Vefmyndavél

KLAUSTUR 2014. MINNISPUNKTAR

  1. ATH að einungis verður skaffaðir límmiðar á eitt hjól fyrir hvern keppanda. Hægt er að panta aukasett hjá Merkistofunni gegn sanngjörnu gjaldi.
  2. Skoðun – pappírsfrágangur og keppendafundur verður miðvikudaginn 21. maí nk. hjá BL á Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík frá kl: 18:30 – 20:00. Koma þarf með kvittun fyrir félagsgjöldum ( eða félagsskírteini ) og pappíra fyrir tryggingarstaðfestingu. Hjól VERÐA að vera í lagi, bremsur – öll handföng og grip heil, engir hlutir á hjóli sem gætu skaðað aðra keppendur ( brotin plöst eða handahlífar )
  3. Skoðun verður einnig á Klaustri föstudaginn 23. maí 2014 kl. 19-21 og laugardag 910:30. Eftir það verða engin hjól skoðuð = engin keppni fyrir þá sem koma ekki fyrir 10:30!
  4. Hvetjum alla sem tök hafa á að koma á Sævarhöfðann n.k miðvikudag og klára sín mál til að flýta fyrir á laugardeginum.
  5. Ath. að í pittinum á Klaustri er ekki heimilt að gista þe. tjalda eða vera með húsbíla. Sér tjaldstæði verður rétt hjá keppnisbrautinni .
  6. Til að koma með hjól í skoðun á Klaustri: Ekki er heimilt að gangsetja og keyra á hjólunum, nota skal handaflið sem er jú góð upphitun. Í keppninni og fyrir start skal aka um pittinn í 1. gír. Brot á því kostar 10 mín VÍTI í keppninni.
  7. Keppendalisti verður gefinn út að lokinni skráningu. Fylgist með hér á síðunni mánudaginn 19. maí nk.

Félagsgjald, árskort og æfingar

Brautargæsla Klaustur 2014.

Nú er komið að því að óska eftir hrökuduglegum brautargæslumönnum til að aðstoða okkur í Klausturskeppninni Laugardaginn 24.05.14

Um er að ræða gæslu og aðstoð við keppendur, keyra um brautina og fylgjast með. Í leiðinni er hluti af þessu að vera LÖGGA sem fellst í því að tilkynna þá sem reyna að svindla. ( stytta sér leið ) Brautargæslumenn þurfa að hafa með sér bakpoka og slaghamar.

Í boði er bensín á hjólið og matur yfir daginn. Mæting er kl 10 um morguninn á keppnisdegi.

Hægt er að skrá sig hér á síðunni og eða inn á Facebook síðunni okkar, einnig með því að senda póst á vik@motocross.is klaustur 1

 

Bolaalda og HETJURNAR

Því er þannig farið í öllu íþróttastarfi að það þarf sjálfboðaliða til að láta dæmið ganga upp. Því ef ekkert er sjálfboðastarfið þá er ekki hægt að reka klúbbana af myndarskap. Í öllum brautum landsins eru grjóthart fólk sem vinur að hugsjón við uppbyggingu fyrir sitt félag. Í okkar klúbbi eru að sjálfsögðu svona hetjur. Undanfarna daga hefur hinn grjótharði Róbert og hans félagar verið að koma upp aðstöðu fyrir Enduro-Cross  og svona í leiðinni verið að græja og gera vökvunarkerfið. Í gær mættu þeir fyrstir á svæðið og þegar fréttaritari vefsins fór, með síðustu mönnum af svæðinu, voru Robert og co enn að störfum. Þeir eru hluti af okkar grjótharða fólki sem elskar sportið mikið og fórnar frítíma sínum fyrir okkur hin.photo 1

photo 22

Bolaalda opnaði i gær

Stóra brautinn og hluti slóðakerfis Bolaöldu opnaði í gær 10 Maí. Það má með sanni segja að bæði brautinn og slóðarnir komi vel undan vetri eins og vel sést á Gopro video sem Atli Már tók í gær og er hér fyrir neðan. Við hvetjum félagsmenn sem og aðra að nýta sér þetta frábæra svæði sem við eigum þarna upp frá. Við minnum líka á hagstæð ársgjöld í brautir og svæðinn okkar sem eru 12000kr á ári og er innifalið í því gjaldi allur akstur á svæðum VÍK og félagsgjald í klúbbinn.

 

LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS

Bolaöldusvæðið OPNAR á morgun, Laugardag, kl 13:00 

Það er búið að vinna töluvert í brautunum og eru þær allar nokkuð góðar. EN!!!!!!!!! Fyrir þá duglegu er mæting kl 11, reyndar þurfa þeir aðeins að hjálpa okkur fyrst við að hreinsa nokkra steina úr brautinni. Í staðinn fá þeir líka að keyra í brautinni frá 12:00-13-00.

Almenn opnun er kl 13:00

Slóðakerfið er því miður ekki ALLT tilbúið í opnun. En við ætlum að opna neðra svæðið fyrir umferð.

Ekkert gjald er í barnabrautirnar en 1000 kr dagpassi fyrir motocross og slóðakerfið. ATH ENGINN MIÐI Á HJÓlI þýðir brottvísun af svæðinu. Miðar fást í Olís Norðlingaholti sem og í Litlu Kaffistofuni.

Árskortin eru að komast í sölu og er sama lága gjaldið enn í boði kr 12.000 fyrir brautar og félagsgjald. Nánar um það bráðlega.

Breytingar.

Síða 40 af 796« Fyrsta...20...3839404142...6080...Síðasta »