Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Vetrarhátíð á Mývatni um helgina

Mývetningar halda um helgina stærstu mótorsporthátíð vetrarins eins og vanalega á þessum árstíma. Veislan byrjar í dag og lýkur á sunnudag. Keppt verður í nokkrum greinum á vélsleðum en einnig fara fram tvær síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Íscrossi.

Dagskrá

Föstudagur 16/3

14:00  Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)

16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)

18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)

21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn

  Lesa áfram Vetrarhátíð á Mývatni um helgina

Skráning í Íscrossið á Mývatni

Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross. Skráningarfrestur fyrir báðar umferðirnar sem fara fram á Mývatni 17. og 18. mars er opin til þriðjudagskvölds kl: 21:00 13. mars.

Keppnirnar verða haldnar á sitt hvorum staðnum þannig að það verða lagðar 2 keppnisbrautir og klárt að snillingarnir á Mývatni gera það með “stæl”.

Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

mynd: Kristján Skjóldal
Íscross

Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.
2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi.
Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla.

Dagskráin verður á þessa leið:

Lesa áfram Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Mynd: Kristján Skjóldal
Jón Kr. Jacobsen, Gunnlaugur Karlsson og Jón Ásgeir Þorláksson

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær.  Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Vetrardekkjaflokkur

  1. Kári Jónsson 75 stig
  2. Guðbjartur Magnússon 64 stig
  3. Bjarki Sigurðsson 60 stig

Lesa áfram Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Frábær þátttaka í Íscrossinu á Akureyri

Dagskráin

Alls eru 42 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi sem fer fram á Akureyri á laugardaginn, nánar tiltekið á Leirutjörn. Keppnin er haldin í samvinnu við Vetraríþróttahátíðina Éljagang sem fer fram í bænum og nágrenni um helgina.
Spáð er góðu veðri svo Norðlendingar og ferðamenn hafa enga ástæðu til að missa af þessu.
Smellið á dagskrána fyrir stærri mynd.

1. umferð í Ís-Cross fer fram á Akureyri 11. febrúar

Skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross sem far átti fram í Reykjavík 28. janúar mun gilda fyrir keppnina sem sem fram fer á Akureyri laugardaginn 11. febrúar. Þeir keppendur sem skráðu sig í 1. umferð athugið að sú skráning mun standa og verður opnað fyrir þá skráningu aftur til miðvikudagsins 8. febrúar til kl: 21:00

Þeir keppendur sem þegar hafa skráð sig en geta ekki mætt á Akureyri er bent á að senda póst á kg@ktm.is áður en skráningarfrestur rennur út og mun þá keppnisgjaldið verða fært á aðra keppni. Langtímaveðurspáin lítur vel út og allt útlit fyrir góða keppni á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með aukakeppni í Ís-Cross en gera má ráð fyrir að hún verði sett á í kringum 25. febrúar ef aðstæður leyfa.