Vefmyndavél

Einar og Gunnar sigruðu á Klaustri

Veðrið var frábært á Klaustri í dag og allt tilbúið í frábæra keppni. Úrhellisrigning nánast alla vikuna náði að setja keppnina aðeins úr skorðum þar sem hluti brautarinnar reyndist ófær þegar á reyndi. Stöðva þurfti keppnina eftir um klukkutíma akstur, stytta brautina um helming og ræsa aftur. Að öðru leyti var keppnin frábær og stærstur hluti keppenda og aðstandanda virtust ánægð með daginn.

Vegna endurræsingarinnar þarf enn smá handavinnu til að koma úrslitum á rétt form og stefnt er á birtingu þeirra í hádeginu á morgun. Hér eru annars 3 fyrstu úr fjórum flokkum:

Overall

  1. Einar S. Sigurðarson og Gunnar Sigurðsson
  2. Jónas Stefánsson og Marcus Olsen
  3. Sölvi Borgar Sveinsson og Viktor Guðbergsson

Lesa meira af Einar og Gunnar sigruðu á Klaustri

Stærsta akstursíþróttakeppni ársins í dag

Langstærsta akstursíþróttakeppni og einn af stærstu íþróttaviðburðum ársins fer fram við Kirkjubæjarklaustur í dag. TransAtlantic Off-Road Challenge er þar haldin í níunda skipti og eru tæplega 500 keppendur skráðir til leiks. Keppendafjöldi var takmarkaður vegna aðstæðna á keppnisstað en eftirspurn eftir þátttöku í keppninni var gríðarleg og fylltist í skráninguna á innanvið sólarhring.

Keppnin liðakeppni og er 6 klukkutíma löng. Keppt er í nokkrum flokkum og af þeim er Tvímenningur er vinsælastur en einnig er hægt að keppa í þrímenning og þeir sem keppa einir í liði keppa um Járnkarlinn. Verðlaun eru einnig veitt fyrir besta kvennaliðið og heldri borgara þar sem samanlagður aldur tveggja keppenda er yfir 90 ár. Afkvæmaflokkurinn er einnig vinsæll en þar keppa bæði feðgar, feðgin, mæðgur og mæðgin. Lesa meira af Stærsta akstursíþróttakeppni ársins í dag

Muna eftir að skrúfa á sig hausinn

Nú þegar stærsta keppni ársins er að ganga í garð er rétt að minna menn á nokkrar augljósar umgengnisreglur. Þessi keppni er sú fyrsta sem VÍK heldur á þessum nýja stað og umgengnin þarf að vera til fyrirmyndar svo hægt verði að halda þarna margar skemmtilegar keppnir í framtíðinni.

  • Allur akstur annarra en keppenda og starfsmanna er bannaður á svæðinu
  • Allur akstur barna og unglinga er bannaður nema í sérstakri braut fyrir þau
  • Börn og unglingar þurfa að koma með hjólin á kerru að brautinni

Svo er líka æskilegt að menn fari varlega í keppninni, þetta er erfið keppni og erfitt er að stjórna mótorhjóli þegar þreytan er farin að segja til sín. Einnig skulu menn passa sig í fyrstu hringjunum á erfiðum blindhæðum, bröttum brekkum og hengjum. Enginn vill fara heim í sjúkrabíl.

Munið að mæta í skoðun, fara eftir reglum og þá verða allir í góðu skapi.

GÓÐA SKEMMTUN

p.s. enginn dansleikur eða ball er í nágrenninu um helgina

Bein útsending á Sport TV

Eins og fram hefur komið hérna á síðunni þá verður bein útsending frá Offroad Challenge keppninni á Klaustri á sunnudaginn á Sport TV í boði Púkanns, Snæland Videó og Frostfisks.

Munið eftir að logga ykkur inn á sporttv.is á sunnudaginn!

KlaustursPunktar – Skoðunartími

Skoðun hjóla verður samkvæmt eftirfarandi:

Laugardagur:  Opið frá kl. 14:00  til   kl. 18:00
Sunnudagur:  Opið frá kl. 9:00  til   kl. 10:30  (síðasti séns fyrir þá sem alls ekki komast á laugardeginum)

Þeir sem taka þátt í unglinga- og kvennakeppninni á laugardeginum, þurfa að koma með hjólin til skoðunar á milli kl. 15:00  og  16.00

KlaustursPunktar – (Hel)Víti

Eins og áður, verða keppendur hnepptir í  ‘Víti‘  fari þeir ekki eftir settum reglum.
Brautargæslumenn verða um alla braut og fylgjast með framgangi mála.  Þeir tilkynna brot og aðra hluti til keppnistjórnar í gegnum talstöðvar.  Keppnisstjórn hneppir svo óþekka keppendur í „Vítis-varðhald“ eins og tilefni er til.
Lesa meira af KlaustursPunktar – (Hel)Víti

Síða 20 af 31« Fyrsta...1819202122...Síðasta »