Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

Klaustur 2012. Frábært ? Já.

Ef eitthvað mæti setja út á þá er það að veðrið var gott, næstum því of gott. En til þess að svona keppni  verði þá verður að hafa frábært fólk til að starfa við keppnina og ekki síður verður að hafa einstakt fólk til að skaffa aðstöðuna og ástæðuna til að keppnin getur orðið. Ábúendur að Ásgarði og eigengur Systrakaffi eru ástæða þess að þessi keppni gat orðið. Að ógleymdu því starfsfólki sem þarf til þess að þessi keppni verði að veruleika, brautarverðir, tímaverðir , keppnistjórar, án  þeirra gæti svona keppni aldrei orðir. Fyrir hönd VÍK er sagt: TAKK, TAKK, TAKK og, aftur TAKK.

Helstu úrslit voru sem hér segir:
Lesa áfram Klaustur 2012. Frábært ? Já.

Úrslit frá Flúðum

Fyrsta og önnur umferðin í Enduro CC fóru fram á laugardag. Aðstæður voru ágætar en einhver rigning náði að mynda smá sleipu í grasinu en keppnin þótti heppnast vel. Titlvörn Kára Jónssonar hófst eins og við var búist, með yfirburðasigri. Daði keyrði einnig vel og Guðbjartur var þriðji í heildina. Hér eru annars úrslitin úr öllum flokkum.
ECC1

  1. Kári Jónsson
  2. Daði Erlingsson
  3. Gunnlaugur Rafn Björnsson

ECC2

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Valdimar Þórðarson
  3. Jónas Stefánsson

Tvímenningur

  1. Baldvin Þór Gunnarsson  og Kristófer Finnson
  2. Gunni Sölva og Atli Már Guðnason
  3. Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson

Lesa áfram Úrslit frá Flúðum

Viktor sigraði í Bolaöldu

Viktor Guðbergsson tryggði sér sigur í fyrstu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi í dag. Hann og Aron Ómarsson unnu sitthvort motoið en þar sem Viktor vann seinna motoið, vann hann sigur í keppninni. Ríkjandi Íslandsmeistari, Eyþór Reynisson, féll af hjólinu í fyrra motoinu og tognaði á öxl en í fyrstu var óttast um að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Ingvi Björn Birgisson sigraði í MX-Unglinga svo keppti hann einnig í MX2 flokknum og vann hann einnig. Hann varð 4. í MX-Open.

Hér eru úrslit frá í dag.

MX-Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Aron Ómarsson
  3. Kári Jónsson
  4. Ingvi Björn Birgisson
  5. Sölvi Borgar Sveinsson
  6. Hjálmar Jónsson
  7. Bjarki Sigurðsson
  8. Kjartan Gunnarsson
  9. Björgvin Jónsson
  10. Daði Erlingsson

Lesa áfram Viktor sigraði í Bolaöldu

Íslandsmótinu í Íscrossi lokið

Mynd: Karl Gunnlaugsson
Frá Mývatni um helgina

Um helgina fóru fram önnur og þriðja umferðin í Íslandsmótinu í íscrossi á Mývatni. Önnur umferðin var haldin á laugardag og þriðja umferðin á sunnudag. Veðrið setti strik í reikninginn á föstudag og þurfti að fresta 3 motoinu í tveimur flokkum fram á sunnudag. Mývetningar eru höfðingjar heim að sækja og keppnishaldið til mikillar fyrirmyndar að venju.

Íslandsmeistarar urðu Kári Jónsson í vetrardekkjaflokki, Bjarni Hauksson í Unglingaflokki og heimafólkið Jón Ásgeir Þorláksson í Opnum flokki og Signý Stefánsdóttir í Kvennaflokki.

Úrslit 2. umferð

Lesa áfram Íslandsmótinu í Íscrossi lokið

Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Mynd: Kristján Skjóldal
Jón Kr. Jacobsen, Gunnlaugur Karlsson og Jón Ásgeir Þorláksson

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær.  Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Vetrardekkjaflokkur

  1. Kári Jónsson 75 stig
  2. Guðbjartur Magnússon 64 stig
  3. Bjarki Sigurðsson 60 stig

Lesa áfram Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki

Í dag fór fram á Bolaöldusvæðinu fyrsta snjócrosscountrykeppnin af þremur sem haldnar verða í vetur. Hugmyndin með þessum keppnum var að bjóða upp á einfalt og skemmtilegt keppnisform fyrir sleðamenn þar sem aðalmálið væri skemmtileg keppni í einfaldri braut þar sem allir gætu keppt á jafnréttisgrundvelli. Það er óhætt að segja að þessi fyrsta keppni hafi tekist frábærlega. 24 keppendur voru skráðir til keppni á alls konar sleðum, ungum og öldnum auk þess sem keppendur voru á aldrinum 15 og upp undir fimmtugt. Tvær konur tóku þátt og stóðu sig frábærlega.

Brautin byrjaði fyrir ofan motokrossbrautina og lág inn í Jósepsdal og lykkjaðist upp og niður um brekkurnar í dalnum. Talsvert hart færi var í brautinni í dag og höfðu menn nokkrar áhyggjur af kælingu á beltunum fyrir keppni. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem brautin tættist fljótt upp sem dugði til að kæla beltin.

Lesa áfram Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki