Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA 2011

Mynd: Motosport.is
Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins hjá KKA. Einar fór einfaldlega á kostum á síðasta ári, var fullkomlega óstöðvandi og ósigrandi. Einar keppti í flokki 85cc hjóla í mototcrossi og vann allar fimm umferðir Íslandsmótsins. Einar gerði ekki endasleppt með þessu því hann keppti ekki bara í motocrossinu heldur líka í enduro akstri í flokki 85cc. Skemmst er frá því að segja að þessi stórkostlegi akstursíþróttamaður sigraði þar allar 6 umferðir íslandsmótsins. Hann sigraði því með fullu húsi stiga bæði í motocrossi og enduro,  sem er einstakt og sýnir hve gríðarlega fjölhæfur og hæfileikaríkur ökumaður Einar er.

Á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum í sumar vann Einar 85cc flokkinn og keppti einnig í 125cc unglingaflokki og varð þar í 3. sæti.

KKA er heiður að hafa Einar í röðum sínum og geta útnefnt hann íþróttamann ársins 2011.

Til hamingju Einar með titilinn.

Tekið af kka.is

Takk fyrir árið sem er að líða, gleðilegt nýtt ár.

Takk fyrir allar skemmtilegu hjólastundirnar á liðnu ári með von um enn fleyri á komandi ári.

Stjórn VÍK.

PS: farið nú varlega með flugeldana annars eigið þið hættu á að missa tíma frá hjólunum.

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Vetrardagatal MSÍ

MSÍ hefur gefið út keppnisdagatal fyrir veturinn 2012. Því miður er engin Enduro-cross keppni á dagatalinu þetta árið.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar Íslandsmót Reykjavík/ Sauðárkrókur/ Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl Íslandsmót Akureyri KKA

(SNO-CC er snjócross og Cross-country á vélsleðum)

Krakkaæfingar í Reiðhöllinni Víðidal.

Það voru flottir krakkar sem mættu á æfingu hjá Gulla, Helga og Aroni í dag.
Strákarnir gerðu fullt af flottum æfingum fyrir þau og allir höfðu gaman af. Eina sem mætti setja útá er hversu fáir mættu á æfinuna. Vonandi verður betri mæting á næstu æfingar þannig að hægt veri að halda þessu frábæra strafi áfram í allan vetur.
Afsakið myndgæðin.

Fjör á Hafravanti í dag 11.12.11

Fjör á Hafravatni
Það er ekki að sjá að hjólafólk sé undir sæng þó að það sé vetur úti. Nokkrir svellkaldir nýta sér ísinn einns mikið og mögulegt er. Einnig hefur heyrst af nokkrum ferskum rúllandi um á ísnum að kvöldlagi. Heyrst hefur að þar sé talið  um að ræða geimverur eða Kötlu, en þar eru víst um að ræða nokkra vel upplýsta mótorhjólamenn að stunda æfingar á ís að kvöldlagi.
Óli G.