Greinasafn fyrir flokkinn: Heyrst hefur að ….

Slúður. Engin ábyrgð.

desember 2001

28.12.01 …að Þórir Kristinsson vill bara undirstrika að talan 13 stendur fyrir ó-happ… sjá mynd.
26.12.01 …að liðstjórinn í Suzuki team sé kominn á sex mánaða Herba life kúr og stefni á að verða undir 50 kílóum í sumar, hann blási á allt four stroke lið og mæti sjálfur með 2-4 hjól, allt 2 stroke, allir liðsmenn verði merktir gulu hættunni. (hvað sem það nú á að þýða) Beggi, Ismael, og hvað hann nú heitir séu farnir að æfa dans til að vera mjjjjúkir. Þór sé búinn að kaupa hjól handa frúnni.
…að búið er að redda liðinu inni í reiðhöllinni. Keppnisharkan sé orðin svo mikil að allt kynlíf sé útúr myndinni fram á næsta haust hjá öllum liðsmönnum Suzuki (gæti reynst erfitt) Útlenski flugkappinn sé með fullt af trixum fyrir Team Suzuki.
…að Team JHM ætli að valta yfir önnur lið í sumar, búið sé að kaupa tjald, bíl, þjálfara, keppnismenn og sitthvað fleira, Jón hleypur og lyftir á hverjum degi.
14.12.01 …að Yamaha liðið ætlar sér mikið næsta sumar. Liðsstjórinn Haukur æfir 5 sinnum í viku í ræktinni.  Spilar Badminton eins og geðsjúklingur.  Tvö ný hjól komu í skúrin hjá honum í vikunni.  Bjarni Bond (bærings) fjármálaráðherra Yamaha liðsins er búin að safna svo miklum sponsum fyrir næsta sumar, að liðið tekur sér 12 vikna sumarfrí til að stunda æfingar.  Gulli Sonax er farin að fljúga 757unni miklu hraðar heldur hann gerði áður en hann komst í liðið.  Gunni Bikarmeistari búin að selja (krissa) hjólið og er að bíða eftir nýju eða nýrra hjóli. Haukur er farin að naga neglurnar og jafnvel að spá í að reka Gunna úr liðinu þar sem hann er óttast að Gunni taki fram úr sér í endúróinu á næsta ári. Vááááá´þvílík pressa.
14.12.01 …að í A liði Honda eru tveir jólasveinar sem halda alltaf upp á árið 1979.  Þorvarður Björgúlfsson hampaði þá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Motocrossi og nýr hjólamaður fæddist.  Mikael B. David, illa ljótur og grenjandi að venju.  Í kjölfarið fylgdi síðan langt bleyjutímabil og síendurteknar heimsóknir á slysavarðstofuna sem ekki sér fyrir endann á.
13.12.01 …að menn leggja ýmislegt á sig til skreytinga á nýju búðunum fyrir jólin.
…að Steini Tótu mætti til vinnu með annað augað í fatla, eftir Bog Wash, og lífgaði mikið uppá nýju verslununa. Hafnfyrðingur sem kom að versla bætti nýju máltæki í flóruna:
… að „An eye for a tree, leaves most men behind“ ( Verulega djúpur, af Hafnfirðingi að vera )
10.12.01 …að frægur útlendingur muni keppa í crossinu 2002.
…að hann sé búinn að skrifa undir samning við íslenskt keppnislið.
…að þetta keppnislið sé nýtt og það aki Suzuki hjólum.
…að þetta lið muni koma sterkt inn.
…að hinn helmingurinn af liðinu séu nýliðar í keppni en þó með mikla akstursreynslu.
…að Suzuki, Yamaha, Honda, Kawasaki, Husaberg, KTM og hugsanlega framleiðendur fleiri verði með keppnislið 2002.
…að þetta getur bara orðið spennandi.
10.12.01 …að íslandsmeistarinn í B-flokki Sævar „Langston“ sé kominn á fyrsta KTM SX125 á landinu og ætli sér stóra hluti í A-flokki næsta sumar .
…að Emil Kristjáns 103 sé á leiðinni í RÆKTINA!! og leggi dag við nótt upp í Skipatækni við að hanna perustefni á KTMið sitt.
10.12.01 …að dýrara og lengra sé til Eyja en frá Eyjum.
…að það verði bara eyjamenn í topp tíu í crossinu næsta sumar.
…að Árni Johnsen verði keppnisstjóri eyjamanna næsta sumar, og munu eyjamenn kappkosta að sanna sakleysi hans á brautinni.
…að Ómar sé ekki krabbi, hann er lindýr (og sé að gefast upp á kawanum).
…að Einar Sig. sé búinn að leigja sér íbuð í eyjum fram á vor og stefni leynt og ljóst að því að komast í lið eyjamanna
03.12.01 …að byrjunin á snjómokstri hafi ekki verið góður.
…að Einar og Gulli séu farnir heim í þurr föt.
…að björgunarleiðangur í kafaragöllum sé framundan.
03.12.01 …að Einar hafi hjólað yfir sig fyrsta daginn á ísnum og lagst í rúmið með hita.
…að Árna 200 hafi þótt það „O“Some og fengið hita líka.
…að sumir sem drukku bjór hjá Einari á föstudagskvöld hafi mist af gríðarlegu geimi hjá VH&S á laugardagskvöld
…að Gulli 757 eigi GÓÐA vini
…að GÓÐI vinurinn hafi lánað 6X6 hjól til vísindastarfaá svellinu
…að sést hafi til Gulla, Einars og Kalla í Málmtækni við smíðar á snjótönn
…að Gulli og Einar hafi haldið smíðunum áfram án Kalla þar sem þeir hafa svo skilningsríka vinnuveitendur
…að í sömu herbúðum sé verið að skoða ljósabúnaðarsmíði fyrir ísinn

nóvember 2001

30.11.01 …Að Bjöggi 200 sökk í dag uppá Hvaleyrarvatni og sást aðeins í stýrið hann er enn að reyna ná lífi í litla manninn

17.11.01 …að Aron Reynisson hefur látið sérhanna grafík fyrir hið nýja Honda lið sitt.  Sjá hjálmana.

12.11.01 (08.11.01)…að Einari „Púka“ langi ekkert sérstaklega að taka flug til Eyja með Jórvík í framtíðinni.

…að þetta sé niðurstaðan eftir síðustu ferð en hún endaði áður en farið var í loftið þegar Fríman flugkappi sjússaði mótorinn svo rosalega fyrir gangsetningu að hann sprakk.

…að Einar og Árni hafi ekki verið minna hræddir í bílnum með Helga Val í glerhálku á leið á Bakka flugvöll.

…að flugið hafi verið rússibannna reið og Árni hafi stangað loftið í vélinni.

…að Einar éti bara KTM nammi (Gulrætur) þessa dagana til að koma sér í form fyrir næsta ár.

…að veðmál sé á milli Einars og Árna um vigtina

…að spurst hafi til Árni annsi oft í kringum KFC í Hafnarfirði

…að hann haldi að kjúklingur sé megrandi

…að mikil gerjun sé í gangi með uppsetningu liða KTM fyrir næsta ár.

…að liðin verði fleiri en eitt

…að liðin verði 100% Genuine KTM

…að elsti liðsmaðurinn gæti verið afi þess yngsta

…að margir verði hissa !!!!

