Vefmyndavél

Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Hver hefði trúað því að það væri hægt að keppa í krakka- og motokrossi og enduro 19. nóvember? Allar aðstæður voru með besta móti.

Brautin leit vel út - 19. nóvember 2011! Mynd fengin að láni frá Magnúsi H. Björnssyni

Blæjalogn og 4-5 stiga hiti tók á móti keppendum í gærmorgun. Fyrst á dagskránni var krakkakrossið og þar kepptu 10 sprækir krakkar um glæsileg verðlaun sem Pálmar hafði útvegað hjá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Púkinn, Nítró, Moto, Arctic Trucks, JHM-Sport og Honda-Bernhard. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en að auki fengu allir krakkar medalíur frá VÍK. Lesa meira af Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Aðalfundur VÍK Í KVÖLD.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn í kvöld, 9. nóvember kl. 20, í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 
Stjórn VÍK vonast eftir góðri mætingu félagsmanna á fundinn og líflegum umræðum. Einnig vonumst við eftir góðu fólki til starfa í stjórn sem og í nefndir, enda er það rétti vetfangurinn til að koma skoðunum  á framfæri.
 

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Bolaalda.

Garðar vill koma eftirfarandi á framfæri:

ÞAÐ ER GEGGJAÐ HJÓLAVEÐUR Í DAG. Allar brautir eru í frábæru standi og slóðarnir með gott rakastig. Nú er um að gera að nýta sér veðrið enda spáir rigningu og roki þegar líður að helginni.

Gaman saman.   Garðar og aðstoðarmenn.

Opnunartímar í Bolaöldubrautum

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 14-21
  • Fimmtudagar 14-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Nýlega hefur mbl.is fjallað nokkrum sinnum um utanvegaakstur og hér er ein grein af síðunni:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/

Síða 3 af 1212345...Síðasta »