Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Red Bull Los Andes Extreme Enduro

Red Bul Enduro 2009

Þar sem frábærri helgi er lokið hjá okkur við að hamast í Edurocrossi, halda uppá stórafmæli og skemmta okkur  frábærlega saman. Þá er gott að kíkja hér á eina hardenduro ræmu frá Red Bull. Sjálfsagt finnst öllum þeim sem tóku þátt í Endurocross mótinu að allar þessar þrautir  séu leikur einn 🙂 Eða hvað?

SJÁ RÆMU HÉR. Lesa áfram Red Bull Los Andes Extreme Enduro

Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Lesa áfram Mikið fjör um helgina

Ljósmynd vikunnar

Ljósmyndaklúbbur Reykjavíkur heldur úti vefsíðu þar sem valin er ljósmynd vikunnar. Að þessu sinni var það mynd frá æfingu hjá Vélhjólaklúbbnum Eldingu frá 1961 sem var valin.

Árið 1961
Árið 1961

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games

LEX-Games 09

29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.

Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.