…að líkur séu fyrir X-Track keppni á Íslandi í komandi framtíð a´la Kinigadner

…að von sé á frænda „Tom Webbs“ með vorinu

…að þessi búi þó í austri en ekki vestri

…að KG minni á að Hvaleyrarvatn geti bitið frá sér

…að menn ætli að taka á því snemma á þjóðhátíðardegi VÍK 10.11

…að gamanið byrji í Sandvík kl: 12 á hádegi

05.11.01 …að árshátíð VÍK sé eftir 6 daga…
…að sumir séu enn þá efins um að Fredrik Hedman sé á leiðina á árshátíðina…

…að aðrir haldi að þetta sé eitthvað Tom Webb grín…

…að þetta sé ekkert gabb og þeir sem ætla að klikka á þessu eiga eftir að sjá eftir því alla ævi…

…að þessir vantrúuðu getir kíkt á heimasíðu Fredriks á: sjá síðu.

…að miðasölu ljúki á miðvikudaginn, þannig að það sé eins gott að fara að tryggja sér miða NÚNA, því það hefur aldrei verið auðveldara að kaupa sér miða…

…að sumir séu búnir að kjósa sjálfan sig kynþokkafyllsta keppandann nokkur hundruð sinnum…

…að ekki sé hægt að kjósa nema einu sinnu úr hverri tölvu…

02.11.01…að sumum finnist ekki við hæfi að líkja saman fagmannlegu áhættuatriði og síðan aulalegu fyllerísrugli hjá einhverjum ofurdrukknum mótorhjólamanni.

…að allt stefni í að Suzuki verði með topp team næsta sumar.

…að mikklar líkur séu á að Team Yamaha verði með einn útlending í sínu liði næsta sumar.

30.10.01. …að búast megi við ótrúlegum áhættuatriðum á árshátíðinni sem
aldrei hafi verið framkvæmd hér á landi áður…

…að undirbúningur fyrir árshátíðina sé vel á veg komin og allt stefni í
glæsilegustu árshátíð til þessa…

…að maturinn verði á heimsmælikvarða…

…að Stimpilhringirnir stefni á að gefa út plötu fyrir jólin…

…að annað Honda liðið sé skipað Hákoni, Þorra, Magga og Hanna…

…að hitt liðið innihaldi, Mikka, Reyni, Steingrím og Varða…

21.10.01 …að Aron Reynison verði liðstjóri A liðs Honda og Þorgrímur Leifsson pittstjóri.

21.10.01 …að það verði keppt um íslandsmeistaratitil í íscrossi veturinn 2002.

…að „silly season“ sé ekki bara skollið á í USA og Evrópu heldur líka á Íslandi.

…að „bísness er bara bísness“.

…að Yamaha sé búið að missa Hanna yfir til Team Honda.

…að Kawasaki sé búið að missa Mikka yfir til Team Honda.

21.10.01 …að Kalli Gunnlaugs keppi með Kawasaki liðinu á næsta ári.  Jón Magg og Steini Tótu verði í Yamaha liðinu hjá Yamaha Hauki. Og haldið ykkur nú fast því Viggó ætlar að keppa á al-Íslensku hjóli sem Einar Sig. og Jón Guð hönnuðu og smíðuðu. En hjólið á að heita Kjarkur.

21.10.01 …að Steini Tótu sé farinn að læsa niður nærbuxur, sokka, konur og börn. Það er aldrei að vita nema Reynir þurfi að nota það líka.

