Vefmyndavél

Styrkur frá Keppendum Klaustur 2014

Það er komin hefð á það að keppendur sem taka þátt í Klausturskeppninni færi góðu málefni styrk til góðra verka. Í fyrra styrktu keppendur heilsugæsluna á staðnum með góðu fjárframlagi. Í ár var það leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri sem naut þessa styrks. Að sjálfsögðu sjáum við okkur hag því að styrkja leikskólann þar sem að framtíðin liggur í börnunum. Og við viljum sjá framtíð í okkar frábæru keppni á Klaustri.

Hér má sjá Hrafnkel formann VÍK afhenda .... fulltrúa leikskólans ávísun frá keppendum Klaustur 2014.

Hér má sjá Hrafnkel, formann VÍK, afhenda Guðrúnu Sigurðardóttur, fulltrúa leikskólans, ávísun frá keppendum Klaustur 2014.

Frábær keppni að baki á Klaustri

Þvílík snilld í dag, keppni lauk kl. 18 eftir sex tíma keppni í frábærum aðstæðum. Létt demba í startinu bleytti rykið og svo var þurrt fram eftir degi. Rúmlega 270 keppendur í 130 liðum tóku þátt og börðust í hörkureisi í allan dag. Einungis minni háttar óhöpp urðu í keppninni sem var virkilega ánægjulegt. Sigurvegarar dagsins urðu sem hér segir: Lesa meira af Frábær keppni að baki á Klaustri

Keppni hefst kl 12

Spennan fer vaxandi hér á Klaustri. Hér er smá gola og úði sem rykbindur brautina fyrir daginn, við munum kommenta hér inn stöðu efstu manna, bulli og myndum í dag. Við hvetjum líka keppendur og aðra til að kommenta hér í dag. Góða skemmtun

Tæknin er með í för á Klaustri.

Hægt er að sjá beina útsendingu frá tímatökukerfinu HÉR  gott að fylgjast með og látta keppanda vita hvar hann stendur.

GAMAN saman á Klaustri.

Klaustur 2014 MINNISPUNKTAR. Og FJÖR.

Engin gisting er leyfð í pyttinum.

Tjaldstæði fyrir keppendur og aðstoðarmenn er á túninu við hlið pyttsins. Tjalstæðið kostar kr: 1000 kr á mann yfir helgina. Frítt fyrir 14. ára og yngri.

Enginn akstur á hjólum er leyfður í pyttinum fyrr en kemur að keppni. Eftir það er 1. GÍR um svæðið. Einungis merktir starfsmenn hafa leyfi til að keyra um.

Munið eftir að þetta er 6. tíma keppni, nægur tími til að gera góða hluti, þetta vinnst ekki á fyrsta hring.

Skoðun LÝKUR kl 10:30 á laugardag. Eftir það er enginn möguleiki á að vera með.

Gangið vel um svæðið og salernin. Ekki ætlast til að aðrir týni upp ruslið eftir ykkur.

Glæsileg verðlaun sem Smári Kristjánsson er búinn að græja fyrir okkur, bíðið og sjáið 🙂

Verlaunafhending verður kl 20:00. Eftir það mun músikin rúlla eitthvað áfram og jafnvel verða grillaðar pylsur ( ef allt gegngur upp )

Sýnið og sannið að við erum frábært fólk að fá í heimsókn.

Svo er bara að hafa gaman saman, sýna náunga kærleik og tillitssemi.

Stjórnin.

SKOÐUN FYRIR KLAUSTUR 2014

Miðvikudag 21.05.14 verður skoðun og skráning fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði BL að Sævarhöfða.

Skoðunin hefst kl 18:15 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að klára skoðun og skráningu á morgun. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri eru mörg og mannskapur af skornum skammti.

Hafa með sér skráningarnúmer af hjólunum eða tryggingarstaðfestingu. Þáttökutilkynning verður úprentuð og tilbúin til undirritunar

Ef hjólin standast ekki skoðun verður þeim vísað frá, möguleiki er að láta skoða hjólin aftur á Klaustri.

Einnig verður skoðað á eftirfarandi stöðum á landinu:

Selfoss: Axel verður með skoðun á fimmtudagskvöld kl. 20 við Selfossbrautina
(keppendur þurfa að staðfesta komu sína í skoðun í gegnum FB síðu UMFS fyrir kl. 15 á morgun miðvikudag)
Egilsstaðir: Páll verður með skoðun hjá Rafey að Miðási 11 á Egilsstöðum á fimmtudag á milli 18-20 á fimmtudag
Akranes: Jói Pétur verður með skoðun að Akurgerði 20 á fimmtudaginn kl. 20 – keppendur staðfesti komu sína við Jóa fyrir 15 á morgun
Akureyri: Siddi á sér um persónulega skoðun á Akureyri og mætir heim til keppenda á morgun

Ástæðum til að klára ekki skoðun fyrir helgina hefur farið mjög fækkandi með þessu.

Sjáumst með góða skapið og allt á hreinu.

Stjórn VÍK

 

Síða 3 af 3112345...20...Síðasta »