Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Eins og venjulega þá héldum við barna og unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Skráðir keppendur voru 20 að þessu sinni og margir að stíga sýn fyrstu skref í keppnismensku.

Keppnin var ekin í frábæru veðri kl 9 um morguninn og ekið var í 45 Mínútur í kringum vatnið á Ásgarði.

Eins og venjulega var farin prufuhringur,og síðan ræst með dautt á hjólunum rétt eins og í aðalkeppnini.

Keppnin heppnaðistt vel og allir fóru í það minnsta einn hring og ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi verið ánægð með daginn.

Í lok keppni fengu svo allir medalíu fyrir þáttökuna og þrír efstu keppendur voru lesnir upp.

Hér Fyrir neðan má sjá úrslit keppninar.

Lesa áfram Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Enduro – Klaustur 2013

Miðvikudaginn 22.05.13. Munum við vera með skoðun og skráningu fyrir Enduro – Klaustur 2013.

Skoðun og skráning verður hjá BL Sævarhöfða 2. Hefst kl 18:30 og stendur til kl 19:30. 

Afhent verða keppnisnúmer á hjólin, skráning og greiðslur staðfestar.

Hvað þarftu að hafa með:

HJÓLIÐ Í LAGI. Ekkert brotið plast, engin brotin handföng, bremsur og legur í lagi og gripin heil á endum.

STAÐFESTINGU á greiðslu félagsgjalda ef þú hefur ekki greitt félagsgjöld til VÍK.

KVITUN fyrir tryggingum eða skráningarnúmer.

HJÁLMINN sem verður að standast skoðun.

 

ATH: Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að vísa keppendum úr keppni ef hjólin standast ekki skoðun.

Enduro – Klaustur 2013 Keppendalisti

Hér kemur listi yfir þá sem bæst hafa við á keppendalistann í ár.

K6   Tvímenningur 148 Jóhann   Jóhannsson Stephen Bainbridge
K6   Tvímenningur 149 Þórður Þorbergsson Karl   Lilendahl Ragnarsson
K6 Járnkallinn 150 Einar Sigurðsson
K6 Járnkallinn 151 Stefán Jarl   Martin
K6 Járnkallinn 152 Tryggvi Þór   Aðalsteinsson
K6   Tvímenningur 153 Árni Gunnar   Gunnarsson Guðni   Rúnar Kristinsson
K6   Tvímenningur 154 Hörður Másson Magnús   Másson
K6 90+ flokkur 155 Ólafur Gröndal Jón   Hafsteinn Magnússon
K6   Þrímenningur 156 Jóhannes   Sveinbjörnsson Pálmi   Blængsson Logi   Geirsson
K6   Tvímenningur 157 Eyþór Reynisson ???
K6   Tvímenningur 158 Gunnlaugur Karlsson Edwar   D Jones
K6 Járnkallinn 159 Andri Kristján   Ívarsson
K6   Tvímenningur 160 Erlendur Kári Kristjánsson ???
K6 Járnkallinn 161 Arnar   Gauti þorsteinsson
K6 Járnkallinn 162 Steinar   Smári Sæmundsson

Enduro-Klaustur 2013 Barnakeppni og Vintage hjól.

Það verður svaka fjör hjá öllum á Klaustri.

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 25 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is  eða í gegnum síma 864-3066. Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer ef það er til. 

 VINTAGE hjól. Í ár bjóðum við þeim sem eiga frábæra, flotta og eldgamla drullumallara uppá að taka einn sýningarhring um hluta brautarinnar. Gert er ráð fyrir því að hjólunum verði síðan stillt upp til að gestir geti barið hjólin augum yfir daginn. Áhugasamir geta haft samband við Guðbjarti í vefpósti guggi@ernir.is  Einnig er líka bara velkomið að mæta með djásnið og skella sér hring.

 

Bolaöldusvæðið, OPNUM SLÓÐAKERFIÐ.

Það var svakalega gaman hjá þeim sem mættu við opnun Bolaöldubrautar í dag. Þeir gæddu sér líka á gómsætum pylsum og svaladrykk ásamt því að skemmta sér vel. Brautin var líka í þessu fína standi. Geggjað gaman.

SLÓÐAKERFIÐ OPNAR Á MORGUN. Já þið lásuð rétt, HLUTI af slóðkerfinu opnar á morgun. Það sem við köllum neðri hlutatan af slóðasvæðinu opnar, það eru slóðarnir sem liggja út frá brautinni. Vinsamlegast athugið!!!!!!!!!

  1. Ekki keyra út fyrir slóðana, þetta er enduro, þó að það komi smá drulla eða snjór þá er það áskorun, ekki hindrun.
  2. Ekki fara í Bruggaradalinn, það er bannað hann er LOKAÐUR.
  3. EKKI FARA MIÐALSAUS Í SLÓÐAKERFIÐ, það kostar sama í slóðana og í brautirnar. Er ekki bara málið að kaupa sér árskort? Það kostar hvort sem er ekki nema 12.000kr með félagsgjöldunum, sumir myndu kalla það gjöf en ekki gjald. En við köllum þetta reyndar tilraun til að efla hjólamennskuna.
  4. Þeir sem það vilja, meiga fara í Jósefsdalinn en þar er slatti af snjó, eins og áður sagði, það er áskorun 🙂

Bolaöldubraut OPNAR á fimtudag 09.05. kl 12:00.

Loksins gaf kuldaboli sig.

Opnum með pomp og prakt. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svaladrykk með, ef veðrið leyfir.

Minnum á að það verða allir verða að vera með miða eða árskort. Sjá upplýsingar um árskort HÉR: Við verðum með eftirlit á því.

 

Því miður er slóðasvæðið enn LOKAÐ vegna aurbleytu.

Róbert Knasiak og félagar hafa verið að græja og gera í vatnsveitumálunum hjá okkur. Þeir kláruðu verkið að mestu í kvöld og framvegis ættum við ekki að vera í vandræðum með vatn á svæðinu. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að gera þetta vel og vandað, þökkum þeim kærlega fyrir gott verk.