Vefmyndavél

Úrslit frá Unglingalandsmóti

Mynd: Sunnlenska.is

Þorsteinn Helgi Sigurðarson sigraði í 85 flokki. Mynd: Sunnlenska.is

Alls tóku 32 keppendur þátt í motocrosskeppni Unglingalandsmótsins á Selfossi í dag. Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur

  1. Brynja Hlíf Hjaltadóttir
  2. Gyða Dögg Heiðarsdóttir
  3. María Líf Reynisdóttir

85 flokkur strákar

  1. Þorsteinn Helgi Sigurðarson
  2. Kári Tómasson
  3. Sebastían Georg A. Vignisson

Lesa meira af Úrslit frá Unglingalandsmóti

Skráning í Unglingalandsmót hafin

Skráning í Unglingalandsmót UMFÍ er hafin á vef MSÍ. Keppnin verður haldin í glæsilegri braut Selfyssinga um verslunarmannahelgina.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Púkaflokkur 65cc2t/110cc4t 11-12 ára
85cc flokkur 85cc2t/150cc4t 12-15 ára
MX Unglingaflokkur 15-18 ára

Keppt í bæði stráka og stelpuflokk í öllum flokkum, sér verðlaun fyrir yngri aðila í bæði 85cc og unglingaflokki

Keppnin er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina, hjólaskoðun hefst kl 9:00, frekari dagskrá verður gefin út sennilega á morgun eða fimmtudag

Hægt er að skrá  sig í alla flokka inni á msisport.is nema púkaflokkinn, ef einhver hefur áhuga þar er best að hafa samband bara beint við Axel Sigurðsson í síma 6617743 eða axelsig404@gmail.com

Við hvetjum alla sem hafa aldur til, að skrá sig sem fyrst

Opnun AÍH motocross brautar

Næst komandi laugardag, 9. júní, kl. 12 verður AÍH motocross brautin við Krísuvíkurveg (Rallýcrossbrautin) opnuð. Um er að ræða um 700 metra langa æfingarbraut og verður frítt í brautina þann daginn. Einnig verða pylsur og gos. Endilega koma og láta sjá sig, skoða brautina og hitta hjólafólk.

Stjórn torfærudeildar AÍH.

Úr Hafnarfirðinum

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 26 Maí milli 16-18

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 16-17. Ræsing í keppnina er klukkan 17 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@flug.is eða í gegnum síma 864-3066.

Kveðja
Stjórn Vík

Bolaöldubrautir og slóðar.

Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

Brauta og slóða nefndir.

Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Lesa meira af Skráning hafin í Íslandsmótin

Síða 4 af 25« Fyrsta...23456...20...Síðasta »