19.10.01 …að mikið helvítí geta lömb orðið gömul, og samt seld sem “ Lambakjöt“

Október 2001

30.10.01. …að búast megi við ótrúlegum áhættuatriðum á árshátíðinni sem
aldrei hafi verið framkvæmd hér á landi áður…
…að undirbúningur fyrir árshátíðina sé vel á veg komin og allt stefni í
glæsilegustu árshátíð til þessa…
…að maturinn verði á heimsmælikvarða…
…að Stimpilhringirnir stefni á að gefa út plötu fyrir jólin…
…að annað Honda liðið sé skipað Hákoni, Þorra, Magga og Hanna…
…að hitt liðið innihaldi, Mikka, Reyni, Steingrím og Varða…
21.10.01 …að Aron Reynison verði liðstjóri A liðs Honda og Þorgrímur Leifsson pittstjóri.
21.10.01 …að það verði keppt um íslandsmeistaratitil í íscrossi veturinn 2002.
…að „silly season“ sé ekki bara skollið á í USA og Evrópu heldur líka á Íslandi.
…að „bísness er bara bísness“.
…að Yamaha sé búið að missa Hanna yfir til Team Honda.
…að Kawasaki sé búið að missa Mikka yfir til Team Honda.
21.10.01 …að Kalli Gunnlaugs keppi með Kawasaki liðinu á næsta ári. Jón Magg og Steini Tótu verði í Yamaha liðinu hjá Yamaha Hauki. Og haldið ykkur nú fast því Viggó ætlar að keppa á al-Íslensku hjóli sem Einar Sig. og Jón Guð hönnuðu og smíðuðu. En hjólið á að heita Kjarkur.
21.10.01 …að Steini Tótu sé farinn að læsa niður nærbuxur, sokka, konur og börn. Það er aldrei að vita nema Reynir þurfi að nota það líka.
19.10.01 …að mikið helvítí geta lömb orðið gömul, og samt seld sem “ Lambakjöt“
18.10.01…að Yamaha Haukur verði áfram á Yamhahaha eftir að hafa verið mjög heitur í að skipta yfir á Hondu.
…að Reynir er svo spenntur fyrir nýja Honda CRF 450R dísilnum að hann er jafnvel að spá í að kaupa hann á fullum prís og keppa utan liðs á honum ef hann fær ekki tilboð um að verða með í liðinu.
…að Honda liðin tvö séu kokteill af lambakjöti og gömlu Hólsfjallahangiketi.
…að Helgi Valur sé hvorki lamba né Hólsfjallahangiket.
…að Team Honda trukkurinn verði awsome….
…að öll hin liðin séu í áfallahjálp hjá Rauðakrossinum.
17.10.01 …að Helgi Valur, Steingrímur, Reynir Jóns, Varði og síðan einhverjir huldumenn eiga pöntuð hjól hjá Honda umboðinu.
14.10.01 …að heyrst hafi af keppnisliði Hondu oft áður, en aldrei sést til þess (eftir 1980)
…að menn ætli að Varði sé aftur komin til liðs við Honda?
13.10.01 …að ökumenn Honda liðsins verði nokkrir af bestu ökumönnum landsins.
…að sumir verði sárir við það að missa menn úr liði sínu: en bísness er bara bísness.
…að helmingurinn aki dísil og hinn helmingurinn two-stroke.
12.10.01 …að Honda umboðið ætli að útvega 8 stk. glæný hjól handa tveimur Honda liðum fyrir næsta ár. Keppt verður bæði í motocross og enduro.
11.10.01 …að Viggó fékk væga drullu þegar hann sá brattann á brekkunum í Austurríki og óskað þess heitt að vera í keppni á Íslandi. Þar væri a.m.k. klósett.
11.10.01…að Einar og Kalli hafi flugið 757unni til Frankfurt…
…að kóarinn Gulli #757 hafi verið ánægður með Bakkabræður…
…að Viggó og Jóni þyki Baylish gott á klaka…
…að Benz Vito komist í 171,5 km hámarkshraða…
…að veðmál hafi verið í gangi um hámarkshraðann…
…að Jón hafi sagt 155, Helgi Valur 165, Kalli 178, Einar 180 og Viggó 190…
…að Mattighofen sé stór borg þótt lítil sé…
…að markaðsdeild KTM eigi eins mörg hjól og til eru á Íslandi til að lána…
…að brekkurnar í Saalback éru mjjjjjjööööööög brattar…
…að S-12 sé svarið…
…að 300 af stað í einu er = Big Problem…
…að gaurinn sem lagði brautina sé Trail master…
…að „Kini“ eigi besta 520 sem Einar og Viggó hafi prófað…
…að mekkinn hans „Kini“ hafi litið á Einar eins og hálfvita þegar hann bað um hjólið…
…að málið bjargaðist þegar sendisveinn „Kini“ kom með fréttirnar ofan úr fjalli að KTM Island fengi hjólið…
…að Íslendingar séu lélegar fyllibittur…
…að það sé niðurstaðan eftir loka partýið sem fram fór um kvöldið…
…að Austurríkismenn séu verri en við…
…að Red Bull og Vodka sé vinsælt í stórum fötum…
…að sumir hafi þó fengið hausverk á sunnudag…
…að ekki sé hægt að senda reykmerki á Vito…
…að margar tilraunir hafi verið gerðar…
…að Kalli hafi verið svo niðurbrotinn af drykkju heimamanna …að hann hafi aðeins drukkið eplasafa í vélinni heim…
…að „Svartholið“ sé í skógum fjallshlíða Saalback…
…að „Svarthol“ finnis einnig á Íslandi…
…að ekki þurfi að leita af þeim sérstaklega…
…að Jón sé að undirbúa Íslansk- Þýska- Austuríska nýirðabók…
…að hún sé væntanleg um jólin…
09.10.01 …að Hafnfirskir ofsatrúarmenn hafi lýst yfir stríði við landsbyggðina á Íslandi.
…að ráðast skuli á menningu Íslands með Hafnarfjarðarbröndurum.
… að fyrsta árásin var gerð á Hellu um helgina.
…að frekar en saklausa borgara voru torfæruhjólamenn valdir til tilrauna.
…að árásin heppnaðist fullkomlega.
…að Hjólamenn engjast enn af afleiðingum stríðsins.
…að þetta er ekkert smá Djók. Þetta er HAFNARFJARÐAR BRANDARI.
…að einhverjir verða sárir við lesturinn,en: Brandarar eru ekkert grín!
…að þeir eru bara skemmtilegir.
29.09.01 …að Mikki sé orðinn helillur. Sá hvaða verðlaun eru í boði og nú verður allt staðið gjörsamlega í botni. Bikarinn skal verða hans.
26.09.01 …að Denni bróðir ætli að fara þetta allt á Hellu í 5 fiiiiiiiiiimmmmmta í botni. Og þetta verði leikur einn, eiginlega bara forleikur.
26.09.01 …að Vestmannaeyingar hafi stofnað lið Team Árni Johnsen og muni hann sponsera teamið með vörum úr Húsasmiðjunni og Byko og auðvitað frítt í Þjóðleikshúsið. En þeir fiska bara sem róa segja þeir og ætla uppá land og leggjast í víking á Hellu. Sá hlær best sem síðast hlær. haaaaaaaaaa
26.09.01 …að menn búist við miklu af Pizza 67 team (B) Selfoss, þar sem þetta sé nálægt þeirra heimabyggð. Þeir ætli að afsanna að þeir séu cross kúkar og stefni víst að því að vinna mýrina.
26.09.01 …að Steini Tótu ætli að bíta í skjaldarendur og brjótast undan Steinun Tótu nafninu eftir stökkpallin á Selfossi.
26.09.01 ..að Árni Beitukóngur ætli að halda upp heiðri KTM liðsins þar sem þeir ætli að flýja land. Einnig búast menn við miklu af Gumma Sig.
26.09.01 …að Team Green (Kawasaki forkar) ætli sér mikin á Hellu. Raggi er farin að hita Argnold, Reynir ætlar að láta 470 bergin fljóta ofan á mýrinni. Mikki telur sig örruggan með tilþrifaverðlaunin.
26.09.01 …að Hjörtur „Líklegur“ ætli að keppa í brekkuklifri og mýrarspyrnu. Hann er styrktur af starfsmannafélagi sýnu og fær flutningabíl til afnota ásamt hjóli forstjórans og öðru til. Verður því með um 8 manns í service og 2 aukahjól. Hann er búinn að kenna mönnum hvernig halda á keppni og ætlar núna að kenna hinum aulunum hvernig á að keppa.
09.09.01 …að Steini Tótu sé orðin kerling í bókstaflegri merkingu. En hann gekk undir kynskipti aðgerð á einum pallinum á Selfossi er hann stökk svaðalega og spregndi á sér eistun. Nú heitir hún Steina Tóta.
08.09.01…að Helgi Valur hafi verið full pinnaglaður á heimleið frá Grindarvíkurbrautinni og löggimann hafi nappað kauða.
…að brautin á Selfossi sé ekki alslæm.
að Yamaha haukurinn og (Yamaha) Gunni hafi báðir krassað þegar nýir pallar voru prufukeyrðir
…að Mikki skjálfi af spenningi, því það sé kominn draumapallur fyrir hann. Pallur beint upp í loft
…að ekki sé talað um annað en að nú verði að gera eitthvað rótækt í brautarmálum
að nú verði hægt að nota tvær flottar brautir með eða án leyfa. (Grindavík og Selfoss)
06.09.01 … að Jói Rækja sé ennþá vitleysingur, eftir að hafa umturnast úr fávita. (sjá nánar frá 28.08.01).
06.09.01 .. að brautin á Selfossi sé blanda af enduro og crossbraut, það er nokkuð um drullupytti og mýrasvæði.
06.09.01 …að lið Pizza 67 verður á heimavelli og ætla að hirða fyrstu 4. sætin í B flokki.
30.08.01 …að Davy Coombs hefur tilkynnt að greinin um Ísland verði í Desember hefti Racer X.
29.08.01 …að það er staðfest að UPS, TNT, FedEx, DHL og Pizzusendlar heimsins hafa ekkert með hraða í hraðsendingum að gera. Heiddi er HRAÐ-sendingin. NMT í döpru sambandi á sandhóli við Vatnajökul kl. 17,30 á föstudegi skilaði Heiðari með 29kr. gúmmíhring í kúpl.dælu á Husaberg kl. 23,30 frá Akureyri um kvöldið. Hann var ljóslaus á Crossara, á haustkvöldi, krassaði big time á dimmu grjóti og komst ekki í vasann sjálfur til að afhenda sendinguna þegar hann kom. Heiðar er alvöru enduromaður.

Júlí 2001

30.07.01 …að Fjórðungs-sjúkrahúsið á Akureyri verði sennilega næsti “ Big Sponsor“ MX á Akureyri. Það var plenty business alla vikuna meðan menn voru við æfingar í nýju brautinni.

…að vestmannaeyingar eru vinsælir á spítalanum.  Akureyskar hjúkkur hitta þá daglega án þess að fara úr vinnunni!

…að norðlenska „Slysó“ eru hrifnir af MX. Loksins einhver alvöru business!

…að einhver spurði: Er skráningin hér fyrir Crossið? Þetta var á Akureyrar Slysó, þar sem sex manns voru í viðgerð.

…að crossarar framtíðarinnar verði: VestmannEyringar.

…að keppnin um vinsældir á „Slýsó“ sé harðari en í brautinni.

…að „blåklæder“ Gaflarar eigi séns í titilinn.

…að bläklæder vinnuföt og hjúkkur eiga vel saman.  Þegar hjúkkan kemur, fara menn úr!

…að brautin -v/s Yamaha Haukur 1-0.

…að brautin -v/s Arnór Y-Hauksson 0-1.

…að Varði vann keppnina um allt sem skipti máli. ( Annað en verðlaunasætin ). Flaug inn um morguninn, setti hjólið í gang eftir Ólafsvík, ákvað að þetta væri ekkert mál, endaði sjötti í keppninni, fékk að éta, spilaði á partý gítar fram á morgun og flaug heim! Hvað eru allir hinir að æfa!?!

