Vefmyndavél

En ef ég get ekki mætt á Klaustur !??

Nokkur umræða hefur orðið um stöðuna sem kom upp vegna eldgossins í Grímsvötnum.  VÍK neyddist til þess að fresta keppninni um óákveðinn tíma á meðan staðan var óljós.  Nú hefur komið á daginn að gosið var ekki langvinnt né heldur askan á svæðin svo mikil að hún setji stopp á keppnishald.  Þess vegna hefur verið ákveðið að halda keppnina þ. 12. júni n.k.
Eins og gefur að skilja þá setur þetta strik í reikninginn fyrir suma en hentar öðrum jafnvel betur. Langflestir eru sjálfsagt í einhverjum vandræðum með gistingu, en við því geta menn brugðist á ýmsan máta.  Einhverjir ætla bara að keyra fram og til baka og aðrir munu taka með sér tjaldið.  Þar sem er vilji þar finnast ráð.

Lesa meira af En ef ég get ekki mætt á Klaustur !??

Góð skráning

Alls eru rúmlega 80 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem verður á laugardaginn í Skagafirðinum. Athyglisvert er hvernig skráning í flokkana 7 skiptist. Unglingaflokkurinn er stærstur með 19 skráða, B-flokkurinn kemur næstur með 16 og svo stelpurnar eru svo 15 talsins. Reyndar eru 16 stelpur skráðar til leiks því Bryndís Einarsdóttir keppir í unglingaflokki.

Ekki er eins góð þátttaka í 85flokknum og svo stóru flokkunum. Aðeins 10 þátttakendur eru í 85 flokknum, aðrir 10 í MX2 og svo aðeins 6 í MX-Open!

Skráningu lýkur í kvöld í motocrossið – Íslandsmeistarinn ekki með!!

Eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 21 verður lokað fyrir skráningu í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi. Nú þegar eru tæplega 70 skráðir og vonandi eru enn þónokkrir sem ákveða að drífa sig af stað og skrá sig á lokasprettinum. Eitt er þó víst að Íslandsmeistarinn Aron Ómarsson ætlar ekki að skrá sig eða eins og hann segir í facebook færslu rétt í þessu „ætla bara að slaka á aðeins í sumar“.

Þar er skarð fyrir skildi og vonandi að hann láti sjá sig í sem flestar keppnir í sumar.

Keppnin verður haldin á Sauðárkrók á laugardaginn og skráningarlistinn er hér.

Ný dagssetning komin á Klausturskeppnina!


Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.
Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Myndband frá Bolaöldu

Þar sem allir eru á bömmer yfir því að Klausturskeppninni skuli hafa verið frestað þá ákvað ég að smella saman smá myndbandi frá fyrstu umferðinni í Enduró sem fór fram í Bolaöldu 14. maí s.l. til þess að reyna að hressa upp á mannskapinn. Motocrossið verður svo á sínum stað á RÚV í sumar í boði Púkans, Snæland videó og Mountain Dew.

Kveðja
Maggi

Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!

Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011

Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.

Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.

Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.

Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

Stjórn VÍK og MSÍ

 

Síða 40 af 92« Fyrsta...20...3839404142...6080...Síðasta »