Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Aðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH

Þriðjudaginn 22. nóvember n.k. verður aðalfundur torfæruhjóladeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar haldinn í Álfafelli, íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 20:30. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin.

ÁRSHÁTÍÐARSKEMMTIHJÓLADAGUR

Er ekki kominn tími til að dusta rykið af tuggunni?

Þó að það sé vetur samkvæmt almanakinu þá er Bolaöldubraut í flottu standi. Garðar áætlar að brautin verði í flottu hjólastandi um hádegi á morgun ÁrshátíðarLaugardag. Jósefdalurinn ætti að vera góður líka en slóðarnir gætu verið illfærir.

Mætum með tuggurnar, góða skapið og rykkústana til að dusta rykið. Höfum gaman saman.

Sjáumst um hádegisbil. Brautarstjórn og Garðar.

PS. Svo sjáumst við hress í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 um kvöldið. Og þeir sem vita ekki hvar Rúbrauðsgerðin er geta séð það HÉR.

Og ef einhver á eftir að tryggja sér miða þá eru 3 miðar á lausu vegna forfalla.

Kv. Maggi
899 4313

Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð

Aðalfundur VÍK í gærkvöldi gekk vel og var bara ágætlega sóttur að þessu sinni. Helstu breytingar voru þær að Kalli og Hrafn víkja úr stjórn en Pálmar Pétursson og Páll G. Jónsson koma nýir inn í staðinn. Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag liðakeppni MSÍ og þó sú umræða eigi í sjálfu sér heima á vettvangi MSÍ var ágætt að fá fram punkta um hvað má gera betur í liðakeppninni. Slóðakerfið í Bolaöldu var talsvert rætt og voru menn sammála um að slóðanefnd hefði unnið gott starf þar síðasta sumar en einnig að athuga mætti hvort hægt væri að opna svæðið fyrr á vorin. Klausturskeppnin var lítilllega rædd, ljóst er að þó keppni hafi verið frestað hafi nær allur kostnaður við keppnina verið kominn fram og því lítið sem ekkert „sparast“ þó keppni hafi verið aflýst. Stefnt er á að næsta keppni fari fram 26. maí 2012 og skráning og nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar liggur fyrir hver kostnaður félagsins verður af keppninni 2012.

Lesa áfram Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð

Aðalfundur VÍK Í KVÖLD.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn í kvöld, 9. nóvember kl. 20, í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 
Stjórn VÍK vonast eftir góðri mætingu félagsmanna á fundinn og líflegum umræðum. Einnig vonumst við eftir góðu fólki til starfa í stjórn sem og í nefndir, enda er það rétti vetfangurinn til að koma skoðunum  á framfæri.
 

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Aðalfundur VÍK verður haldinn 9. nóvember nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn 9. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 

Á aðalfundinum núna munu tveir stjórnarmenn hætta störfum og tveir nýir menn koma til liðs við stjórnina. Framundan er áframhaldandi uppbygging á félagsstarfinu og svæðinu í Bolaöldu og heill hellingur sem okkur langar að gera með aðstoð góðra manna og kvenna í stjórn og nefndum. Nýtt fólk sér hlutina oft með öðrum augum og við viljum endilega fá fleiri til að vinna með okkur. Þeir sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið geta því haft samband eða sent tölvupóst á vik@motocross.is til að bjóða sig til starfa í stjórn eða nefndum. Nokkrir þankar um sl. ár …

Lesa áfram Aðalfundur VÍK verður haldinn 9. nóvember nk.