Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Tæplega 100 skráðir í motocrossið

msi_logo_150_transparentMjög góð þátttaka er í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fer fram á laugardaginn við Ólafsfjörð. Tæplega 100 keppendur eru skráðir til leiks. Sérstaklega er ánægjulegt er að sjá góða þáttöku í MX Kvennaflokki og einnig er töluverð nýliðun og góð þáttaka í 85cc flokki.

Skráning í liðakeppni fer fram samkvæmt reglum um „keppnisreglur um liðakeppni“ sem er að finna á hér.

Dagskrá og uppfærðar keppnisreglur birtast á msisport.is í dag.

Hér er keppendalistinn í heild.

Skoðanakönnun: Hver verður Íslandsmeistari

Nú þegar Íslandsmótið í Motocrossi er að bresta á, setjum við smá skoðanakönnun í loftið. Segðu okkar hvað þú heldur:

[poll id=“7″]

Muna að skrá sig í Motocrossið

msi_stort.jpgFyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fer fram á laugardaginn á Ólafsfirði. Nú er skráningin komin á fullt á MSIsport.is.

Ekki klikka á því að skrá þig! Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld.

Viðtal við Aron í kanadísku tímariti

Ein af myndunum sem fylgja viðtalinu

Nokkuð skemmtilegt og opinskátt viðtal við Aron Ómarsson birtist í kanadísku veftímariti nýverið. Aron stiklar á stóru um sinn feril, stöðuna á íslenska motocrossinu og auðvitað um framtíðina.

Smellið hér fyrir viðtalið

Vinnudagur í MotoMos á sunnudag

Halló allir saman,

Nú ætlum við í Motomos að reyna að taka  til á svæðinu okkar og vantar hjálp 🙂
Vinna við húsið og reyna að festa niður dælur, skrúfa sprinklera upp aftur, vinna í brú, tína grjót og margt fleira.  Gott væri að fá sem flestar hendur, þá tekur þetta stuttan tíma 🙂
Mæting kl 12 á sunnudaginn og vinna til kl 16 og hjóla svo saman ………
Sjáumst hress,

Guðni F