Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Ísinn er kominn

Eins og flestir á suðvestur horni landsins vita þá er búið að vera frost undanfarna daga.  Hjörtur Líklegur sendi vefnum neðangreinda tilkynningu í morgunn.

Fór í ískönnunarleiðangur í morgun og var ísinn á Leirtjörn 9 cm, en ekki nema 4-5 cm á Hvaleyrarvatni. 9 cm ís ætti að vera nóg til að vera á hjóli á ísnum, en ekki nógu sterkur fyrir bíla. Líklegur

Samkeppni á ísnum

Hingað til hafa einungis motocross / enduro hjól verið á ísnum.  Almennt séð 40-55 hestöfl.  Við íslendingar lifum við tryggingaofbeldi þar sem tryggingafélögin krefjast tæplega 600þúsund króna í iðgjald á ári.  Baráttan um afslátt er hörð og þeir sem hingað til hafa verið fastir á götunni eru fljótir að skila inn númerunum eftir sumarið.  Hafi þeir á annað borð komið hjólinu á númer. Götuhjólið safnar síðan ryki mestan hluta ársins.  Við enduro og motocross menn leggjumst aldrei í dvala.  Eigendur götuhjólana þurfa nú að hrista af sér slenið og skrúfa sín 80+ hestöfl ofan í ísinn.

Kaldidalur – skýrsla

Vefnum var að berast stutt skýrsla frá Petri Gunnarssyni.

Ég fór Kaldadalinn í gær og var færið fínt fyrir ískross-dekk.  Frostföl á syðri helming og smá snjór á nyðri helming.  Ég hélt mig mikið til í hjólförum jeppa-manna á veginum, sem var „challenge“ út af fyrir sig að reyna að fylgja öllum hlykkjunum.  Ég athugaði líka tjarnir á Uxahryggjum (við Lundareykjadals-afleggjara) og þar vantar bara herslumuninn að ís verði vel hjól-heldur. Svo líklega ætti frost í vikunni að redda málinu.  Kveðja, Pétur.

Rangt nafn

Eftirfarandi skilaboð bárust vefnum í gær vegna Leirvogsvatns.  Vatnið sjálft er ekki nægilega frosið en eftirfarandi tilkynning barst.

Tjörnin sem við vorum að hjóla á í gær heitir Stóralandstjörn og er 32 km frá Ártúnsbrekku. Ágætis tjörn sem er á hægri hönd rétt við veginn eftir að komið er á háheiðina á leið á Þingvöll (rétt eftir að farið hefur verið fram hjá afleggjaranum sem liggur niður í Kjós.). Þarna er um 20 cm ís á vatninu og er það alveg að verða botnfrosið. Hjörtur.

Ís á Leirvogsvatni

Vefurinn óskar öllum gleðilegs árs.  Í gær voru menn að hjóla á Leirvogsvatni sem liggur undir Skálafelli.  Skv. heimildum þá er vatnið nákvæmlega 32km frá Ártúnsbrekku þannig að menn geta notað það sem viðmiðun við að finna þetta vatn.

Áramótafundur AíH

Áramótafundur AÍH verður frá kl. 12 til 15 á gamlársdag. Verður fundurinn haldinn í skála Hafnarfjarðabæjar við Hvaleyrarvatn. Heitt kaffi verður á könnunni en mælst er til þess að menn komi með sitt eigið öl. Þeir sem hefja daginn snemma á hjólatúr munu geta lagt hjólunum beint fyrir utan skálann.