Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Myndir frá krakkaæfingu VÍK í sumar

Hópurinn hlustar á Arnar Inga

VÍK stóð fyrir krakka- og unglingaæfingum í sumar eins og undanfarin ár. Þar voru framtíðarökumenn landsins samankomnir að læra undirstöðurnar í motocrossi og margir þeirra með drauma um Íslandsmeistaratitla í framtíðinni, bæði stelpur og strákar.

Undirritaður kíkti á æfingu í Bolaöldu í sumar og loksins koma myndirnar nú á vefinn. Gulli og Helgi Már hafa staðið fyrir æfingunum en þegar okkur bar að garði voru þeir báðir í fríi og Aron Berg og Arnar Ingi leystu þá af.

Vefalbúmið

Sunnudagsæfingar !

Við höldum áfram æfingum fyrir krakkana í september, æfingarnar verða á sunnudögum frá kl 16:00-18:00 á Bolöldu svæðinu. Æfingarnar eru fyrir krakka á 50cc – 65cc – 85cc 125cc 4t og 150cc 4t.
Um að gera að nýta besta hjólatímann, flottur raki er í brautunum í september mánuði og myndast frábærar línur til æfinga

Það sem eftir er af september kostar 6.000.-

Vonumst til að sjá sem flesta, gott að vera ungur og undirbúa sig vel undir Motocross of Nations í framtíðinni 🙂

Skráning er á namskeid@motocross.is og um leið að borga í gegnum Kt: 060291-2099 rnr:0537-14-404974

Krakkaæfingar í september

Frá einni æfingunni í sumar

Við höldum áfram æfingum fyrir krakkana í september, æfingarnar verða á sunnudögum frá kl 16:00-18:00 á Bolöldu svæðinu. Æfingarnar eru fyrir krakka á 50cc – 65cc – 85cc 125cc 4t og 150cc 4t.
Um að gera að nýta besta hjólatímann, flottur raki er í brautunum í september mánuði og myndast frábærar línur til æfinga.

Mánuðurinn kostar 8.000.-

Skráning er á namskeid@motocross.is og um leið að borga í gegnum Kt: 060291-2099 rnr:0537-14-404974

Bkv,
Helgi Már & Gulli

Sýningarakastur barna á Ljósanótt !

Óskum eftir krökkum 12 ára og yngri til að taka þátt í sýningarakstri barna á motocross- og fjórhjólum  á Ljósanótt laugardaginn 3 sept. n.k. kl 15.00 – 16.00  Er þetta fimmta árið sem við tökum þátt og hefur tekist vel. Hvetjum ykkur endilega til að vera með og kynna sportið. Skráning og upplýsingar eru hjá Erlu í s: 6953162 og á erlavalli@hotmail.com  og Elínu s: 8471465 og á rm250cc@simnet.is

Motomos, Í Túninu Heima.

Afreksmenn Motomos

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar,  Í Túninu Heima ætlar Motomos að vera með smá húllum hæ í brautinni á sunnudaginn 28. ágúst.
Landsliðsmennirnir Eyþór Reynis og Viktor verða með fría kennslu í stóru brautinni og
Friðgeir Óli og Kjartan verða með fría kennslu í barnabrautinni.
En þessir kappar hafa allir fengið afreksmannastyrk hjá félaginu.

Kennslan byrjar kl 13.00 og klukkan 14.30 ætlum við í  Motomos að taka nokkur stört.

Eysteinn og Lúlli eru með brautina er í extrem makeover þessa dagana, og verður hún því ekki opnuð fyrr en kl 13:00 á sunnudaginn.

Brautin hefur aldrei verið betri.

Ekki missa af þessu því nú verður fjör!!!!

Aldrei að vita nema Þórir og Balli skelli nokkrum pylsum á grillið 🙂

Munið eftir miðum á N1 í Háholtinu.

 

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst