Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bréf frá Vestmannaeyjum

Vefnum hefur  borist bréf frá Vestmannaeyingum sem er birt hér.

Við Vestmannaeyingar erum „MJÖG“ ósáttir við drög að keppnisdagatali næsta árs, þar sem okkur er úthlutað bikarkeppni á aðal hjólaferðahelgi ársins. Þar sem við héldum íslandsmót í fyrra um hvítasunnuhelgina og nokkurrar óánægju gætti hjá keppendum vegna ferðaleysis Herjólfs og annríkis endúrókappa. Hér með óskum við eftir að keppnisdagatal Víkur verði endurskoðað, og við Vestmannaeyingar fáum úthlutað einni keppni í íslandsmótinu 2002, þar sem við teljum okkur hafa staðið vel að undirbúningi og keppnishaldi undanfarin ár. Við teljum að nauðsynlegt sé að fá eina umferð í íslandsmótinu til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sportsins.

Undirbúningur á lokastigi

Magnús Sveinsson er í beinu símasambandi þegar þetta er skrifað.   Segir að allur undirbúningur gangi samkvæmt áætlun.  Og lofar hann flottust árshátíð VÍK til þessa.  Fredrik Hedmann mun lenda með vél Flugleiða klukkan 15:40 á morgunn og bíður Suzuki RM250 eftir honum.  Verið er að ljúka endanlegur frágangi á pöllunum.  Einu áhyggjurnar sem Fredrik Hedmann hefur er að lofthæðin sé ekki næg.  Magnús Sveinsson hefur sagt honum að svo sé en við fréttaritara vefsins þá hvíslaði hann því að hann fengi bara ekkert að fara hærra.  Myndbandið í fyrra var flott en í ár er það mun flottara.  Mikil tilhlökkun og enginn verður svikinn að einni af betri skemmtunum ársins.

Sala miða er hafin

Sala miða á árshátíð VÍK er hafin. Gefinn er kostur á að kaupa miðana á netinu og verða þeir sendir í pósti. Miðasölu lýkur 7 nóvember.

Matseðill
Fordrykkur
Engifer krydduð krabbasúpa með brauði
Purusteik með Madeirasósu og Mexíkanskir kjúklingabitar
Gratineraðar kartöflur, gufusoðið grænmeti og Ítalskt salat
Kransakaka, konfekt og kaffi
Skemmtiatriði
Óvænt áhættuatriði á heimsmælikvarða
Happdrætti
Stimpilhringirnir
Verðlaunaafhending
„Aksjon“ myndband frá liðnu sumri
Hljómsveitin Í svörtum fötum sér um stuðið

Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Fyrir hönd VÍK svarar Hákon Ásgeirsson erindi Arons Reynissonar (sjá þ. 24.10.01) varðandi tryggingar í keppnum.

Fyrir hönd VÍK og keppnishaldara langar mig að svara grein sem Aron Reynisson birti hér á vefnum um daginn.

Nokkurs misskilning gætir hjá Aroni.  Allar keppnir sem VÍK hefur haldið eru löglegar. Hver einasta keppni er ábyrgðartryggð og ökutækin í þeim. Allar keppnir eru haldnar í samráði við Sýslumann viðkomandi umdæmis sem gefur út keppnisleyfi þegar hann hefur fengið í hendur tryggingarskírteini, leyfi landeiganda og ýmis önnur gögn. Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum. Þessi trygging er uppá 45.000.000 ísl. krónur. (lesist 45 milljónir). Ath. Að keppnistækin sjálf eru ekki tryggð fyrir eigin skemmdum (það þýðir ekki að hringja í Sjóvá ef afturskermurinn brotnar). Sýslumaður samþykkir skoðunarmann á hverri keppni sem sér til þess að hjólinstandist öryggiskröfur. Lesa áfram Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Tryggingar á ökumönnum í keppni

Það virðist gæta nokkurs miskilnings varðandi tryggingar á ökumönnum í aksturskeppni. Menn halda almennt að þeir séu tryggðir af keppnishaldara þegar þeir taka þátt í Enduro eða Crossi. Þetta er að sjálfsögðu misskilningur og í raun hefur allt keppnishald í Motocross og Enduro verið ólöglegt undanfarin tvö ár. Í reglugerð um aksturskeppni segir eftirfarandi um tryggingar:

Lesa áfram Tryggingar á ökumönnum í keppni

Fjölmiðlafár? Ekkert minicross

Mikil tilhlökkun hefur verið hjá öllum keppendum.  Á hún eftir að aukast svo um munar fram á laugardaginn.  Hætta verður hinsvegar við sýningaratriði 5-11 ára krakka.  Ástæðan er;
Fréttatilkynning var send fjölmiðlum fyrr í dag þar sem keppnin og sýningaratriði krakkanna var kynnt.  Það liðu ekki margar mínúturnar þangað til Umferðaráð var komið með eintak og þar næst Sýslumaðurinn á Hellu.  Sýslumaðurinn hafði samband við VÍH og fékk þær skýringar að um væri að ræða sýningaratriði sem væri ekki að öllu ólíkt því sem gerðist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Börnin væru á viðurkenndum hjólum, hönnuð af þekktum vélhjólaframleiðendum, sérstaklega fyrir þennan aldurshóp.  Einnig þá væri íþrótt þessi viðurkennd og stunduð í öllum Evrópulöndum.  Taldi hann þetta skýra málið vel og sagðist vilja smá tíma til að ræða við menn og skoða málið.  Síðar í dag kom síðan afsvar þar sem skýrt var tekið fram að sýningarakstur krakka undir 12 ára aldri væri bannaður. Lesa áfram Fjölmiðlafár? Ekkert minicross