Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Æfing í dag frestast til morgundagsins :(

Skv. Garðari er hávaðarok og vart stætt í Bolaöldu. Krakkaæfingin frestast því til morgundagsins á sama tíma, því miður.

Í sárabætur má þó koma því að við vorum að fá vilyrði frá Fák fyrir krakkaæfingum í Reiðhöllinni fram í janúar! 🙂

Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Eiður kátur með verðlaunin sín
Eiður kátur með verðlaunin sín

Hátt í 30 krakkar tóku þátt í keppninni í Bolaöldu í gærkvöldi. Þau létu ekki smá rigningu stoppa sig krakkarnir og foreldrarnir sem mættu til keppni í gær enda hefur smá bleyta aldrei skemmt fyrir í motocrosskeppni. Flott tilþrif sáust og greinilegt að framtíðin er björt í sportinu ef eitthvað er að marka aksturinn á þessum snillingum. Allir fengu verðlaun og viðurkenningu fyrir þátttökuna en verðlaunaafhending fór fram í húsinu og var þröngt á þingi þar þegar við smelltum nokkrum myndum á hópinn. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og hlökkum til næstu keppni. 🙂

Lesa áfram Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Krakkakeppni í kvöld – allir að mæta!!!

Við minnum enn og aftur á krakkakeppnina sem haldin verður í kvöld. Allir krakkar eru velkomnir að mæta (ekki bara þeir sem hafa verið á æfingunum) og taka þátt. Keppt er í þremur flokkum: 50cc / 65cc og 85 cc. Mæting er kl. 17.30 og keppnin hefst kl. 18. Það kostar ekkert að vera með, allir fá verðlaun og þetta verður bara gaman 🙂
Kveðja, Gulli, Helgi og Pálmar

Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Eins og venjulega þá héldum við barna og unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Skráðir keppendur voru 20 að þessu sinni og margir að stíga sýn fyrstu skref í keppnismensku.

Keppnin var ekin í frábæru veðri kl 9 um morguninn og ekið var í 45 Mínútur í kringum vatnið á Ásgarði.

Eins og venjulega var farin prufuhringur,og síðan ræst með dautt á hjólunum rétt eins og í aðalkeppnini.

Keppnin heppnaðistt vel og allir fóru í það minnsta einn hring og ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi verið ánægð með daginn.

Í lok keppni fengu svo allir medalíu fyrir þáttökuna og þrír efstu keppendur voru lesnir upp.

Hér Fyrir neðan má sjá úrslit keppninar.

Lesa áfram Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Sumaræfingar VÍK – MSÍ styrkir æfingarnar OG árskort fyrir foreldri fylgir

Motocross námskeiðin hjá VÍK byrja mánudaginn 6. maí. Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson sjá um þjálfun en þeir eru komnir með mikla reynslu á þessu sviði og hafa þeir þjálfað í að verða tíu ár. Kennslan verður með svipuðu sniði og síðasta ár, æfingar verða tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum.

Þjálfararnir í tvímenning í enduro
Þjálfararnir rétt fyrir start í tvímenning í enduro í síðustu umferðinni í Bolaöldu 2012

MSÍ styrkir æfingar félagsins fyrir börn og unglinga. VÍK leggur mikla áherslu á að efla barna og unglingastarf. Sumaræfingar félagsins kosta einungis 25.000 kr. fyrir allt sumarið (í stað 40.000 kr. í fyrra) en þetta er mögulegt með því að styrk frá MSÍ en sambandið styrkir félagið fyrir hvern iðkanda til að efla uppbyggingu í sportinu.Skráningu fylgir að AUKI frítt árskort fyrir foreldri Foreldri iðkanda 16 ára og yngri skráðum á sumaræfingar hjá VÍK fær árskort frá félaginu. Þannig að nú er því engin ástæða til að fara ekki með krakkana að hjóla og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan junior er á æfingu.

Þú skráir soninn/dótturina á æfingar á www.motocross.is með því að fara inn á Félagakerfið hér:

Lesa áfram Sumaræfingar VÍK – MSÍ styrkir æfingarnar OG árskort fyrir foreldri fylgir

Flott barnaæfing í Bolaöldu í dag.

IMG_2139

Gulli Karls var með vel sótta barnaæfingu í Bolaöldu í dag. Þessir hressu krakkar voru ekki að kvarta þó að það væri pínu kalt uppfrá og létu smá snjóföl ekkert á sig fá. Gaman að sjá ákafann í andlitin á krökkunum. Sjá má fleyri myndir á Facebook HÉR