Vefmyndavél

Myndband frá Bolaöldu

Þar sem allir eru á bömmer yfir því að Klausturskeppninni skuli hafa verið frestað þá ákvað ég að smella saman smá myndbandi frá fyrstu umferðinni í Enduró sem fór fram í Bolaöldu 14. maí s.l. til þess að reyna að hressa upp á mannskapinn. Motocrossið verður svo á sínum stað á RÚV í sumar í boði Púkans, Snæland videó og Mountain Dew.

Kveðja
Maggi

Flott myndband frá Aroni Ómars

Íslandsmeistarinn í motocrossi Aron Ómarsson er aðalstjarnan í þessu flotta myndbandi. Vonandi er þetta bara byrjunun á meira frá kappanum.

Ekki nóg með þetta heldur er Aron flinkur að blogga og nú er heimasíðan hans, aron66.is, komin á nýtt svæði, einmitt hérna á motocross.is. Lokafrágangur stendur yfir en síðan er komin upp hér.


 

Gulli í Svíþjóð

Gunnlaugur Karlsson er einn af nokkrum Íslendingum sem tóku smá forskot á sumarið og fóru til Svíþjóðar að æfa í vor eins og við höfum greint frá hér áður. Við kíktum á æfingu og ræddum við kappann.

Bryndís Einarsdóttir í Vissefjarda

Bryndís Einarsdóttir tók þátt í fyrstu umferð sænska meistaramótsins í motocrossi um daginn. Hér er klippa frá henni í keppninni:

Húsmúla endúró 2001 – myndband

Nokkuð góð Endúrókeppni var haldin við Húsmúla árið 2001. Hér birtist myndband sem birtist í sjónvarpsþættinum Nítró á Skjá Einum stuttu eftir keppnina. Fyrir neðan myndbandið má sjá lokastöðuna í mótinu og Íslandsmótinu í heild árið 2001.

 
Lesa meira af Húsmúla endúró 2001 – myndband

Eitt gamalt og gott

Raggi, Viggó og Reynir börðust hart um titlana fyrir nokkrum árum. Hér er eitt gamalt video úr þættinum Nítró á Skjá Einum, árið er (líklega) 2002.2000.

Síða 3 af 1112345...Síðasta »