Vefmyndavél

Æfingar falla niður í Reiðhöllinni

Þær fréttir voru að berast að tímar í Reiðhöllinni falla niður á næstunni vegna óviðráðanlegra orsaka. Æfing fellur því niður a morgun, en við byrjum aftur eins fljótt og hægt er. Snjó er farið að leysa í Bolaöldu og ábyggilega stutt í að við getum farið að nota 85 brautina þar.

Kveðja,  Helgi og Össi

Skráning í Klausturskeppnina hefst í kvöld kl 21.00

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáa klukkutíma. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Minningar frá Klaustri 2013

Hér er stutt video frá Klaustri 2013 sem gæti komið einhverjum í fíling… en vonandi endar þetta ekki svona hjá ykkur.

Skráning í Klausturskeppni hefst þriðjudaginn 25. mars kl. 21

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 21 á vef MSÍ – www.msisport.is Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á þriðjudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu? Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 24. maí. Keppnisgjald verður það sama og á síðasta ári, 13.000 kr. á mann – flokkar eru þeir sömu að viðbættum 100+ í tvímenningi og 150+ í þrímenningi. Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um leið til að létta á „skráningardeildinni“ síðar. Hugmyndir um breytingar á braut og annað skemmtilegt eru á teikniborðinu og aldrei að vita hvað gerist 24. maí – en sama hvað gerist, þá verður þetta geggjuð skemmtun! Látið orðið berast 🙂

 

Íslandsmeistaramótinu í íscrossi aflýst

Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst.  Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður.  Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is.  Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.

MSÍ  Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands - Mozilla Firefox 12.3.2014 123837.bmp

Krakka keppni í Reiðhöllinni í dag.

Frábær krakka-keppni var haldin í Reiðhöllinni Víðidal í kvöld. Flottir krakkar, duglegir foreldrar og flottar veitingar í boði Snæland Videó. Þökkum öllum sem komu að keppninni.

Hér er tengill á nokkrar myndir sem teknar voru í keppninni. 

IMG_5359

 

IMG_5382

Síða 40 af 794« Fyrsta...20...3839404142...6080...Síðasta »