Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Dakarinn hálfnaður

Dakar_stage 8Hjólin eru lögð af stað á dagleið 9.  Leiðin í dag hefur verið stytt vegna þoku og keppendur ræstir fjórum klst seinna en áætlað var.  Tíu efstu voru ræstir í hóp og síðan tuttugu næstu á fimmtán mínútna fresti.
Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í Atacama eyðimörkinni, sem hefur reynst mönnum ekkert síður erfið en sandöldurnar í Afríku.  Vandræðagangur er á sigurvegaranum frá í fyrra, hinum spænska Coma (KTM). 
Lesa áfram Dakarinn hálfnaður

Enduró-Cross á Sjónvarpinu

logoÞáttur um Enduró-Cross keppnina sem fram fór í Reiðhöllinni í byrjun desember verður sýndur í Sjónvarpinu (RÚV) í kvöld, þriðjudag 5. janúar kl. 18:25.

Missið ekki af snilldartilþrifum og hörkukeppni rétt fyrir fréttir.

Árið hvatt á Hafravatni í dag

Hátt í 40 hjól sáust á Hafravatni í dag í blíðskaparveðri og góðri stemmningu. Menn tóku hressilega á gjöfinni og enduðu með nokkrum flugeldum til að kveðja hjólaárið 2009.

Katoom yfirvegaður í forystu en svo berjast hinir fyrir aftan
Katoom yfirvegaður í forystu en svo berjast hinir fyrir aftan

Myndir frá deginum eru komnar inná vefalbúmið HÉR

Dakar – Er allt klárt?

dakarskodunNú styttist óðum í Dakarinn og í dag mættu menn með tækin til skoðunar.  Þetta er ekki eins og við þekkjum hér – skoðað frá kl. 8:30 til 11:00..!  Nei við erum að tala um frá morgni til kvölds í þrjá daga, enda töluvert meira að skoða en t.d. fyrir venjulega MX-keppni.  Hjól og bílar eru spekkuð með allra handa siglingagræjum og svo þarf í ár að skoða sérstaklega hjól sem eru stærri en 450cc með tilliti til kraftminnkunar!  Svo er það ýmiss annar búnaður eins og læknisvottorð, neyðarbúnaður, vatnstankur og fl. og fl.
Keppnin hefst 2. janúar og eftir því sem best er vitað mun Eurosport sýna daglega frá keppninni.

VARÚÐ!!! ÍSINN Á HAFRAVATNI ER EKKI TRAUSTUR!!!

Hér er hinn síkáti og brosandi Gunni Peinter kominn í þur og hlý föt, tilbúinn í björgunarleiðangur
Hér er hinn síkáti og brosandi Gunni 'Peinter' kominn í þurr og hlý föt.

Málarinn var mættur að Hafravatni til að tæta og trylla á ísnum, þar sem mönum þótti ísinn álitlegur til að hjóla á. Ekki fór það eins og ætlað var. Gunni var rétt kominn af stað þegar hann fór niður um vök á ísnum. Máttarvöldin voru með piltinum og tókst honum af sjálsdáðum að koma sér upp úr vatninu, upp á ísinn og labba í land. Sem betur fer. Hjólið liggur reyndar á botni vatnsins ennþá. Nokkrir félagar hans voru með í för og voru allir mjög áhyggjufullir þegar þeir föttuðu hvað hafði gerst. Þeir eru allir þaulvanir ísökumenn en eitt augnabliks kapp varð til þess að ekki var búið að kanna ástand íssins.

Við þökkum máttarvöldum fyrir það að Gunni bjargaðist, og vörum fólk við því að fara út á ís án þess að kanna fyrst mjög vel ástand hans.
FARIÐ VARLEGA.

Þegar Gunni var búinn að skipta um föt var reynt að bjarga hjólinu en ísinn þótti ekki nægilega traustur til að halda þeim aðgerðum áfram.  Áætlað er að reyna við það verk fyrir áramót með tilheyrandi tækjum og tólum.

Farið hægt um hjólagleðinnar dyr. Gleðilega hátíð og takk fyrir frábært ár.

Óli Gísla

Gleðileg jól

Gleðileg moto-jól
Gleðileg moto-jól

Motocross.is óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og á næsta ári ætlum við að halda áfram að fjalla um allt sem viðkemur kubbadekkjum á Klakanum. Góðar stundir

f.h. vefnefndar,
Hákon vefstjóri