…að Viggó sannaði kenninguna um týnda hlekkinn. Það eru til apar án viðbeina. Höfuðbeinið er gert sérstaklega þykkt og kemur í stað annarra beina.

…að Argnold mætti í sína fyrstu keppni og vann.  Raggi fékk að sitja á!

…að samband Ragga & Argnolds er komið á það stig að venjuleg áfallahjálp er orðin “ Djók“

…að margir, þ.á.m. Frú Raggi.is. eigi erfitt með að skilja samband þeirra.

27.07.01 …að pallaranir á Akureyri séu að hræða stóru strákana. Kannski þetta verði slysacrossið í ár.

24.07.01 …að V Í K hafi samið við Skjá einn um allt hjóla-sjónvarpsefni til næstu þriggja ára og að V Í K fái ekkert í sinn hlut, en á sama tíma hafi aðrir og ekki síður betur búnir til verksins boðið ágætis summu (500.000) fyrir sjónvarpsréttinn en verið vísað frá.  Hvers vegna ??????????????

…að fjör sé að færast í brautarmál á Kjalarnesinu. Traktorsgrafa mætt á svæðið og byrjað sé að vinna við fyrsta pallinn.

…að þeir fáu sunnan menn sem hafi skoðað brautina fyrir norðan séu hálf lofthræddir.

24.07.01 …að brautin fyrir norðan sé ekki slæm.

…að menn fari hærra í loftið en áður þekkist.

…að brautin sé svo vel falin í fjallinu að ekki sé mögulegt að finna hanna nema með hjálp GPS eða annara svipaðra leiðsögutækja.

…að norðanmenn ætli að vinna þessa keppni með stæl, og hafi gefið í skin að aðrir ættu litla möguleika á sigri á þeirra heimavelli.

24.07.01 …að einungis 10 efstu keppendurnir í A flokki geti keyrt cross brautina á Akureyri. Stökkpallarnir eru svo svakalegir, brattir og allt uppí 20m á milli tvöföldu pallana. Væntanlega verður engin B-flokkur þar sem keppendur í þeim flokki geti einfaldlega ekki keyrt þess braut. Drengir þetta er að verða all svakalegt.

18.07.01 …að þó nokkuð mikið af verðlistum hafa verið sendir um allt land og margir hörðustu „FÍLA ALLT ANNAÐ EN KTM HJÓL“.  Menn séu í einhverjum hugleiðingum því þeir komast ekki í ktm túrinn!

17.07.01… að nokkuð margir hafi verið í Eyjum um helgina.  Nokkrir reyndu að fara upp eldjjallið og nokkrum tókst það en ekki Hauk þannig að hann áhvað að reyna aftur næsta morgun, ekki tókst betur en svo að eftir margar tilraunir kom lögginn tók hann og færði á brautina ,þannig að Haukur er kominn með fyrsta nálgunarbann á eldfjallið.

15.07.01 …að Raggi æfi stíft enduro þessa dagana. Það er gert svona: Keyra af stað, sprengja dekk, gera við. Keyra af stað sprengja dekk, gera við. Karlinn þykir orðið nokkuð sleipur í þessu.

15.07.01 …að greinilegt er að sumir sem ekki eiga KTM langi í KTM túrinn

13.07.01 …að í KTM ferðina er einungis boðið KTM hjólum.  Nú er bara að bíða og sjá hvort Gunnar í Krossinum fái ekki samkeppni fráKristilegaTillitslausaMúgnum.  Engin þörf á sérstakri tíund á þeim bæ.  Hún er nú þegar innheimt.

13.07.01 …að Viggó hafi farið á hausinn og brotið viðbein, ekki gott mál. „Og þó“ Viggó er búinn að finna nýtt lyf frá USA sem á að flýta fyrir bata, og talað er um að ekki þurfi að bíða nema í ca 10 daga þar til beinin eru gróinn saman. Lyfið sem er nýkomið á markað í USA og heitir ( Bone-expresso) hefur reynst það vel að allir helstu íþróttamenn eru komnir með brúsa af efninu.

…að Reynir hafi ekki lengur gaman af því að skreppa upp í Lyklafell til að hjóla, því það sé engin sem geti veitt honum svo mikið sem smá keppni.

…að Yamaha Haukur sé að spá í að fá sér hlaupahjól eftir að Reynir tók hann í nefið í Lyklafellsbrautinni um daginn.

10.07.01 …að B-Racing hafi farið í einhverja svaðalega leyni enduró ferð í átt að á ónefndum jökli. Denni og Jón Bræður ílegndust og neita að fara heim.

10.07.01 …að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró og kross menn í 200 km metra ferð og aðeins 1 hafi klárað ferðina með þeim en það var hinn 12 ára Arnór Hauksson.  Hinir flúðu grátandi eða með biluð hjól með skottið á milli lappanna.

02.07.01 …að ef einhver þarf að vita hvernig halda á Cross keppnir, þá er uppskiftin svona: Talið við MotoCross klúbb Ólafsvíkur og biðjið þá að halda viðkomandi keppni í samstarfi við VÍK.

…að MX Púkar landsins hafi aldrei fengið annað eins „Kikk“ og fékkst í Ólafsvík. Mini-Púkarnir fengu sér keppnisbraut og verðlaun. Race-Púkarnir fengu innsýn í framtíðina. Búið að laga brautina sem var með starti, endamarki og bannerum eftir stóru strákana, 30+5sek spjald og start eins og stóru strákarnir með teygju og alles. Tvö Móto með skelfingu foreldra og geeeeðveikri hamingju.

…að verðlauna afhending með kampa-gosi eftir race var toppurinn á helginni.

…að Race púkarnir voru að keyra brautina á 1,30min. Foreldrar: Tíminn nálgast!

…að Ólafsvík Rúlar Feitt í MXi

Heyrst hefur Júní 2001

29.06.01 að vegna „heyrst hefur“ hjá motocross.is varðandi þáttöku ofur-S-ölva á TM hjóli í bikarmótinu um komandi helgi, skal bent á að Jón Magg keyrði í mótinu í fyrra á 250 TM-innu sínu.  Er þetta því ekki í fyrsta sinn sem TM tekur þátt í motocrossi á Íslandi.

27.06.01 …að enduro keppnir muni líklega lifa eitthvað áfram.  Ekki hafi fundist líklegur jafningi og eftir smá þóf hefur Hjörtur samþykkt að loka í það minnsta þessu ári.

27.06.01 …að S-Ölvi enduró ofurkappi ætli að keppa í fyrsta skipti í motocrossi.   Einnig mun þetta vera í fysta skipti sem keppt verður á TM í motocrossi.  Hann keppir til sigurs í B-flokki.

…að þau 300 spólför sem eru í Ólafsvíkur- brautinni séu eftir Yamaha Hauk, Gunna bikarmeistara og Arnór framtíðar íslandsmeistara.  Þeir voru frá föstudegi til þriðjudags í brautinni og eiga eftir að standa sig ofurvel að venju í keppninni.

25.06.01 …að hluti KTM gengisins ætli norður í vikunni í æfingabúðir til Finns Bónda.

…að bóndinn sé með hópefli námskeið fyrir KTMinga í fiskveiðum og stöngin heiti Dínamit…..

…að viðbeinið í KG sé að lagast og 520 verði lagaður fyrir ferðina.

…að menn bíði spenntir að sjá hvað brotni næst.

…að KG hafi verið á ferð í Breska heimsveldinu í síðustu viku og Steve eyðurmerkur keyrari hafi verið með óvænta uppákomu, surprise.

