Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Síðasta endurokeppnin verður í Bolaöldu 8. september

Um leið og við minnum á Styrktarkeppnina  í Álfsnesi um helgina,

Endurokeppni 2006 eða 2007 í Bolaöldu – hver er maðurinn og hvað ár var þetta?

þá er ekki seinna vænna en að fara minna á 7. og 8. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin verður á keppnissvæði VÍK í Bolaöldu þann 8. september nk.

Enduronefnd hefur farið yfir svæðið og er með hugmyndir um að leggja alla nokkra nýja slóða og einnig að nota sparisparislóða sem hafa verið í dvala í nokkur ár.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og við hvetjum alla sem hafa áhuga á skemmtilegri keppni að skrá sig. Við minnum á að í Endurokeppnum þarf ekki tímatökusenda heldur er bólukerfið notað þar. Einnig er vert að minna á að slóðarnir eru í mjög góðu ástandi núna og um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði áður en Vetur Konungur mættir á svæðið.

Kveðja, enduronefnd VÍK

Myndband frá Bolaöldum


Íslandsmótinu í motocrossi lokið

6. og síðasta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fór fram í dag í Bolaöldu. Aldrei þessu vant þurfti ekki að vökva brautina en náttúruöflin sáu alfarið um það. Viktor Guðbergsson kom sá og sigraði en Sölvi Borgar var þó aldrei langt undan. VÍK þakkar öllum keppendum, áhorfendum og öllum sem hjálpuðu til fyrir daginn. Takk fyrir okkur.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson  (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

Lesa áfram Íslandsmótinu í motocrossi lokið

Flaggara vantar fyrir mótið á morgun.

Þar sem keppendur eru fáir þá erum við í vandræðum með flöggun á nokkrum pöllum á morgun.  Hér með er auglýst eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við það. Ekki verður hleypt út í braut nema að flaggarar séu til staðar. Í boði eru miðar í brautina ásamt hádegismat.

Áhugasamir geta sent emil á vik@motocross.is eða haft samband í síma 777 5700

Óli G.

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Fyrir lokaumferðina

Klikkið á mynd fyrir stóra mynd!

Lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer fram á laugardaginn í Bolaöldu. Um 50 keppendur eru skráðir til leiks og aðstæður í Bolaöldu eru hinar bestu.

Nú þegar 5 af 6 bestu keppnum hvers keppanda gilda til stigasöfnunar, hafa einhverjir nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitla. Raunar er það bara í kvennaflokki þar sem ekki er titillinn tryggður. Signý getur tekið fram út Anítu með að sigra annað motoið og ná öðru sæti í hinu! Baráttan um sigur í keppninni á þó eflaust eftir að vera mikil. Hér er staðan í öllum flokkum:

Kvennaflokkur

  1. Aníta Hauksdóttir 215 (getur unnið)
  2. Signý Stefánsdóttir 205 (getur unnið)
  3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir 157

Lesa áfram Fyrir lokaumferðina