Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Skráningu lokið

Lokað var fyrir skráningu í motocross world (Ólafsvík) kl. 00:00 í morgunn. 44 keppendur skráðu sig og skiptast þeir jafnt, 22 í A flokk og 22 í B flokk. Nánari upplýsingar um nöfn berast vefnum á morgunn. Vitað er um nokkra púka sem mæta og virðast miklar líkur á því að haldin verði upp púka- keppni fyrir yngri hópinn.

Búið er að redda tjaldstæði fyrir hjólamenn á Ólafsvík. Tjaldstæðið er við bátinn á vinstri hönd þegar keyrt er inn í bæinn. Þar verður klósettaðstaða og örstutt er á aðaltjaldstæðið þar sem öll önnur aðstaða er til fyrirmyndar.

Keppendalisti fyrir Ólafsvík

Búið er að birta keppnislistann fyrir báða flokka.  Sjá nánar.

Argnold verður testaður í vikunni

Sérsmíði Vélhjóla & Sleða er að smella saman. Búið er að ganga frá helstu hlutum og er næsta skref frágangur á smáatriðunum sem eru tímafrekust og svo ‘The real thing’ sem er að testa og stilla gripinn. Raggi er að missa legvatnið af spenningi og Steini heldur því fram að þetta verði ekkert mál. Það sé næg þekking innann fyrirtækisins til að fá eina nöðru til að virka!

Púkacross og tjaldstæði

Ef næg þátttaka fæst verður haldin púkakeppni á Ólafsvík sunnudaginn 1. júlí kl. 14. Skráning verður á staðnum. Tjaldstæði fyrir hjólafólk verður á sama stað og í fyrra, rétt hjá motocrossbrautinni.  Um kvöldið verður svo sprellað að hætti drullumallara og keppt í ýmsum nýjum greinum á Ólafsvíkingnum 2001.  Þeir sem vilja fræðast meira um Færeyska daga á Ólafsvík er bent á slóðina:

Nítró þáttur í kvöld

Í kvöld kl. 19.00 verður sýndur Nítró þáttur á Skjá einum með efni frá Enduró- og Motocrosskeppnum.  Missið ekki af þessu!