Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Áréttum HÉR OPNUNARTÍMA í MX brautum í Bolaöldu

Opnuatímar í Bolaöldum:

  • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
  • Mánudaga    LOKAÐ
  • Þriðjudaga         15 – 21
  • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
  • Fimmtudaga     15- 21
  • Föstudaga         17- 21

Slóðarnir eru opnir alla daga.

Gjaldskylda er í Stóru MX brautina og SLÓÐANA. Þeir sem staðnir verða að því að vera miðalausir verður umsvífa laust vísað á brott ásamt refsingu sem stjórn VÍK ákveður.

Það er eiginlega fáránlegt að láta taka sig miðalausann þegar árskortið kostar bara 12.000.

 

Skemmtilegt. Krakkakeppni næsta mánudag.

w0683__MX1_Ken_DE_DYCKER__30D_19192Jæja kæru vinir og félagar, það er komið að fyrstu mx krakkakeppni sumarsins, hún verður haldin í Bolaöldu í hluta af stóru brautinni líkt og í fyrra, keppt verður í 50cc, 65cc og 85cc flokkum, mæting 17.40 til skráningar við rauða bílinn, keppnisgjald kr 0 Allir velkomnir sem ekki eru að keppa í íslandsmóti. Hr Smárason #35 bíður uppá grill, gerum góða stemmningu í kringum krakkana okkar og mætum með góða skapið. Látið orðið berast..

TAKK FYRIR OKKUR.Við skemmtum okkur frábærlega enn eitt árið.

Stjórn VÍK vill þakka öllum þeim sem komu að Klausturskeppninni 2014.

Heiðursfólkinu að Ásgarði þökkum við fyrir frábært samstarf og alla þá ómældu vinnu sem þau hafa lagt fram.

Þessi heiðursmaður á allar þakkir skilið enda brautarlögnin að mestu honum að kenna :) Til að heiðra hann hefur brúin verið nefnd eftir honum og heit hér í frá Kjartans-brú.
Þessi heiðursmaður á allar þakkir skilið enda brautarlögnin að mestu honum að kenna 🙂 Til að heiðra hann hefur brúin verið nefnd eftir honum og heitir héðan í frá Kjartans-brú.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa! Þetta er hún Bína Blíða. Það væri sennilega einfaldara að telja það upp sem hún aðstoðar okkur ekki við.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa! Þetta er hún Bína Blíða. Það væri sennilega einfaldara að telja það upp sem hún aðstoðar okkur ekki við.

Lesa áfram TAKK FYRIR OKKUR.Við skemmtum okkur frábærlega enn eitt árið.

Það þarf sterk bein til að vera keppnisstjóri.

Það eru ekki margir sem geta borið það að vera keppnisstjórar í tæplega 300 manna keppni.

Innan okkar raða eru þó menn sem eru til í að taka að sér stórar ákvarðanir og gera svo til allt fyrir sportið. Karl Gunlaugsson var keppnisstjóri í Klausturskeppninni 2014 og gerði það með glæsileika eins og oft áður. TAKK FYRIR OKKUR.

Hér má sjá Karl að störfum og sér til þess að allt fari að settum reglum.
Hér má sjá Karl að störfum og sér til þess að allt fari að settum reglum.

ÞAÐ ÞARF FÓLK EINS OG ÞAU!!!!!!!!!

Til að halda keppni eins og Klausturskeppnin er þarf mikið af góðu og fórnfúsu fólki. Án brautargæslu fólksins væri engin keppni haldin. Þessar hetjur gera það að verkum að við getum leikið okkur. Takk kærlega fyrir aðstoðina. Dóri „lögga“ sá um þann hluta fyrir okkur.

Dóri "lögga" var ekki með niena aukvissa með í gæslunni.
Dóri „lögga“ var ekki með neina aukvissa með í gæslunni.
Það voru mörg handtökin sem brautargæslan þurfti að sinna.
Það voru mörg handtökin sem brautargæslan þurfti að sinna.

 

Barnakeppni á Klaustri

Það var mögnuð keppni sem krakkarnir fengu á Laugardagsmorgun á Kirkjubæjarklaustri. Það hefur verið þannig í gegnum tíðinna að mikið af krökkum hafa verið að stíga sýn fyrstu skref í keppnismennsku einmitt á Klaustri og því gaman að getað komið nálægt því og hjálpað þessum hetjum að taka þetta skref.

Það urðu samt leiðinleg mistök við verðlaunaafhendinguna eftir keppni þar sem að einn keppandi fékk ekki færðan á sig réttar upplýsingar og við ætlum að leiðrétta það hér með.

Víðir Tristan Víðisson var með forystuna lengi vel í keppninni,en lenti í smá basli og festi sig á einu barðinu og við það náði Elmar Darri Vilhelmsson að komast fram úr honum.

Leiðrétt úrslit eru því hér fyrir neðan. Við viljum að sama skapi árétta það að þessi keppni er ekki hugsuð sem einhver “Keppni“sem slík því við erum einnungis að leyfa krökkunum að spreyta sig á hluta brautarinar og þess vegna erum við ekki að nota nein tímamælingartæki,heldur einfaldlega reynum við að telja þá hringi sem þau klára með handvirkum hætti.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum okkar.

 

Leiðrétt úrslit:

 

1 Elmar Darri Vilhelmsson

2 Víðir Tristan Víðisson

3 Sindri Blær Jónsson