Vefmyndavél

1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

Keppendur fengu frábært veður og krefjandi braut í Sólbrekku í dag. Jói, Gylfi og félagar lögðu flotta braut sem kom keppendum skemmtilega á óvart í dag. Það var lítið um hvíld og eins gott að vera vakandi enda allskonar færi í boði.

Eins og oft áður var það einn maður sem átti daginn en Kári Jónsson keyrði brautina létt og átti enginn séns í kappann í dag. Guðbjartur Magnússon gerði sitt besta og leit vel út en hafði bara ekki hraðann. Signý Stefánsdóttir keyrði vel í kvennaflokki og endaði fyrst með Anitu Hauksdóttur í 2. sæti. Í tvímenning sigruðu Helgi Már og Hlynur Örn Hrafnkelssynir, í 40+ sigraði Ernir Freyr Sigurðsson og Haraldur Björnsson vann B flokkinn á fullu húsi.  Nánari úrslit eru hér fyrir neðan.

Lesa meira af 1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

Drullugaman í 1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi á Selfossi

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fór fram á Selfossi í dag. Það er óhætt að segja að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í keppninni í dag en miklar rigningar undanfarna daga og í nótt gerðu keppnina að drullukeppni fyrir allan peninginn. Selfyssingar brugðu á það ráð að stytta brautina fyrir keppni og klippa út blautasta kaflinn sem bjargaði heilmiklu. Það breytti þó ekki því að brautin var á floti og hrikalega erfið. Keppendur kvörtuðu þó ekki og skemmtu sér stórkostlega.

Kári Jónsson, Íslandsmeistari í Enduro í fyrra var eins og á heimavelli og sigraði daginn í MX-Open á fullu húsi stiga en Viktor Guðbergsson, Íslandsmeistarinn í Motocrossi 2012,  varð í öðru sæti. Lesa meira af Drullugaman í 1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi á Selfossi

Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.

Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.

Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson

Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.

Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir:  Lesa meira af Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Íslandsmótinu í motocrossi lokið

6. og síðasta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fór fram í dag í Bolaöldu. Aldrei þessu vant þurfti ekki að vökva brautina en náttúruöflin sáu alfarið um það. Viktor Guðbergsson kom sá og sigraði en Sölvi Borgar var þó aldrei langt undan. VÍK þakkar öllum keppendum, áhorfendum og öllum sem hjálpuðu til fyrir daginn. Takk fyrir okkur.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson  (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

Lesa meira af Íslandsmótinu í motocrossi lokið

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Leiðrétting á úrslitum frá Akureyri

Þau leiðu mistök urðu við útreikning stiga í kvennaflokki að Signý sem kláraði ekki 1. moto fékk stig við útreikning stiganna en hefði átt að vera stigalaus. Með því lenti hún ranglega í þriðja sæti. Þetta var auðvitað ekki rétt. Þess í stað átti Einey Ösp Gunnarsdóttir að fá 3ju verðlaun í kvennaflokki. Við biðjumst afsökunar á þessu. Úrslitin á MyLaps hafa verið uppfærð.

Síða 4 af 14« Fyrsta...23456...Síðasta »