Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Endúró 2011

Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.

Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:

  • ECC-1 : Kári Jónsson
  • ECC-2 : Eyþór Reynisson
  • Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
  • B flokkur: Guðbjartur Magnússon
  • B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
  • Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir

Nánari úrslit eru á MyLaps

Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)

Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro-Cross Country fara fram á morgun í Skagafirðinum, nánar tiltekið á Skíðavæðinu í Tindastóli. Keppni hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 16. Hvetjum við Skagfirðinga og nærsveitunga að fjölmenna á svæðið og fylgjast með.

Hér er dagskráin í heild sinni.

Hér svo staðan í B-flokkunum fyrir keppnina (aðrir flokkar eru á MyLaps.com)

Lesa áfram Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Reynisson Íslandsmeistari í motocrossi 2011

Í dag fór fram í blíðskaparveðri í Bolaöldu lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi. Íslandsmeistar í sínum flokkum urðu eftirfarandi:

  • Eyþór Reynisson í MxOpen og Mx2
  • Karen Arnardóttir í MxKvenna
  • Hinrik Ingi Óskarsson í MxUnglinga
  • Einar Sigurðsson í 85 cc flokki
  • Ernir Freyr Sigurðsson í B-flokki
  • Ragnar Ingi Stefánsson B40+ flokkur

Í keppninni í dag urðu úrslitin þessi:
Lesa áfram Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Tímar eftir tímatöku í Bolaöldu í dag

1. Viktor Guðbergsson 1.53.9

2. Eyþór Reynisson 1.55.2

3. Gunnlaugur Karlsson 1.57.4

4. Kjartan Gunnarsson 1.57.5

5. Björgvin Jónsson 1.59.2

Unglingaflokkur

1. Ingvi Björn 1.57.7

2. Guðbjartur Magnússon 1.59.3

3. Hinrik Ingi Óskarsson 1.59.8

4. Bryndís Einarsdóttir 2.04

 

Heimamenn sigruðu í ISDE – Ísland í 16.sæti

Finnarnir fagna sigrinum

Íslendingar enduðu í 16. og næstsíðasta sætinu í International Six Days enduro (ISDE) keppninni sem lauk um helgina. Íslendingarnir stóðu sig þó mjög vel í þessari gríðarlega erfiðu keppni sem er einhver mesta þolraun sem fyrirfinnst, að ljúka keppninni er stórvirki útaf fyrir sig. Keppnin var haldin í Finnlandi og fóru heimamenn með sigur af hólmi.

Íslenska liðið varð fyrir því óláni að missa mann strax út á öðrum degi, næsta mann á þriðja degi og þriðja manninn á fjórða degi. Með aðeins þrjá ökumenn eftir í sex manna liði er enginn séns að vinna sig upp af botninum. Íslandsmeistarinn, Kári Jónsson, sem datt út á þriðja degi var búinn að sýna fantaakstur og skaut heimsfrægum kempum afturfyrir sig í nokkrum „Special test“ hlutum keppninnar er þar er keppt í stuttan tíma þar sem hvert sekúndubrot er dýrt.

Næsta keppni fer fram að ári í Þýskalandi og 100 ára afmælismótið fer fram á eynni Sardínu á Ítalíu árið 2013.

Hér kemur síðasti pistillinn frá liðinu en safn þeirra má annars sjá hér:

Þvílíkur áfangi, síðasti keppnisdagurinn var runninn upp og það leyndi sér ekki ánægjan á mannskapnum. Það voru þó þrír keppendur eftir í landsliðinu sem stefndu á að klára sína fyrstu Six Days keppni þennan dag !

Lesa áfram Heimamenn sigruðu í ISDE – Ísland í 16.sæti