Vefmyndavél

BOLAÖLDUBRAUT – BIKAR – KEPPNI – HELGIN

Eins og“ örfáir“ vita þá efum við með bikar-sprett-keppni í kvöld og þar af leiðandi er brautin LOKUÐ öðrum en keppendum.  Brautin er síðan lokuð frá og með morgundeginum 19.08.15 kl 18:00 Fram yfir keppni.

En við skulum ekki gleyma okkur. Það þarf að líka að skrá sig í keppnina sem er á LAUGARDAG og það fyrir kl 10 í kvöld. Þannig ef þú ert að taka þátt í kvöld, þá er eins gott fyrir þig að klára skráningu NÚNA.

Ef þið hafið algjörlega gleymt hvar og hvernig á að skrá sig þá er tengill HÉR.

PS: Eitt „smá“ atriði við viljum minnast á sem kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Það eru  miðamálin, enn og aftur eru aðilar teknir miðalausir í brautum. Ekki vitum við hvernig fólk telur að rekstur á aðstöðu eins og við höfum í Bolaöldu er fjármögnuð. Tala nú ekki um alla vinnu og tækjakaup sem við þurfum að leggja peninga í. Þó að við séum svo heppin að hafa OFUR-VÍK-VERJA innan okkar raða, sem gefa sína vinnu og frítíma, þá gengur dæmið ekki upp án peninga. Hafið miðamálin á hreinu, þið sem gerið það ekki ættuð að skammast ykkar.  

Stjórn VÍK

Bolaalda 1.6

 

Bikar-sprett-keppni-gaman.

Næstkomandi þriðjudag 18.08.15 verðum við með bikar-sprett-keppni í Bolaöldubraut.

Dagskrá: Skráning 18:00 -18:30 ca. Upphitun 18:30 – 19:00. 19:15 fyrsti sprettur. Raða verður í hópa eftir getu og fjölda, teknir verða amk tveir hringir í hvert sinn. Reynum að ná eins mörgum störtum og mögulegt er. Keyrum þetta í ca 2 klst.

Keppnisgjald : 2000 kr. Sem greiðist á staðnum. Væri gott að fá senda skráningu á sms eða emil. S: 6903500 emil: oli.thor.gisla@gmail.com

Okkur þætti rosalega vænt um að fá aðstoð við flöggun á hættulegustu pöllunum, þið munið “ það gerir enginn neitt fyrir neinn ……“

Er ekki málið að mæta? Þetta er sennilega besta hjólaæfing sem mögulegt er að komast í.

VÍK

Ps: Brautin verður glæsileg Pétur og Össi munu eyða Mánudeginum í lagfæringar og breytinga.

Start í 85 og kvennaflokki

Start í 85 og kvennaflokki

Talandi um Ofur VÍK-VERJA

Þar sem greinahöfundur hefur oft komið með frasann “ það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekkert fyrir neinn“ Þá má nú kanski benda á Ofur VÍK-Verja sem gerir allt fyrir alla sem gera ekki neitt fyrir neinn!!  Brjálaða Bína – Bína Bleika – Bína frænka – Búllu Bína eða hvernig sem þið þekkið hana, hún er Ofur VÍK- VERJI. Smá dæmi, hún var mætt til að hjóla í Bolaöldubraut í gærkvöldi en þar sem húsið var undirlagt í sóðaskap eftir einhverja, sem gera væntanlega ekki neitt fyrir neinn, þá eyddi hún kvöldinu í að þrífa húsið fyrir okkur hin. Þið megið sko klappa henni á bakið og þakka henni fyrir að vera OFUR VÍK-VERJI.

11140190_10153406046249860_1671089817853016610_n

Bolaöldubraut – Opið – Bikarkeppni. GAMAN

Í dag tóku okkar ástsælu brautarstjórar sig til og gerðu nokkrar lagfæringar á brautinni, því miður náðist ekki að fara í alla brautina þar sem “ eld og brennistein“ ringdi niður í gær fimmtudag. EN.. Brautin er opin alla helgina og mánudag. En á þriðjudag verður GAMAN, því þá ætlum við að vera með bikarkeppni með sprett fyrirkomulagi. Kynnum það betur um helgina.  Hei!!!!!! Munið bara eitt, ef það er steinn fyrir ykkur í brautinni, stoppið endilega og hendið honum út fyrir brautina, það gerir nefnilega enginn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn!!!!!.

image

image

image

 

Félagsstarfið.

Félagsmenn í VÍK ríða ekki við einteyming, það er á hreinu. Á meðan við hin höfum verið í sólbaði, með ýmsan vökva á kanntinum, hefur Pétur Smára verið að setja saman endursmíðaða ripperinn okkar. Það er jú að styttast í MX mótið okkar sem verður 22.08.15.  Það verður frábært þegar við getum farið í að rippa upp brautina aftur og fá hana mjúka 🙂

ATH brautin er opin alla daga fram að keppni nema annað sé auglýst hér á síðunni.

Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.

Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.

Félagsstarfið og Bolaalda

Á meðan flestir lágu í sólbaði ( vonandi ) voru vaskir félagsmenn í VÍK sveittir í Bolaöldunni að vinna við EnduroCross braut. Einn offvirkur af pólskum uppruna fór hamförum um svæðið , ásamt góðum vinum,  riggaði upp skemmtilegum þrautum og mjög skemmtilegu svæði. Það verður ekki af Robert tekið, þegar hann tekur sig til þá er það STÓRT. Við erum heppin að hafa svona félagsmenn innan okkar raða.

Bolo 9.8.15 7 Boló 9.8.15 2 Boló 4 Boló 9.8.15 5 Boló 9.8.15. 6Boló 9.8.15 3

Síða 20 af 794« Fyrsta...1819202122...4060...Síðasta »