…að surprise hafi verið Super-Moto keppni á Three Sisters brautinni við Manchester á þriðjudegi, KG var skráður og tilbúinn var komplett galli, framundan var 2 tíma endurance keppni með 4 í liði. 16 hjól og einhverjir minni spámenn eins og Carl Fogarty Superbike champion og David Jeffrais TT lap record holder voru meðal keppanda.

…að Si M TBM ritstjóri sé betri grillari en hjólari.

25.06.01 …að Jónsmessuferð enduro.is hafi ekki verið „Rammevrópsk“ eins og til stóð. JHM mætti á Japana og eyðilagði heildarmyndina. 5 Bergar, 2 KTMar og einmanna DR keyrðu um ókunn lönd Mýra og Hnappadals sýslu, móti sólar upprásinni.

…að Torfi hafi viljað velta sér nakinn í dögginni á Jónsmessunótt. Í leynilegri atkvæðagreiðslu enduro.is ferðalanga hafi það verið samþykkt, ef hann gerði það í fötunum. Það væri of langt eftir af ferðinni og menn treystu sér ekki til að berjast við ógleði fram á morgun.

…að Jónmessuferð enduro.is hófst við Munaðarnes í Borgarfirði á miðnætti og komu menn í bílana aftur kl. 7,30 daginn eftir. Enginn viðurkenndi minnstu þreytumerki.

24.06.01 …að nafn sé komið á nýja hjólið hans Ragga Heimsmeistara.  Hjólið heitir KX500-A.S. Borið fram“ Arnold “ á Austurísku, með verulegri gorm-mælgi.
Undirtegund: World Class.
Weight: 99kg
Hp. 68
Torcue: Massive.
Wheel RR: Spinning
Wheel FR: Rising
Price: Ridiculous
Manuf: VH&S

21.06.01 …að enduro.is hefði hæglega geta unnið síðustu keppni.  Var meira að segja haldin sérstök verðlaunaafhendinga – æfing fyrir liðsmenn og keyptir nýir gallar í  tilefni þess.  Tralli fann hinsvegar ekki „any key“ á lyklaborði tímatöku – búnaðarins en hann hafði verið forritaður sérstaklega að þörfum enduro.is.

…að enduro.is voru lang flottastir enda hópuðust allar stelpurnar til þeirra.  Ekki komust þær allar að þar sem ekki var hleypt fleiri stelpum inn í trukkinn eftir að Anetta hafði bakkað inn.  Þóra, Denna, Ragga, Munda og fleiri dömur fengu ekki aðgang.

21.06.01 …að Mikki og Raggi hafi fengið „enduro ælupest“ eftir keppnina við Húsmúlarétt, og að þeir hafi legið í rúminu allt kvöldið.

18.06.01 …að liðstjóri KTM hafi verið búinn að panta kynskiptiaðgerð handa þeim sem myndi tapa fyrir Annette.

…að það sé spurning hvort Denni fái tímann í staðinn.

18.06.01 …að Bjarnasynir utan Jón keyrðu verr en kelling

…að Þór, Denni, Raggi, Gummi og fleiri vildu einfaldlega taka hana aftanfrá.

…að eini aðilinn sem slasaðist var ljósmyndari MBL en hann fékk grjót í augað.

…að allir ungu keppendurnir ættu að skammast sín.  Eingöngu gömlu mennirnir tóku til eftir keppnina.

…að vegna þess hversu margir forða sér á harðahlaupum og nenna ekki að hjálpa til, hvort heldur að leggja braut eða ganga frá er Hjörtur líklega hættur og spurning hvort fleiri endúró keppnir verði með viti.

17.06.01 …að Annette Brindwall hafi sært stolt nokkra karlkeppanda í gær, með stórgóðri keyrslu sinni.

…að Einar Enduro kappi láti ekki þessa nýliða og aðra vera narta í afturdekið hjá sér.

…að aldursmet hafi verið slegið þegar Arnór Yamaha Hauksson aðeins 12 ára gamall hafi tekið þátt og staðið sig stórvel ( 17 sæti af 27 )

…að Viggó þurfi ekki að hafa áhyggjur af refsingum, hann vinnur samt með fantagóðri keyrslu sinni

…að Hjörtur líklegur hafi verið með pottþétta keppni og gott skipulagt.

15.06.01 …að sést hafi til Yamaha Hauks og Hjartar Líklegar bruna út úr bænum snemma í morgun með 400 stikur, 3 km. af borðum og tjaldvagn í eftirdragi á leið upp að Kólviðarhól til þess að leggja brautina fyrir enduróið á morgun.

…að áætlað sé að brautin verði tilbúin til skoðunar um kl. 18:00 í kvöld.

…að það megi aðeins skoða brautina fótgangandi.

15.06.01 …að Team KTM hafi nú flutt inn kvenn keppanda og komi hún frá Svíþjóð.

…að kvennsan heiti Anette Brindwall og sé 29 ára.

…að hún verði falin fyrir Denna.

…að hún hafi keppt í 29 keppnum á síðast ári í Sænska meistaramótinu.

…að hún hafi átt 5 KTM þar af 3 200 EXC.

…að hún fái KTM 200 hjá Team KTM og hjólið sé frá Sigurjóni Bruno yfir mekka og aðstoðar liðsstjóra.

…að KG hafi farið með hana í bíltúr í gærkvöldi og sýnt henni aðstæður.

…að Einar ætli með hana í hjólatúr í Landmannalaugar.

…að Helga hafi sagt að EINAR FÆRI MEÐ HANA í Laugarnar, ekki KG.

…að þetta sé skömm fyrir Íslenska kvennþjóð, að þurfi útlenda konu til að brjóta ísinn.

…að hún sé ákveðin í að leggja í stóru strákana og ætli að keppa í A FLOKKKKK

…að Maarud snakk kosti hana til keppni

…að Team KTM ætli að grilla GOÐA eftir keppni

…að Einar ætli að grilla alla

…að Viggó ætli líka að grilla alla

…að KG grilli bara GOÐA PULSUR

…að nú ættu menn að fara að vara sig……

15.06.01 …að eftir miklar krókaleiðir tókst að fá mynd af Anettu og nafnið sé skammstöfun á Aaahhh nettur pakki..  Sjá mynd.

14.06.01 …að VH&S túrinn á sunnudag hafi boðið upp á flest það sem þykir spennandi við enduro. í boði var. Sól. Bilað hjól. Grjót ( fullt af því ) Start-þúfu-Þreyta, Marblettir og slys með blikkandi station bíl í bæinn. Nánar á www.biker.is

14.06.01 …að þegar gamla gengið hafi verið búið að fá “ eiginlega nóg “ komnir á Sandskeið eftir 50km grjót-slóða hafi Elías 11 ára spurt. Pabbi! Má ég ekki fara nokkra hringi í brautinni meðan þið reddið Togga? Hvernig svara menn svona spurningum?

14.06.01 …að ef startsveifin er hægra meginn, eiga menn að detta á vinstri hliðina. Spyrjið Högna. Hann veit!

14.06.01 …að Heiddi kom alla leið að Norðan til að fara í VH&S Túrinn en! Sagan segir að hann hafi ekki ratað frá Grindavík þennann morgunn.

14.06.01 …að hinir “ Team Husaberg Force“ meðlimirnir Víðir, Ingó ( Komu líka að norðan) og Gummi Púki hafi fattað að eini vegurinn frá Grindjánum endar í Mosó.

14.06.01 …að Björn Súri hafi keyrt hægar en hann haldi. Hann geri það alltaf.

11.06.01 …að Viggóinn hafi verið að stríða Yamaha hauknum í Ólafsvík, náðu mér ef þú getur.

