Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Enginn átti roð í Kára sem sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu í gær. Guðbjartur reyndi hvað hann gat til að brúa bilið en Kára varð aldrei ógnað. Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa varð önnur og Tedda gerði sér lítið fyrir og endaði þriðja. Góð helgi hjá þeim hjónum. Jökull Atli sigraði B flokkinn.
Þátttaka í þessari keppni var með eindæmum lítil og klárt að eitthvað þarf að breytast ef þessi mótaröð á ekki að líða undir lok. Þeir sem mættu virtust þó skemmta sér með ágætum og njóta dagsins. Við þökkum fyrir okkur og öllum þeim sem mættu.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu eru hér fyrir neðan: Lesa áfram 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

Mx_Open_stadan_25082013Kári Jónsson er með sterka stöðu í MX Open með 183 stig en Eyþór Reynisson er með 160 stig í öðru sæti og Sölvi Borgar í þriðja sæti með 158 stig. Þeir eiga því á brattann að sækja fyrir síðustu umferðina í Bolaöldu 4. september nema Kári nái hreinlega ekki að klára annað hvort mótóið. Kjartan Gunnarsson er búinn að tryggja sér titilinn í MX2 með 194 stig en maður númer tvö, Jökull Atli Harðarson er með 140 stig og kemst því ekki upp fyrir Kjartan hvernig sem fer. Við óskum Kjartani til hamingju með titilinn.

Aðrir flokkar geta enn farið hvernig sem er en 4 til 26 stig skilja 1. og 2. sætið í öðrum flokkum. Mesta spennan er líklega í 40+ flokknum en þar skilja aðeins 4 stig Hauk Þorsteinsson og Heiðar Örn Sverrisson.

Lesa áfram Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

4. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram í Motomos í dag

Enn og aftur setti veðrið hressilegt strik í reikninginn og þriðja drullukeppnin í sumar varð niðurstaðan. Keppnin var haldin í braut Motomos en þar er komin hreint út sagt frábær aðstaða og greinilegt að menn hafa lagt þar nótt við dag að gera svæðið og umhverfið klárt fyrir keppni. Kári Jónsson sýndi enn og aftur frábæran akstur og var sigurvegari dagsins eftir ævintýralegt seinna mótó þar sem hann festist í starthliðinu en setti svo í fluggírinn og vann sig upp í fyrsta sæti áður en yfir lauk. Keppnin er komin inn á Mylaps.com hér en staðan í Íslandsmótinu bíður til morguns.

Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Eiður kátur með verðlaunin sín
Eiður kátur með verðlaunin sín

Hátt í 30 krakkar tóku þátt í keppninni í Bolaöldu í gærkvöldi. Þau létu ekki smá rigningu stoppa sig krakkarnir og foreldrarnir sem mættu til keppni í gær enda hefur smá bleyta aldrei skemmt fyrir í motocrosskeppni. Flott tilþrif sáust og greinilegt að framtíðin er björt í sportinu ef eitthvað er að marka aksturinn á þessum snillingum. Allir fengu verðlaun og viðurkenningu fyrir þátttökuna en verðlaunaafhending fór fram í húsinu og var þröngt á þingi þar þegar við smelltum nokkrum myndum á hópinn. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og hlökkum til næstu keppni. 🙂

Lesa áfram Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

Og þvílík snilld sem þessi dagur var. Brautin í toppstandi, fullkomið rakastig og hrikalega flott; frábært hjólaveður, logn, skýjað og hlýtt – dagurinn gæti ekki hafa tekist betur! KKA menn fá klárlega 12 stig fyrir þennan dag og keppni.

Keppnin var hörð í flestum flokkum. Eyþór sýndi frábæran akstur og sigraði bæði moto í MX Open eftir harða baráttu við Viktor og Bjarka. Kári Jónsson sem er efstur að stigum eftir 3. umferðir varð 5. eftir hetjulega baráttu; í fyrra mótoinu keyrði hann með brotinn skiptipedala og endaði þriðji og í seinna motoinu keppti Kári tvígengishjólinu og endaði þá fimmti! Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn. Lesa áfram Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki
Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Þegar upp var staðið tókst keppnin mjög vel, brautin þornaði þegar leið á daginn og engin meiriháttar óhöpp en hörkukeppni í öllum flokkum.

Kári Jónsson endurtók leikinn frá Selfossi innbyrti heildarsigur dagsins en þó með Eyþór og Sölva nartandi í hælana á sér allan tímann. Eyþór sigraði reyndar fyrra mótóið en Kári tók það síðara og sigraði því daginn í heild.

Lesa áfram Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki