Vefmyndavél

Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni

Kári Jónsson vann fyrstu umferðina

Kári Jónsson vann fyrstu umferðina

Á sunnudaginn 14. febrúar nk. munu Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn endurtaka leikinn og bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er í annað skipti á Íslandi sem svona keppni er haldin en síðasta er bæði keppendum og áhorfendum ógleymanleg.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.

Brautin síðast reyndist mörgum ótrúlega erfið og þess er að vænta að menn mæti enn grimmari til leiks núna þegar menn vita hverju má búast við. Brautin um helgina verður þó án efa talsvert breytt og með öðru sniði og ætti að bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr eiga keppendur von á spennandi hindrunum; stökkpöllum, staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteina- og dekkjahrúgum, kubbagryfjum og mörgu fleira. Lesa meira af Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni

Supercross-keppnin í gær

Supercrossið hélt áfram í Suður-Kaliforníu í gær og eins og venjan er orðin var veðrið við það að spila stórt hlutverk. Rétt þegar keppnin var að byrja kom ausandi rigning svo allt stemmdi í tóma vitleysu. Sem betur fer stytti upp svo ekki varð ástandið mjög slæmt þó svo brautin hafi grafist nokkuð. En þá að úrslitunum:

Lesa meira af Supercross-keppnin í gær

Sviptingar í Supercrossinu

Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær þá er James Stewart með brotinn úlnlið og dottinn útúr keppni um ameríska supercross titilinn. Keppnin í San Francisco í gær var því nokkuð frábrugðin öðrum keppnun, það var enginn á startlínunni sem hefur unnið titil í 450 flokknum.

Lesa meira af Sviptingar í Supercrossinu

Rólegur A2

Sólin spratt uppá himininn í gærmorgun og náði að forða því að önnur Anaheim keppnin yrði að algjörri drulluspyrnu þar sem rignt hafði í marga daga á undan. Úrslitin voru Lesa meira af Rólegur A2

Það helsta frá Pheonix

Drama í Fönix

Önnur umferðin í ameríska Supercrossinu fór fram í gærkvöldi og þeir sem héldu að fyrsta keppnin hafi verið dramatísk, þurfa að hugsa sinn gang. Þetta er rétt að byrja.

Lesa meira af Drama í Fönix

Síða 4 af 7« Fyrsta...23456...Síðasta »