Vefmyndavél

ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

Keppnin á öðrum degi var erfið og duttu 34 keppendur út en sem betur fer ekki nema 3 slasaðir.
Keppnin fór fram í sandi eins og fyrsti dagurinn og voru margir keppendur komnirmeð nóg af öllum sandinum og hlakkaði til lþriðja keppnisdags en þá yrðu eknar aðrar leiðar.
Finnar stóðu uppi með forustu yfir heildina á öðrum degi, í öðru sæti Ítalía og í þriðja sæti Frakkar. Í fyrstu sætum eru þeir Juha Salminen(Finnland, KTM), Cristóbal Buerrero(Spánn, Yamaha), Kurt Caselli(USA,KTM). Í keppni ungra ökumanna eru Spánverjar með forustu.
Dagur 3:
Lesa meira af ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

ISDE 2007 Chile dagur 1

Viðbúnaður fyrir keppnina er heilmikill, 160 lögreglumenn verða á vakt í kringum keppnina.
Að þessu sinni eru 510 keppendur frá 30 löndum.
Fyrstu keppendur sem fóru af stað voru finninn Jari Mattila(KTM), bretinn Tom Sagar(KTM) og argentínumaðurinn Franco Caimi(Yamaha) en keppendur eru ræstir 3 í einu með 1 mínútu millibili.

Forustulið eftir fyrsta dag eru Frakkar í heimsbikarnum og Spánverjar í keppni ungra ökumanna.

Röðin í heimsbikarnum er svo eftirfarandi:

Lesa meira af ISDE 2007 Chile dagur 1

Six Days Enduro

Dagana 12 til 17 nóvember er hin árlega Six Days Enduro keppni og að þessu sinni er hún haldin í Chile, nánar tiltekið La Serena.

Þetta er í 82 skipti sem þessi keppni er haldin og er þessi keppni sú elsta sem haldin er á dagatali FIM.
Keppnin sem oftast er kölluð ISDE var fyrst haldin í Carlisle í Englandi 1913 og fram til 1973 var hún haldin árlega fyrir utan árin sem fyrri og seinni heimsstyrjaldinar geysuðu.
ISDE hefur alltaf þótt mikil þrekraun en á fyrri árum voru flestar leiðar á gömlum malarvegum en nú til taks eru þrautinar oft lagðar af mannavöldum og telst það mikill árangur að klára þessa keppni.
Árið 1973 var keppnin haldin í Bandaríkjunum og eftir það hefur hún verið haldin tvisvar í Ástralíu(1992 og

Lesa meira af Six Days Enduro

ISDE lokið með sigri Ítala

Eftir erfiða viku með óteljandi erfiðum brekkum, börðum, ám , slóðum og fl. lauk ISDE 2005 um helgina með sigri Ítala, aðrir urðu Finnar og þriðju Svíar. Í Ítalska liðinu voru Alessandro Botturi (KTM), Alessandro Belometti (KTM), Simone Albergoni (Honda), Alessadro Sanni (Hon), Alessio Paoli (TM) og Guillano Falgari. Ítalir kláruðu urðu rúmlega mínútu á undan Finnum, sem er í raun ótrúlega lítill munur á 6 dögum. Í einstaklingskeppninni sigraði Íslandsvinurinn David Knight KTM og annar varð Stafan Merriman á Yamaha. Nánari úrslit hér:

Lesa meira af ISDE lokið með sigri Ítala

ISDE dagur 2

Ítalarnir hafa bitið í skjaldarrendurnar, snúið upp á rörið og unnu annan daginn í 6 days og eru komnir í fyrsta sæti í liðakeppninni á undan Frökkum og Finnum. David Knight hefur gert það sama, en hann sigraði í gær og er nú kominn 10 sek o/a á undan Merriman sem varð í öðru sæti. Þetta er að fara að minna á keppnina 2003 þar sem Everts og Merriman skiptust á forystu í hörku keppni.
Lesa meira af ISDE dagur 2

ISDE dagur 1

Eftir fyrsta keppnisdag í Slovakíu leiða Frakkar, aðrir eru Ítalir og þriðju Finnar. Ástralinn Stefan Merriman var hraðastur í gær og Bretinn Íslandsvinurinn David Knight örstutt á eftir honum, en liðin þeirra eru í fimmta og sjötta sæti. Merriman var í miklu stuði og sagði að honum líkaði brautin mjög vel og að þetta væri nánast sama braut og keppt var í heimsmeistarkeppninni í fyrra, þannig að hann gat sett hjólið strax hárrétt upp, en hafa bæri í huga að þetta væri einungis fyrsti dagurinn og allt gæti gerst. Nánari úrslit hér fyrir neðan.
Lesa meira af ISDE dagur 1

Síða 5 af 6« Fyrsta...23456