11.06.01 …að haukurinn hafi orðið full æstur í næsta starti og náð forystu í 3 sek, og þar snerist hann hálfhring og síðan verið keyrður niður af öðrum snaróðum Yamaha manni. ( engin nöfn )

11.06.01 …að haukurinn tali ekki lengur við Viggóinn.

11.06.01 …að aðstæður fyrir vestan hafi verið geggjaðar og að hugsanlega verði haldin púkakeppni á færeyskum dögum. ( sunnudegi ) flott það.

08.06.01 …að Sex púkar, 10-13 ára voru alls ráðandi í Lyklafelli á fimmtudagskvöldið. Stoppuðu aldrei nema ef þeim vantaði bensín.
Gamla gengið hraktist úr brautinni og þvældist um nágrennið í leit að endurói. Fundu þoku og súld.

08.06.01 …að Raggi fór með Steina sem „Guide“ fram og aftur N/A Leiðina ( þoka og súld ) og spurði í einlægni eftir á: “ Finnst einhverjum þetta virkilega GAMAN „.  Steini svaraði með sannfæringu að þetta væri með því besta sem gerðist! Hann ( Raggi ) myndi skilja þetta þegar hann yrði stór. Þá kæmi kannski sól og maður vissi hvert maður væri að fara.

08.06.01 …að Lopi, sjálfur leiðsögumaðurinn hafi orðið rammvilltur um síðustu helgi eftir að hafa ellt Tölvukallinn um sína heimahaga.

08.06.01 …að þegar alvöru enduro jötnar komu um hádegisbilið síðastliðinn laugardag þeysandi inn í Lambhaga var allt sofandi.  Enginn þorði að skríða úr tjöldum og skildu þeir við hópinn jafn hratt og þeir mættu honum.

08.06.01 …að jötnarnir keyrðu inn að Landmannalaugum, óðu snjó, þyrluðu upp ryki og syntu í krapa.  Eftir 15 lítra á 4stroke var komið til baka og eftir smá tuð í Lopa var fyllt aftur og haldið áfram.

08.06.01 …að Torfi Hjálmarsson datt en brotnaði ekki!

08.06.01 …að eftir að Torfi datt ákvað hann að keyra til baka, ca 15 mín leið.  Palli elti.  Um einni klukkustund og tugum kílómetrum síðar er hópurinn staddur upp á fjarlægu fjalli.  Heyrir þá í hjólum og 200 metrum neðar sést í Torfa og Palla.  Torfi ennþá á leiðinni heim og Palli elti.

08.06.01 …að aðal bóntuskan er Sveinn Markússon.  Lagði hann af stað með bakpokann fullan af nesti og bensíni en gleymdi að fylla tankinn.  Fékk snafs hér og þar gegn vilyrði um að hann tannburstaði sig, krypi og opnaði síðan munninn.

08.06.01 …að Sveinn keypti loforðin til baka með 33cl af Berg-vatni.

08.06.01 …að jötnarnir hituðu upp á sunnudaginn með alvöru leiðsögn frá hendi Palla Búrfellsálfs um sjálfa virkjunina.  Suðurland varð aðeins straumlaust í 8 mínútur en enginn varð var við straum-leysið þar sem Berg-arnir voru ræstir og keyrðir inn á spennana.

08.06.01 …að Berg-vatn er blýlaust og 99+ á daginn en gerjað og 5,2+ á kvöldin.

08.06.01 …að jötnarnir eru allir í enduro.is liðinu.  Hinir voru aðdándur og umboðsmenn.

07.06.01 úr herbúðum Enduro.is heyrist

…að „the iceberg“ pittstjóri enduro.is hafi gefist upp á því að vera á reiðhjóli og hefur því fest kaup á Husaberg 400

…að nýr liðsmaður enduro.is verði kynntur á næstu dögum.

…að nýi liðsmaðurinn sé enn einn Bergbróðirinn og sé með enduro-blóð í æðum.

06.06.01 úr herbúðum Castrol liðsins heyrist…

…að það sé ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera flottastir…

…að Tom Webb gabbið hafi heppnast fullkomlega…

…að Castrol liðið biðji þá afsökunar sem hafi orðið fúlir út af gabbinu…

…að Stígur eigandi Castrol setrins í Eyjum geti reddað öllu, þá meinum við ÖLLU…

…að Castrol liðið komi enn flottara til leiks í næstu keppni…

…að þó að Tom Webb hafi ekki komist til landsins þá sé en verið að leita að þriðja manni í liðið og sé Rick Johnson efstur á óskalistanum…

06.06.01 úr herbúðum VH&S heyrist…

…að það eina sem Steini vanmat í crossinu hafi verið afturdekkið á Bergnum hjá Reyni.

…að Raggi hafi verið betri á VH&S hjólinu en á VH&S hjólinu. Verði sennilega enn betri á nýja VH&S hjólinu.

…að Raggi sé fjölþreyfinn!

…að Reynir hafi verið 1,5 – 4 sek.á hring hraðari en allir aðrir í 3ja mótói, þegar sprakk að aftan á Bergnum í 5. hring. Endaði samt í 5. Á sprungnu.

…að Yamaha Haukur rugli öllum sófa pælingum vetrarins.

…að Yamaha sé einmanna.

…að mörgum hafi vantað glussa á tjakkana í 3. Mótói.

…að Árni ætli sér greinilega að vinna ákveðið sæti í sumar. Þar er maður fyrir.

…að Flestir keyrðu brautina eftir minni þegar allt hvarf í þoku og súld eftir fyrsta.

…að Ef keppnir sumarsins verða allar í rigningu, verði að finna upp GPS Radar á hjólin. Gleraugna þróun virðist ekki ná yfir íslenskar aðstæður. Úrslit ráðast jafnt af sjón og minni.

…að Varði hljóti að hafa slegið íslandsmet í krössum miðað við árangur. Flestir keppendur höfðu sögur af stórkostlegum dettum Varða.

…að Varði sé sérstakur í Kawasaki liðinu fyrir að vera á KX250 No-Circuit!

…að Sæþór Braggason sé að banka á dyrnar. Ómi og Siggi Bjarni eru ekki einir að berjast í Eyjum lengur.

…að Steini Tótu hafi húð-skammað SEINgrím fyrir að komast ekki fram úr sér í fyrsta mótói. Umsóknareyðublöð um sæti í B Liðinu séu í pósti.

…að næsta skipun í A Liðið verði eftir aldri. Þeir sem fæddir eru næst aldamótunum 1900, verði í A liðinu. Árangur í keppnum „so far“ styður hugmyndina.

…að Raggi VH&S Meistari sé jafn seinþroska og KTM. Hann þurfi fleiri kúbik en hinir til að komast áfram.

…að hann afsaki sig með sand og drullu brautum á Íslandi miðað við útlendis.

…að Raggi hafi flutt inn nýja afsökunar orðabók frá útlendis.

…að bókin sé “ Hot “ meðal verðandi meistara.

…að Valdi sé búinn að panta 3 eintök. Eitt fyrir pabba, eitt fyrir Steina og þriðja til upplestrar á mannamótum D-mallara.

…að fyrsta æfing Stimpilhringjanna ( Fyrstu undirstærð) hafi verið opin og ber í Dalnum. Stígur „Crosseyjadrottinn“ reddaði Bassamagnara og Steini nauðgaði trommusetti af kokki kvöldsins ásamt dóti úr Pikkanum og úr varð „Mysterysk blanda hljóðs og hávaða“ sem dró viðstadda út úr skápum sínum.

…Að margir hefðu kosið skápa sína læsta þetta kvöld.

