Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Jólagjafahugmyndir

DVD diskar, tilvaldar jólagjafir fyrir mótorhjólamanninn.

Motocross 2010 inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins ásamt tveimur tónlistarsyrpum frá á árinu.

Offroad Challenge Klaustur samanstendur ef tveimur diskur, annar inniheldur klukkutíma þátt um keppnina og hinn 5 klukkustunda útsendingu sem fram fór á netinu frá keppninni.

.

Diskarnir eru til sölu í Nítró, Púkanum og JHM sport.

Einnig er hægt að panta þá hérna: Motocross 2010 –   Offroad Challenge

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Klaustur DVD

DVD diskur með níundu TransAtlantic Off-road Challange keppninni sem haldin var á Klaustri í vor er komin út. Þetta er vegleg útgáfa sem inniheldur 2 DVD diska, annar inniheldur klukkutíma þátt sem gerður var um keppnina og hinn „beina útsendingu“ sem send var út á netinu á meðan á keppninni stóð (Ath. sá diskur er ekki í fullum sjónvarpsgæðum vegna lengdar efnis). Samtals eru þetta 6 klukkutímar af efni frá fjölmennustu keppni ársins. Hægt er að kaupa diskinn hér á netinu eða panta hann á msveins@simnet.is eða kíkja á Magga í Nítró og greiða með peningum.

Smellið hér til að kaupa myndina (frí heimsending)

Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri

Ný lega brautarinnar

Ábúendur á Ásgarði hafa ekki setið auðum höndum undanfarið. Strax eftir Klausturskeppnina var farið að ræða hvernig mætti þræða framhjá mýrinni ógurlegu. Eyþór og Hörður voru með einfalda lausn – ýta einfaldlega upp braut í gegnum mýrina. Hreint ekki lítið verkefni enda engin smá vegalengd. En það er greinilega allt hægt.

Kíkið á þetta!
Lesa áfram Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri

Klaustursþátturinn endursýndur

Sjónvarpsþátturinn um 9. Klausturskeppnina verður endursýndur í Sjónvarpinu í dag klukkan 12.30…Ekki missa af því

Kveðjur frá Ásgarði

Stjórn VÍK var beðin um að skila góðum kveðjum og þakklæti til keppenda og aðstandenda þeirra, fyrir skemmtilega helgi.
Að sögn fannst landeigendum umgengni hafa verið til fyrirmyndar og því tilhlökkunarefni að halda næstu Klausturskeppni að ári!

Stjórn VÍK vill taka undir þetta.  Þó svo að ýmislegt hafi mátt fara betur í sjálfri keppninni, þá var mjög ánægjulegt að sjá hve vel tókst til við allar aðgerðir á þjónustusvæði, við skráningu og síðast en ekki síst var það ánægjulegt að menn virtu hið nauðsynlega „Dauður Mótor“ nánast án undantekninga.