Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Svar frá VÍK

Bréf hefur borist frá Magnúsi Þór, formanni VÍK þar sem hann skýrir út ástæður og aðdraganda þess að skráning eigi sér stað í versluninni Moto.

Málsatvik eru þau að allir salir í ÍSÍ voru uppteknir alla vikuna þar sem lokað verður á kvöldin frá og með 1. júní og öll íþróttafélögin eru að gera upp veturinn með fundarhaldi.  Nú voru góð ráð dýr og þurfti að finna stað fyrir skráningu sem fyrst.  Ég reyndi fyrst að ná í Steina en hann var ekki við.  Þá hringdi ég í Einar og hann bauð mér að vera með skráninguna í Moto.  Ég þakkaði fyrir það og fannst það fín lausn á málinu.  Ég átti ekki von á að menn væru svo heitir útaf þessu.  En þar sem að nokkrar keppnir eru eftir í sumar og lokað hjá ÍSÍ á kvöldin þá er alveg sjálfsagt að hafa næstu skráningu í JHM sport eða Vélhjól og sleðum.
Magnús Þór Sveinsson, Formaður VÍK

Gagnrýni á VÍK

Mikið „mis-illa launað“ starf hefur verið unnið í gegnum árin af þeim aðilum sem staðið hafa í innflutningi og verslun með mótorhjólavörur.  Þessir aðilar eru og hafa verið stólpar þeirrar menningar sem við búum nú við.  Hjólamenn eru ekki margir og samkeppnin um okkur er hörð en hefur verið eins sanngjörn og frekast er unnt.  Það er grundvallaratriði að þau félagasamtök sem starfa í tengslum við þennan iðnað haldi sér hlutlausum og hygli aldrei neinum umfram aðra.  Það er því ekki að undra að harðorð gagnrýni berist vefnum.

Þegar menn komu heim úr helgarfríi kom í ljós að um helgina hafði Karl Gunnlaugsson keypt V.Í.K. Sem sagt: Ef maður ætlar að keppa í V.Í.K. keppni á að mæta til Kalla.
Það hlýtur einhvers staðar að vera einhver tenging, eitthvað er að í sportinu . Áhugamennska og bissiness eiga góða samleið. En! Þá borga menn og auglýsa keppnina á sínum vegum. Opinberlega. Greiddir félagar í VÍK voru ekki að kaupa aðgang að Karli Gunnlaugssyni eða hans bissness þegar þeir greiddu félagsgjöldin til VÍK og MSÍ.  Félagið stendur fyrir áhugamennsku um torfæruhjól. EKKI Dónaskap. Ef þetta hefur breyst nýverið, óska ég eftir auka aðalfundi í félaginu þar sem stefnuskrá og lög V.Í.K. verða endurskoðuð.
Yfirgang og siðleysi má auðveldlega afsaka einu sinni, jafnvel tvisvar. Einhversstaðar verður samt að stoppa.
Virðingarfyllst:
Steini Tótu, Félagi í VÍK.

Þetta kemur mér verulega á óvart og er algjört rugl.  Svona skráning á aldrei að eiga sér stað.  Afhverju er ekki notast við ÍSÍ húsnæðið eins og hefur verið undanfarið.
Ég hef tekið á móti skráningum nýrra félaga í VÍK, selt miða á árshátiðirnar en að sjálfsögðu hafa hinar verslanirnar gert slíkt hið sama.
Mér finnst óeðlilegt í frjálsum félagasamtökum að skráningin eigi sér stað í einni ákveðinni verslun.
Jón Magg, Félagi í VÍK.

Breyttir tímar

Steini Tótu missti það út úr sér í nýju púkabrautinni í Mosó að hann hefði verið bældur í æsku! ( Aha! Skýrir ýmislegt ).  Eins og hann segir; „Horfandi á Elías Marel STson verða hraðari með hverri mínútunni komu minningar um fyrsta hjólið.  Eftir að eiga 1/4 í Hondu 11 ára ( fjölskydan vissi ekkert um það ) og vera hirtur af löggunni með fermingardreng úr næsta húsi á 125 götuhjóli, enn 11 ára. Fyrsta hjólið var stolið af löggustöðinni í gosinu í Eyjum, algert rusl, og þorði ekki að fara með það heim.  Tryllitækið var CS50 ‘ 63 og var notað grimmt næstu mánuði. Og þá var karlinn orðinn 13!  Púkarnir eiga séns í dag vegna þess að þeir eiga ruglaða pabba.  Vá hvað tímarnir breytast.“

Nýr fréttavefur

Vélhjól&Sleðar hafa opnað nýjan fréttavef á vefsíðu sinni.  Sú flóra sem blómstrar nú á internetinu fyrir hjólamenn verður alltaf meiri, fallegri og betri, öllum til góða.  Það eru ekki nema nokkrar „vikur“ síðan hjólamenn áttu erfitt með að nálgast upplýsingar um hvað væri að gerast en úr því hefur verið bætt stórlega og búast má við enn frekari þróun á því sviði.
Hér kemur tilvitnun í opnunarfrétt hins nýja fréttavefs:
„Er það von okkar að þetta nýja og fullkomna kerfi bæti enn frekar þjónustuna við ykkur vefverja og viðskiptavini Vélhjóls og sleða, Kawasaki.   Kerfið verður opnað núna en verður í þróun og íslenskun næstu vikurnar þangað til endanlegu útliti og uppsetningu er náð.“  Sjá fréttavefinn.

Auglýst eftir nýjum úrslitum

Borist hefur email frá stefan@frost.is sem birt er óbreytt.  Umsjónarmaður síðunnar bíður eftir nýjum úrslitum frá Ólafsvík sem og flestir keppendur og áhugasamir áhorfendur.  Vonandi tekst að greiða úr þessu sem fyrst þannig að hægt er að birta rétt úrslit.  Bréfið hljóðar eftirfarandi:
„Keppnin í Ólafsvík var framúrskarandi skemmtileg, fyrir keppendur og góð skemmtun fyrir áhorfendur, fyrir utan slysin (vonandi ná þeir sér fljótt og vel). Ætlar keppnisstjórn að laga úrslitin sem sannarlega voru röng.“

Eins mánaðar afmæli

Frá því þessi vefsíða var stokkuð upp fyrir um mánuði hafa birst á henni um 150 fréttir og „Heyrst hefur…“ sem er mun meira en búist var við í byrjun.  Þó svo fréttirnar haldi síðunni lifandi þá er enn eftir að vinna töluvert í henni.  Aðalatriðið þessa dagana er að halda síðunni lifandi með nýjum fréttum og birta dagsskrá og úrslit líðandi keppna.  Það er ávallt ástæða til að minna menn á að ef þeir vita eitthvað sem ekki kemur fram á síðunni að senda inn fréttaskot.