05.06.01 …úr herbúðum KTM heyrist…

…að Team KTM noti eingöngu Genuine KTM hjól í liðið, ólíkt öðrum „factory“ liðum…..

…að Helgi Valur sé farinn að hjóla, sippa, hlaupa, og allt það og ætli á toppinn….

….að Einar hafa keppt í Eyjum með Enduro fjöðrun í 520, hann hélt að það yrði svo þægilegt…

…að KTM smíði hjól sem eru tilbúin til keppni en þurfi ekki að raða saman úr hinu og þessu…

…að Steini hafi vanmetið Team KTM eftir MXið í Ólafsvík.

…að JHM sport sjálfur sé búinn að finna nýtt hobbý fyrir fjölskylduna, break dans sýningar um landið…

…að Jón hafi reynt að draga Einar og Kalla á gólfið en þeir verið svo spéhræddir að þeir hafi flúið úr dalnum..

…að Stígur sé „THE“ skemmtanastjórinn í Eyjum…

…að hann hafi fætt á sviðinu í dalnum…

…að Tom Webb mæti til landsins þó síðar verði……

…að sá hlær best sem síðast hlær…

…að KTM 250 SX Racer Xinn fáist á spottprís enda notaður…

04.06.01 …að Tom Webb er umtalaðasti maðurinn í Vestmannaeyjum þessa dagana þar sem koma hans var bara uppspuni í Castrol liðinu, mest til að stríða Kalla og Einari Sig.  Hins vegar var Denni bróðir með svarta hárkollu og í hjólagallanum í Herjólfsdal um kvöldið og lék Tom Webb öllum til mikillar skemtunar.  Gummi Sig spurði því Tom Webb þessa einu sönnu klassísku línu sem allir útlendingar fá: „Háv dú jú læk æsland?“ og svarið var náttúrulega beint frá hjarta Denna í gerfi Tom Webb “ I don’t like it, but I like the GIRLS ! “

Maí 2001

Eldra heyrst hefur…

31.05.01 …að heyrst hefur af erlendur kvennkeppandi sé á leið til landsins og hafi boðað þáttöku sína í Enduróið 16. Júni.

31.05.01 …að ekki sé meira vitað að svo stöddu…

31.05.01 …að Ísland sé að verða „HEITT“ í off-road heiminum.

31.05.01 …að líklega líki einhverjum það….

31.05.01 …að líklegt sé að þetta sé bara lognið á undan storminum.

31.05.01 …að Edison hafi fundið upp ljósið, Lúcas hinn breski myrkrið og Steini Tótu hjólið….

31.05.01 …að sést hafi til Ragga á leið í Herjólf á fimmtudagsmorgun.

31.05.01 …að Helgi Valur fari með sömu ferð á KTM rútunni .

31.05.01 …að Joe Colombero Racer-X penni hafi ekki haldið vatni yfir splunkunýju KTM 250 SXinu og hafi viljað sofa hjá því í nótt.

31.05.01 …að hann ætli að fljúga til Eyja í fyrramálið til að tilkeyra hjólið og skoða brautina.

31.05.01 …að Team KTM sé kallað „Charlies Angels“ meðal gárunganna.

31.05.01 …að Viggó sé helíllur fyrir helgina.

31.05.01 …að Einar fái að sofa hjá hetjunni sinni Tom Webb í Lambhaga og sé að leita af tvöföldum poka….

26.04.01 …að Viggó hinn hraðskreiði sást keyra úr Herjólfi með alls 7 mótorhjól í eftirdragi 3 KTM, 3 Yamaha og eitt Suzuki. Eyjapeyjar hlakka til að sjá Viggó takta á morgun.

24.05.01 …að Arnór Hauksson (Yamaha Hauksson) sé farin að nálgast gömlu sleggjuna og taki fljótlega fram úr pabba sínum. Annaðhvort heldur þetta Hauki við efnið eða Arnór sprengir fram úr Hauknum.

22.05.01 …að Viggó sé byrjaði að vinna (ekki sigra) í Vestmannaeyjum.  Réð sig þangað fram að keppni.

22.05.01 …að Valdi Verðandi hefur náð meiri árangri í kúplinga morðum en sögur fara af. Heims, Evrópu og Íslands meistarar liðinna ára hafa skipt um kúplingar í KX250 einu sinni á ári, „af því bara“ með ProCircuit vélar og alles.  Valdi er búinn með tvær á einum mánuði!!! og keyrir samt jafnhratt á 125unni.

22.05.01 …að Hanni hafi ekki komið á óvart í Ólafsvík.  Hann(i) hafi verið hættulegur miklu fleirum en sjálfum sér!

21.05.01 …að Finnur bóndi hafi náð þeim einstaka árangri að verða bensínlaus í sinni annarri keppni í röð á Ólafsvík um helgina…

21.05.01 …að Jón Magg hafi keyrt á traktor á leiðinni heim og að JHM trukkurinn sé stórskemmdur, ef ekki ónýtur…

21.05.01 …að endurtalning á niðurstöðunni úr crossinu á Ólafsvík fari nú fram á Florida og úrslita sé að vænta um eða eftir Verslunarmannahelgi…

21.05.01 …að verið sé að blanda 100 oct + á hjólin hjá Gumma Sig og Helga Val.

21.05.01 …að þeir séu ekki mjög sáttir að horfa á bakið á Valda „Pastrana“…

21.05.01 …að Einar sé í beinu símasambandi við Jóhann nokkurn Smeth og fái upplýsingar í bunum um „race trikk“ fyrir KTM 5++….

21.05.01 …að Joe Colombero testari Racer X keppi á spánýju KTM 250 SX í Eyjum.

21.05.01 …að hann sé í blaðamannafélaginu og fari hraðar á pennanum en hjólinu.

21.05.01 …að Si Melber TBM ritstjóri sé í sama félagi.

21.05.01 …að flott factorinn sé orðin gríðalegur á mörgum liðunum og þar verði keppnin harðari og dýrari en á brautinni.

21.05.01 …að keppnishaldarar þurfi að læra af því og skipuleggja pittsvæði betur.

21.05.01 …að halli sé á hefti Rauðakrossdeildar Ólafsvíkur þar sem sjúkrabíllinn er bensín.

21.05.01 …að „kallinn“ á bensínsölunni hafi brosað útað eyrum og sagt Rúnar vera kóng og Viggó heiðursborgara.

21.05.01 …að það séu orðnar 54 helgar á dagatalinu hjá honum eftir að hann uppgötvaði að 2 MX keppnir eru í sumar.

20.05.01 …að Yamaha byrjaði á toppnum í Ólafsvíkurcrossi.  Af toppnum liggur leiðin alltaf eingöngu niður. Haukur byrjaði með látum fram að krassi fram af einum pallinum.  Þegar hann stóð upp kom Raggi fljúgandi, rak stýri í öxl Hauks sem snérist ca. 1 sambahring á no time.  Næsta moto var ekki betra. Hanni stakk af með sjúkrabílnum og YZan Hauks andaðist.
Minna bar á Team Yam í 3ja motói.

20.05.01 …að það eru gamlar fréttir úr sveitinni að gamalt kjöt þurfi langa suðu. Steini Tótu hrökk ekki almennilega í gang fyrr í síðasta mótói. Sagt er að mörgum unga manninum hafi vaxið Píka við tilefnið.

20.05.01 …að Reynir prófaði að nota gírstöngina á 470 Berg fyrir standjárn í einni lendingunni. Það virkaði ekki. Stöngin fór af með öxlinum slétt við vélarhlíf.

20.05.01 …að það er opinbert að Þór Þorsteins gefst ekkert upp. Hann mætti á glampandi nýju RM125 og nær tökum á MXi fyrr en varir. Þetta er auðvelda leiðin að losna við 45kg. og ná árangri.

