Vefmyndavél

Hjólamenn óskast í Hjaltalín videó um helgina

Hljómsveitin Hjaltalín óskar eftir aðstoð við gerð tónlistarmyndbands um helgina. Hugmyndin er að fá 6-8 manns á götuskráðum hjólum til að leika í myndbandinu. Æskilegast er að menn séu á Supermotodekkjum en ekki nauðsynlegt en hjólin verða þó að vera götuskráð. Upptökur fara fram á seint á sunnudagskvöldið. Þeir sem hafa hug á að taka leika (sér) í ódauðlegu myndbandi með Hjaltalín geta hringt í Rebekku í síma 867 0505 sem fyrst.

Supermoto 2010

Nú fer tími að koma til að fara leika sér.

Vill endilega grenslast fyrir hvað menn vilja gera ?

Vilja menn vera með fastar æfingar í brautinni 2 skipti í viku og vinna að því að breyta svæðinu uppfrá í smá Dirt kafla líka eða vera með æfingar annarsstaðar, eða janfvel bæði ?

Endilega sendið línu og tjá sína skoðum og spjalla um þetta.

Óska eftir mönnum sem eru viljugir í að vinna með í þessu, hvort sem það er á netinu eða bara hafa áhuga á ljá sportinum smá kraft ef á þarf að halda.

sendið post á lexi@lexi.is

Kv LEXI

660 6707

Rafmagns-KTM-ið komið til Íslands – Sýning í dag

Nýja KTM hjólið, knúið með rafmagni, verður í MOTO í dag

Nýju rafmagnsmotocrosshjólin frá KTM sem slógu í gegn á Alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Japan um síðustu helgi eru komin til landsins. Kalli Katoom hefur nokkuð góð sambönd í Austurríki og fékk hjólin lánuð í tvo daga nú þegar þau eru á leiðinni heim eftir sýninguna.  Hjólin koma í verslunina Moto í Rofabæ 7 um klukkan 11 í dag og ekki ólíklegt að KG sjálfur myndi læðast í smá sprett á supermoto-hjólinu í hádeginu eins og hann orðaði það. Verslunin verður opin allan daginn í tilefni þessa og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

KTM rafmagnshjól

Austuríski mótorhjólaframleiðandinn KTM, ætlar að frumsýna nýja línu af mótorhjólum á alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Tokyo á morgun. 2 hjól verða kynnt og segir KTM að þessar frumgerðir séu mjög líkar því sem að almenningur geti keypt eftir nokkur misseri.

Nýja línan gengur undur nafninu „Freeride“ og segir KTM að eftirspurn sé eftir umhverfisvænum hjólum á markaðnum í dag. Hjólin muni skila allt  að 30 hestöflum og 45 newtonmetrum. Prófanir á hjólinu hafa reynst vel og staðið vel undir væntingum segir Harald Plöckinger hjá þróunardeildinni þeirra.

Lesa meira af KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

X-Games í fullu fjöri

Allt að gerast á X-games… Pastrana krassaði, JS7 krassaði á supermoto æfingu, RC vann step-up keppnina, JS7 og RC létu einhvern græningja vinna sig í whippukeppninni ofrv.

ALLT HÉR m.a.s. bein útsending frá Supermotoinu

Supermoto í gær

Í gær fimmtudag voru um það bil 20 Supermoto hjól mætt til að leika sér í rallýkross brautini. Flestir á 450 og stærri en Keli Formaður var mættur á 200 blöðru og gaf hinum hjólunum ekkert eftir. Gaman var að sjá hversu margir mættu til að hjóla og einnig kom fullt af fólki til að fylgjast með. Nú er bara fyrir þá sem eiga ekki Supermoto gjarðir að drífa sig og kaupa sér sett undir hjólið og koma á þessar æfingar sem verða á fimmtudögum í allt sumar og er pælingin að fjölga þeim í tvær.

kveðja,
Gulli #111

Síða 4 af 512345