Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Sumaræfingar VÍK byrja á morgun 5.5.2014

Við ætlum að hefja sumaræfingarnar á morgun 5.5 kl 18:00 í Bolöldu. Við byrjum á því að nota krakkabrautina þangað til annað á svæðinu opnar.

18:00-19:00 = 50cc og byrjendur
19:00-20:00 = 65cc og 85cc

Helgi Már Hrafnkelsson & Gunnlaugur Karlsson halda áfram með æfingarnar einsog síðustu ár en þó verður einn auka þjálfari með í sumar, Örn Sævar eða Össi, flestir kannast við Össa úr motocrossinu en hann einmitt hjálpaði til við æfingar í reiðhöllinni í vetur þar sem Gunnlaugur gat lítið gert eftir krossbands-aðgerð.

Æfingar eru mánudaga (Helgi) og miðvikudaga (Gulli).
Æfingatímabil er Maí, Júni, Ágúst & September (Júlí er frí)

Fyrsti verður frekar léttur, skráning og léttar æfingar. Vonumst til að sjá sem flesta.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við Helgia S:692-8919 eða Gulla S:6610958

Bolaöldusvæðið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst.

Því miður verðum við enn og aftur að ÍTREKA það að Bolaöldusvæðið er LOKAÐ. Það virðist ekki duga til að LOKA stóru brautinni með bandi. Samt er hjólað í henni.

VINSAMLEGAST virðið lokunina.

Það styttist í að hægt verði að gera eitthvað í brautinni. En því miður ekki STRAX.
Það styttist í að hægt verði að gera eitthvað í brautinni. En því miður ekki STRAX.

photo 2 29.4

Stórn VÍK

Ingvi Björn skrifar undir samning við Creymert Racing

Íslenski ökumaðurinn Ingvi Björn var rétt í þessu að skrifa undir samning við CreyMert Racing í Belgíu! Hann keppir því erlendis allt þetta season, þá bæði i Evrópumeistaramótinu EMX250, Belgíska og Hollenska Meistaramótinu sem eru með þeim sterkustu í Motocross keppnum fyrir utan AMA Motocross og MXGP.ingi

Við óskum Ingva innilega til hamingju með þennan áfanga og er þetta stór dagur fyrir íslenskt motocross, hann er okkar fyrsti atvinnumaður. Þetta er góð hvatning fyrir yngri ökumenn sem vilja ná langt. Hægt er að fylgjast með Ingva í sumar á facebook: Ingvi Björn

 

Klaustur 2014. Undirbúningur.

Farin var vinnuferð að keppnissvæðinu á Ásgarði í gær, Sumardaginn 1. Það var hörku hópur sem var tilbúinn til að fórna frídegi til að undirbúa svæðið fyrir keppnina sem verður haldin 24. maí. Það verður þó að segjast að SAS ( sérfræðingar að sunnan) höfðu ekkert rosalega mikið að gera þar sem heiðursfólkið á Ásgarði og Kjartan eru búin að vinna mikla undirbúningsvinnu. En við byrjuðum á því að fúaverja þau mannvirki sem upp eru komin, eða alveg þangað til að það fór að rigna. Við settum niður nokkur hundruð stikur, sem btw, Ásgarðsfólkið var búið að mála fyrir okkur, hér og þar um brautina. Töluverður tími fór í þetta þar sem við erum að snúa við akstursáttinni fyrir þetta ár. Einnig þarf að færa ýmsar merkingar og þarf líka að gera nokkrar nýjar. Niðurstaða úr vinnuferðinni: Ótrulega gaman að fara með svona duglegu fólki í vinnuferð og ÓTRULEGT hversu mikil breyting verður á brautinni við að snúa henni við.  Það er eitt alveg á hreinu, greinarhöfund hlakkar til.

Ekki má gleyma að nefna að Ásgarðsfólkið er búið að slétta mest allan keppnishringinn frá keppninni í fyrra.

Óli Gísla

Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.
Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.

Lesa áfram Klaustur 2014. Undirbúningur.

Bolaöldusvæðið er LOKAÐ

Því miður er enn eitthvað í að svæðið verði nothæft. Við viljum biðja hólara um að virða það að svæðið er LOKAÐ þangað til annað verður tilkynnt.

Því miður er ekki hægt að fara með tæki inn á svæðið ennþá þar sem mikil bleyta er í brautinni.

Stór skafl hjá pallinum við húsið.
Stór skafl hjá pallinum við húsið.
Skaflar hér og þar.
Skaflar hér og þar.

 

Er viðhaldið ekki örugglega í lagi hjá ykkur?

Er keðjan og tannhjólin nokkuð orðin léleg eða bara hand-ónýt?

Er ekki málið að tékka á því? Þú villt ekki lenda í því að keðjan klikki.

HÉR er gott videó um hvernig á að endurnýja keðju og tannhjól.

Ef keðjan og tannhjólið er farið að líta svona út, þá er löngu orðið tímabært að endurnýja.
Ef keðjan og tannhjólið er farið að líta svona út, þá er löngu orðið tímabært að endurnýja.

 

 

Lesa áfram Er viðhaldið ekki örugglega í lagi hjá ykkur?