Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag

Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum.  Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn.  Hann er ætlaður þeim sem þurfa „endurskoðun“ eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu.  Hún er tvískipt. ..
Lesa áfram KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag

KlaustursPunktar – Akstur á keppnissvæðinu

Í ár verður keppnin haldin í landi Ásgarðs.  Þar er sveitastemmarinn eins og hann gerist bestur!  Ábúendur taka fagnandi á móti okkur og veita okkur aðgang að hreint frábæru svæði.  Þau hafa einnig lagt nótt við nýtan dag við frágang keppnisbrautar, þjónustusvæðis, bílastæðis og fl.
Við viljum koma því á framfæri að allur akstur annarra en keppenda og merktra starfsmanna er stranglega bannaður í landi Ásgarðs, alla dagana. Lesa áfram KlaustursPunktar – Akstur á keppnissvæðinu

KlaustursPunktar – Fær hjólið þitt skoðun?

Jæja!  Nú styttist í Klaustur og tímabært að fara yfir ástandið á keppnisgræjunni.
Öll hjól verða að standast skoðun fyrir keppni og rétt að hafa eftirfarandi í huga:

– engar hvassar brúnir mega vera á hjólinu (t.d. brotin handföng).
– teinar mega ekki vera lausir og hjólalegur verða að vera í lagi
– bremsur verða að virka vel
– fótstig eiga að leggjas liðlega að hjóli
– hjól þarf að vera greinilega merkt með RÉTTU keppnisnúmeri, bæði að framan og á hliðum.  Ekki má keppa í treyju sem er með röngu keppnisnúmeri.

Einföld mál en nauðsynleg!  🙂

Meira síðar!

Úrslitin úr Endurokeppninni

Af msisport.is
Vegna tæknilegra vandamála verða úrslitin í 1. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC birt hér en vonast er til þess að úrslitin verði komin á mylaps.com næstu daga. Smellið á linkinn hér að neðan til þess að nálgast úrslitin.

Íslandsmótið í Enduro CC / 1. umferð 2010

Liðakeppni MSÍ 2010

Fyrsta enduróið í gær

Kátir piltar Haukur,Halli og Hinrik

Fyrsta enduro-keppni ársins fór fram í gær  8. maí við Bolöldu. Brautin lá frá motocross brautinni og inn í Jósefsdal. Keppendur sem fóru hvað hraðast yfir voru um 20 mínútur að fara hringinn. Um 100 keppendur tóku þátt og vakti athygli mikill fjöldi keppenda í 40+ flokknum.

Kári Jónsson, núverandi íslandsmeistari sem ekur á TM Racing 450 sýndi frábærann akstur og sigraði með miklum yfirburðum.  Einar Sigurðarson varð annar og Bjarki Sigurðsson kom strekur inn og endaði þriðji.

Í B-flokki sigraði Svavar Friðrik Smárason en B-flokkurinn var fjölmennasti flokkurinn með 28 keppendur. Í B-flokknum eru meðal annars ungir strákar sem eru voru í fyrra á 85cc hjólum og því að reyna sig í fyrsta sinn á stærri hjólum þar má nefna Ingva Björn Birgisson á KTM 250F og Harald Örn Haraldsson á TM Racing 125 sem sýndu báðir frábæra takta í gær.

Lesa áfram Fyrsta enduróið í gær

Bolaöldufjör í dag.

Fríður hópur keppenda á ráslínu.

Það var mikið stuð í Bolaöldum í dag, fyrsta keppni sumarsins var haldin í dag með frábærum árangri fyrir flest alla. Úrslit verða birt vona bráðar hér á síðuni. Keppnin í dag gekk vonum framar þrátt fyrir að nýtt keppnisfyrirkomulag vefðist aðeins fyrir keppendum en það var ekkert sem ekki var hægt að leysa með góða skapinu sem allir voru með í farteskinu í dag. Á svæðinu voru allir helstu þolaksturkeppendur Íslands sem tókust á við þær þrautir sem Guggi og félagar höfðu lagt fyrir þá. Dagurinn byrjaði með sól og sumaryl en þokan tók völdin þegar leið á daginn. Ekki voru keppendur að kippa sér upp við það smáræði enda veðuraðstæður eitthvað  sem verður að taka með í reikninginn. Starfsmenn, brautargæslumenn og stjórnendur fá stórar þakkir fyrir frábært félagsstarf í dag, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. ATH… Slóðakerfið okkar er lokað þangað til annað verður auglýst. Lesa áfram Bolaöldufjör í dag.