Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráðinu

Karl tekur við af Juhani Halme frá Finnlandi

MSÍ hefur tekið við formennsku í norðurlandaráðinu NMC (Nordic Motorsport Council) fyrir næsta ár.
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð,NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni fyrir hönd MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.

NMC var stofnað árið 2006 eftir áratuga samstarf á milli norðurlandanna í hagsmunamálum fyrir mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir.

Myndir frá krakkaæfingu VÍK í sumar

Hópurinn hlustar á Arnar Inga

VÍK stóð fyrir krakka- og unglingaæfingum í sumar eins og undanfarin ár. Þar voru framtíðarökumenn landsins samankomnir að læra undirstöðurnar í motocrossi og margir þeirra með drauma um Íslandsmeistaratitla í framtíðinni, bæði stelpur og strákar.

Undirritaður kíkti á æfingu í Bolaöldu í sumar og loksins koma myndirnar nú á vefinn. Gulli og Helgi Már hafa staðið fyrir æfingunum en þegar okkur bar að garði voru þeir báðir í fríi og Aron Berg og Arnar Ingi leystu þá af.

Vefalbúmið

Skilaboð úr Bolaöldu.

Garðar vill koma eftirfarandi á framfæri!

Veðrið er gott, rakinn í brautum og slóðum er flottur, brautirnar flottar. En nú vantar bara skemmtilegt fólk á svæðið til að kæta hann.

Opið í dag 14:00 – 20:00. eða fram í myrkur.

Opið um helgina, 10:00 – 17:00 báða dagana.

Góða skemmtun.

Brjálað fjör í Bolaöldubraut 21.09.11

Brautin var hreint út sagt geðveik í gærkvöldi, ruttaðist í druslur og það rutt sem héldu sér allt kvöldið. Gleðin var við völd og bros á næstum því hverju andliti. Geðveikt gaman að geta tekið á því í góðum félagsskap.

HEYRST HEFUR:  Tekið skal fram að eftirfarandi á sér sennilega enga stoð í raunveruleikanum!!

Að Keli 50 formó hafi verið alveg grillaður. Að Bína 98 hafi  verið sjónlaus. Að Harði Pétur, afmælisbarn, hafi tekið jarðvegssýni. Að Sölvi 123 hafi bilað. Að Sölvi 123 sé orðinn 2t fan. Að Bryndís 33 hafi líka smitast af 2t bakteríunni. Að Gísli 57 hafi sprungið á því. Að Einar Sverris hafi tekið byltu kvöldsins. Að þegar of margir stjórnarmenn komi saman í einu, í brautinni, endi einhver af þeim í tjóni. Að Biggi 155 sé rosalegur. Að Guggi sé orðinn grænn. Að Hinrik 60 hafi tekið meistaradettur.  Að greinaskrifara hafi loksins fundið hjólagleðina. Að Helgi 213 hafi tekið vippukvöld dauðans. Að Robert hafi hjólað fram í rauðan dauðann, amk vel fram í myrkur. Að Keli hafi lýst upp nóttina. Að Jökull H hafi verið útpústaður. Að Óliver hafi hjálpað til við útpústið. Að Atli 669 sé með klósettrör í stað púströrs.  Að það hafi verið gaman saman.

Myndavélin klikkaði á kanntinum þannig að engin mynd fylgir fréttinni.

Bolaöldubrautir, breyttur opnunartími!!!!!

Opnunartími Bolaöldubrauta:

Mánudagar – Föstudagar: 14.00 –  21.00. Fer eftir birtuskilirðum.

Laugardaga – Sunnudaga: 10.00 – 17.00.

Brautirnar eru að sögn Garðars í flottu standi. Stóra brautin er með frábæru rakastigi, akkurat eins og hún getur verið best. Um að gera að nýta sér góðu dagana.

Brautarstjórn.