig það er eitthvað sem þeir hafa trú á . Nú er planið að taka þátt i WEC og öððrum enduro keppnum til að fá reynslu á hjólið undir keppnisálagi, og þeir sem aka eru engir smá kallar, en það eru Joel Smets og Sascha Eckert sem koma líka til með að finna út hvað má betur fara til að bæta hjólið ennfrekar.