20.05.01 …að það var rigning og myrkur á Ólafsvíkursandi, og gleraugnaæfingar úr Þorlákshöfn komu sér vel.  Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann.
Mikki ætlar að kaupa sér eitt Gígabæt í viðbót.

20.05.01 …að Castrol liðið á fullt af hjólum. Greinilega eru til mun fleiri ökumenn á þessi hjól og þurfti sérfræðinga til að fatta stöðuna í hverju Mótói.

20.05.01 …að Viggó er mikilvægur KTM í Crossinu.  Úrslitin voru: No. 1 Viggo, No. 2,3,4,5 VH&S.

20.05.01 …að Kalli gat þó allavega keyrt bílinn!

18.05.01 …að ekki virðist duga til sigurs að hjálpa til við að leggja brautir, eins og sagt er hér neðar.  Yamaha liðið ásamt Andrési og Þór Þorsteins unnu á verkalýðsdaginn við að leggja brautina í Þorlákshöfn með Hirti líklegum.  Ekki vann neinn af þeim fyrir vikið.  En Viggó er hálplegur og skulum við virða það og þakka honum fyrir.  Spurning síðan hvort ástæða er til að dreifa dollum á brautarlagningamenn!

17.05.01 …að Einar Púki hafi slasast á hendi við æfingar við Sandfell í gær og verði frá keppni í einhvern tíma…

15.05.01 …ad KG liðstjóri KTM liðsins sé að æfa nýjar aðferðir fyrir Akureyri eftir að Þór ex pizzusali lenti i samstuði vid Viggó í fyrra….

14.05.01 …að aðferðin við að sigra á tiltekinni braut er að leggja hana sjálfur!  Þetta trix er Viggó búinn að læra.  Hann var alla helgina í sjálboðavinnu í Ólafsvík. GÓÐUR.  Það má læra eitthvað á þessu.

14.05.01 …að sunnudagsæfing Team Frostfiskur – ProCircuit – Wind Bikewear varð að Eurovision bömmer í Mosó.  Mikið væl um liggjandi og fljúgandi grjót en minna keyrt. Hver sagði að Eurovision væri ekki aðalmálið á Íslandi þessa dagana.   Team VH&S – Kawasaki – Supersprox var með að hálfu.  Mikki var heima í fýlu eftir að hafa keyrt alla leið til Ólafsvíkur daginn áður, bara til að vera bannað að keyra brautina sem Rúnar var að leggja!

14.05.01 …að Steini og Valdi sýndu litla og mikla takta.  Hver gerði hvað er enn deilt um, en annar var greinilega hraðari.

12.05.01 …að Finnur Stórbóndi prófaði gömlu Honduna hans Ragga Stefáns sem búið var að breyta og setja 500 mótor í 250 hjólið.  Fannst honum það mikið til hjólsins koma að brautin hans fyrir norðan heitir núna Honda-Park.

11.05.01 …að Björn Súrson hafi fengið staðfest frá enduro guðnum sjálfum að 380 eða 499cc hafi ekkert með enduro eða karlmennsku að gera.  500cc og 100kg sé á tæpasta vaði ef menn vilji fá 3ja eistað.  550 sé seif.  Konan viðurkenni að það sé klárt. Hann hefur ekkert vaskað upp síðan hjólið kom.

11.05.01 …að forsíðan á á síðbúnu enduro DV sé frá síðustu öld þegar Steini Tótu var 500kall og hélt hann væri karlmenni. Fyrir aldamót kom í ljós að hann keyrði eins og kerling og hefur verið á 250 síðan.

10.05.01 … að almennt sé álitið að ökumaður eftirfarandi bíls hafi verið kona.  Glöggur maður setti hinsvegar saman 2+2 og komst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera sami maður sem flýtti sér „of mikið“ úr hverju bensín stoppi í síðustu keppni.  Sjá mynd.

09.05.01 … að fjögura síðna aukablað um enduró kemur á morgun (fimmtudag) með DV. Þar er finna opnu með umfjöllun um enduro í Þorlákshöfn ásamt kynningu á 27 efstu keppendunum.

09.05.01 …að enski ritstjórinn frá TBM heitir ekki Si M eða Si Melby og á ekkert skylt við íslensku tengdadótturinn Mel-B.  Nafn hans er Simon „Neon“ Melber.

08.05.01 …að Kalli Gunnlaugs hafi viðbeinsbrotnað þegar hann var að sýna Bretanum Si Melby hvernig ætti að keyra enduró á Íslandi.

08.05.01 …að bræður og vinir Michael B David (Mikka) hafa sett nálgunarbann á hann eftir að hann náði 10 sæti.  Ekkert annað kemst að þessa dagana hjá honum.

06.05.01 …að keppnin í gær tókst mjög vel og á Hjörtur endúró guð og hans aðstoðarmenn skilið hrós fyrir framistöðuna.

06.05.01 …að Ingvar Örn Karlsson ákvað að taka léttan hjólatúr í dag til að losna við harðsperrurnar.  Slitnaði keðjan við Krókamýri og ekkert símsamband.  Var hann búinn að ýta hjólinu hálfa leið að Vatnsskarði þegar hjálp kom.  Ekki er búist við að hann verði brúklegur til neins næstu daga.

04.05.01 …að Ragnar Stefánsson sé búinn að eyða 2 klst í að tvítelja alla kubba á dekkjunum hjá Vélhjól og Sleðar.  Honum til vonbrigða virtust öll dekk sem voru með sama týpu númeri vera með jafnmörgum kubbum.

04.05.01 …að A lið Team Frostfiskur – Procircuit – WindBikwear verði með auka pittstop fyrir síðasta hring, þar sem farið verður í sparifötin.  Frostfiskur keypti tvennar buxur og þrennar treyjur á hvern mann.  Það mun leika vafi á því hver vinnur en lítið vafamál hverjir ætli að vera flottastir.

04.05.01 …að Sveinn Markússon hafi fundið sér verkstæði þar sem enginn truflar hann.  Undirbýr sig undir keppnina með því að hlusta á Ramstein og drekka Holstein.

04.05.01 …að konan hans Jóns Magg hafi vaknað í nótt og enginn Jón í rúminu. Fannst hann sofandi í dekkjahrúgu í bílskúrnum, þyljandi dekkjastærðir upp úr svefni. Orðinn úrvinda af þreytu við að koma 20 feta dekkja gám í hús.

04.05.01 …að Viggó og fleiri topp ökumenn muni aka eftir Metzeler draumförum og hafi stýrisdempara sér til aðstoðar.

03.05.01 …að Castrol liðið ætli að gista á Hótel Örk nóttina fyrir enduróið í Þorlákshöfn. Þar á að efla liðsandann og skerpa á keppnisskapinu fyrir komandi átök. Svo er líka styttra þaðan í þorlákshöfn heldur en úr bænum.

03.05.01 … að þegar A lið Team Frostfiskur – ProCircuit – Wind Bikewear tapar fyrir B liðinu, Team VH&S-Kawaski-WMP þá verði það samt A lið áfram um stundarsakir.

02.05.01 …að Frank Sittenauer: Nýráðinn forstjóri Husaberg sé í stjórn KTM Holdings enda eigi KTM 90% í Husaberg. Hann hafi sagt ( bak við luktar dyr ) að KTM vilji nota Husaberg eins og FIAT notar Ferrari.  Þróa nýjungar í takmarkaðri framleiðslu fyrst í Berg og fjöldaframleiða það sem virkar og er hagkvæmt í KTM samanber fjórgengisvélar KTM.