Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Líf og fjör í Bolaöldubraut

Það voru þjálfarar á hverju horni með hrikalega áhugasama nemendur

Það hefði mátt halda að það væri keppni á næsta leyti í Bolaöldubraut. Amk var þvílík mannmergð í brautinni og áhorfendur / aðdáendur upp við húsið. Brautin var í þvílíkt góðu ásigkomulagi, öll uppstökk og lendingar í þrusu góðu standi. Það voru þjálfarar með hópa út um alla braut, það voru byrjendur á ferð, það voru „atvinnumenn“ á ferð og það voru endurokappar að sprikkla um allar jarðir. Gaman saman í Bolaöldu. Lesa áfram Líf og fjör í Bolaöldubraut

Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

kkalogo.pngKKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

Lesa áfram Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Mótel Venus árið 2002
Líklegur eins og elstu menn muna hann

Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.

Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.

Lesa áfram Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Áritun í Kringlunni í dag kl 16

Ragnar Ingi á hátindi ferilsins

Í tilefni af 30 ára farsælum keppnisferli mun Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Motocross gefa góð ráð og veita eiginhandaráritanir í Kringlunni kl. 16 í dag á annarri hæð fyrir framan Hagkaup. Einnig mun Ragnar fara yfir ferilinn í máli og myndum, stilla sér upp í myndatökur og gefa plaköt og póstkort.

Missið ekki af einstöku tækifæri til þess að hitta eina af skærustu stjörnu Íslands í eigin persónu.

Smá flassbakk frá Klaustri 2002

Hér er smá video frá jaðarsportþættinum Ljóshraða sem Bjarni og Jói Bærings voru með á Skjá einum í gamla daga. Árið er 2002 og umræðuefnið er Trans-Atlantic off road challenge.
[flv width=“384″ height=“284″]/video/mxtv/16/TORC2002.f4v[/flv]