Greinasafn fyrir flokkinn: Supercross

Sviptingar í Supercrossinu – UPPFÆRT! Viðtöl

Eftir frekar rólega keppni um síðustu helgi sýndi Supercrossið sínar bestu hliðar í gærkvöldi. Ekki það að stórt krass í fyrstu beygju sé eitthvað skemmtilegt en það getur hvatt menn til að gefa aðeins meira í. Hér eru nokkrir punktar:
Sá sem leiddi fyrstu 10 hringina datt úr keppni!
Keppnin endaði með 0,1 sek á milli fyrsta og annars sætis.

Ef þú vilt vita úrslitin…. Lesa áfram Sviptingar í Supercrossinu – UPPFÆRT! Viðtöl

Supercrossið byrjar um helgina

Ryan Dungey tók titilinn í fyrra

Ameríska supercrossið byrjar nýtt tímabil á laugardaginn. Að venju verður fyrsta keppni ársins á Anaheim leikvanginum í Los Angeles en alls verða þrjár keppnir á vellinum næstu vikur. Fyrsta keppnin gengur undir nafninu A1.

Í ár virðist spennan vera í sögulegu hámarki, allavega síðan 2005 þegar James Stewart kom uppí 450 flokkinn. Kannski er það vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem þrír meistarar mæta á startlínuna. Þetta eru Chad Reed, James Stewart og núverandi meistarinn Ryan Dungey.

Hér kemur stutt umfjöllunun um nokkra líklega kappa

Lesa áfram Supercrossið byrjar um helgina

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina