Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaöldubrautir.

Skyldi verða hægt að opna Bolaöldubraut á fimmtudag?

Það skýrist á morgun.

En slóðakerfið verður ekki opnað strax. Þar er enn snjór og mikil drulla.

Six days – MXoN – Eurotrip 2012

af jonni.is

Um helgina fór fram lokahóf MSÍ og í tilefni þess var ég beðinn um að klippa saman eitthvað efni frá Six Days ferðinni hjá okkur strákunum. Ég byrjaði að kíkja á efnið og mér féllust hendur þegar ég sá að þetta voru rúmur 5 og hálfur tími sem ég ætlaði einhvernveginn að ná að gera skil á nokkrum mínútum ! En að lokum tókst mér að koma þessu saman í þetta stutta myndband sem ég náði reyndar ekki að klára fyrr en lokahófið var byrjað og fékk það sent með usb lykli rétt fyrir sýningu ! Það reyndar klúðraðist svo sýningin á lokahófinu þar sem það hikstaði agalega, sennilega tölvan ekki að höndla full gæði af video eða eitthvað, frekar mikill bömmer eftir alla vinnuna ! En hérna er þetta komið á netið og fyrir alla til að skoða, vona að þið njótið þess og það skíni í gegn hvað þetta var geggjuð ferð í alla staði 😉 ! Gjörið svo vel…

 

Námskeið fyrir unglinga í MotoMos – Eyþór kennir

Betra er seint en aldrei en vegna anna að þá hefur ekki verið hægt að koma þessu í kring fyrr en núna.  En næstu fjórar helgar, nánar á laugardögum, býðst félagsmönnum á aldrinum 12-16 ára frí námskeið hjá engum öðrum en Eyþóri Reynissyni margföldum Íslandsmeistara sem vart þarf að kynna.  Námskeiðið er frá klukkan 13:00 og varir í þrjár klukkustundir í senn og á því að vera lokið um kl.16:00.  Til þess að vera gjaldgengur á námskeiðið þarf unglingurinn að vera skráður í félagið MotoMos og er þetta eingöngu fyrir þennan aldurshóp, bæði stráka og stelpur.  Við erum að renna nokkuð blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hver þátttakan verður en vonandi verður reynslan góð og þá verður hægt að útfæra þetta betur ásamt að gera eitthvað fyrir yngri iðkendur frá aldrinum 6-12 ára.  Þar sem við erum að gera þetta nokkuð seint á árinu og allra veðra von, að þá munum við færa þjálfunina í Þorlákshöfn eða fresta um helgi eftir þörfum.  Alla vega við munum reyna að keyra á þetta næstu fjórar helgar og vonandi verða aðstæður til að klára þetta með stæl.  Námskeiðsdagar er því eftirfarandi.

  • Laugardaginn 27 október:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 3 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 10 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 17 nóvember:  frá kl.13 – 16

Eins og tekið var fram að þá fer kennslan fram í MotoMos og eina gjaldið sem krafist er, er að viðkomandi sé með brautarmiða í brautina og árskortin gilda.  Að öðru leyti er námskeiðið frítt fyrir iðkendur sem eru á aldrinum 12-16 ára.  En algjört skilyrði að viðkomandi sé skráður og virkur félagi í MotoMos, þ.e. hefur greitt árgjaldið.  Jafnframt ítrekum við það að þar sem allra veðra er von á þessum árstíma að þá áskiljum við okkur rétt til að færa námskeiðið til og hugsanlega verður farið til Þorlákshafnar ef aðstæður leyfa eða við færum til daga, þ.e. flytjum um eina helgi eða tvær.  Við reynum bara að spila þetta eftir eyranu og vonum að þetta gangi upp.

Þeir sem vilja skrá sig og mæta á þessi námskeið, svo við sjáum fjöldann, er bent á að senda tölvupóst á netfangið:  motomos@internet.is.  ítreka enn og aftur að þetta námskeið er eingöngu ætlað fullgildum aðilum að MotoMos og fyrir aldurinn 12-16 ára.  Sjáumst svo bara hress næsta laugardag í MotoMos og muna eftir brautarmiða, þ.e. fyrir þá sem ekki eru með árskort.

Skemmdavargar á ferð í MotoMos – skemmdu meðal annars ýtuna

Einhverjir vanheilir einstaklingar og hefur þurft að fá útrás fyrir sínar stórfurðulegu og einkennilegu hvatir í vikunni upp í MotoMos.  Töluverðar skemmdir urðu á litlu ýtu félagsins þegar viðkomandi hefur reynt að koma henni í gang og tengja beint framhjá sem gekk ekki alveg sem skildi með að þeim víruflækjum sem því fylgdi og endaði viðkomandi því að á þröngva skrúfujárni í svissinn og brjóta það þar.  Kunnum við í MotoMos honum eða þeim bestu þakkir fyrir og er hún ónothæf sem stendur af þessum sökum.  Einnig hafa aðilar þurft að fá útrás með að skemma flesta þá staura sem búið var að setja upp í sumar í kringum brautina og satt að segja skilur maður ekki hvað svona mönnum gengur til.  Þessir klúbbar sem reka þessar brautir mega einmitt svo mikið við því að þessir hálfvitar reyni að láta ljós sitt skína og greinlegt að þegar þessir einstaklingar reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig hressilega.  Biðjum við þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu síðustu daga að láta okkur vita með að senda póst með nánari lýsingu á motomos@internet.is.  Ráðlegging okkar til þessara einstaklinga er að þeir leiti sér hjálpar hjá viðeigandi stofnunum og óskum við þeim fullan bata.

Ísland með sinn besta árangur

Íslensku strákarnir hafa lokið keppni á MXoN í ár. Þeir kepptu í B-úrslitum í morgun og náðu besta árangri sem Ísland hefur náð í þessari keppni í þau 6 skipti sem við höfum tekið þátt. Viktor endaði í 17.sæti, Ingvi Björn í 23. sæti og Sölvi Borgar í 28.
Viktor náði frábæru starti og var með fremstu mönnum útúr fyrstu beygju. Hann hélt sér í top 10 lengi framan af en dróst svo aftur úr. Ungu strákarnir voru líka að standa sig vel og eins og áður sagði er þetta besti árangur Íslands í mótinu hingað til.

Sjá viðtöl og myndir á Facebook síðu liðsins hér

Þýskaland sigraði í keppninni, heimamenn (Belgía) í öðru sæti og Bandaríkjamenn í þriðja. Max Nagl, Ken Roczen og Marcus Schiffer voru í þýska liðinu og gerðu fæst mistök sem færði þeim sigurinn.


MXoN er byrjað

20120929-120359.jpgNú í morgunsàrið er MXON að hefjast. Við munum vera með samantekt hér á vefnum en á meðan er hægt að fylgjast með úrslitum í beinni útsendingu hér

Íslensk landslið eru að berjast á fleiri vígstöðum í dag því síðast dagurinn í ISDE six days er í dag. Síðustu fréttir herma að Ísland er í 17. sæti sem er frábær árangur.

ÁFRAM ÍSLAND