Vefmyndavél

„Kannski erum við ágætir í endúró“

International Six days enduro keppnin er líklega elsta mótorsportkeppni í heiminum þar sem enn er keppt árlega. Keppnin var fyrst haldin árið 1913 í Englandi og verður haldin í Finnlandi í 86.skipti í ár og þykir mikill heiður að sigra keppnina. Íslendingar eru að senda lið til keppninnar í fyrsta skipti og er þetta fyrsta landslið sem MSÍ hefur sent til keppni í Enduro.

Haukur Þorsteinsson hefur verið aðaldrifkrafturinn á bakvið för liðsins í ár og vefstjóri náði af honum spjalli í gær þegar liðið kom saman kvöldið fyrir brottför. „Ég hef alltaf haft áhuga á að hjóla bæði enduro og annað svo hefur maður heyrt í mönnum tala mikið um þetta Six days í gegnum árin en ég hef aldrei hugsað útí neinar alþjóðlegar keppnir eða landslið og vissi í raun ekki af þessari keppni eða um hvað hún snérist. Á endanum fór ég á netið og leitaði uppi keppnina og las mig til. Ég minntist svo á þetta við Kalla Gunnlaugs formann MSÍ og þar frétti ég að menn hafi oft spáð í að senda lið og en alltaf eitthvað staðið í veginum. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki bara að setja saman hóp því kannski erum við ágætir í enduro. Það var lítið mál og ég tók upp símann og hringdi í menn sem ég taldi koma til greina, allir tóku vel í þetta en kostnaðurinn var auðvitað talsverður sem setti strik í reikninginn. Það var úr að við erum að fara 6 ökumenn og 6 aðstoðarmenn og allir bara skelfilega spenntir.“

Liðið klár fyrir brottför: Jonni, Daði, Kári, Haukur, Árni og Stefán

Hvað eruð þið eiginlega að fara útí?

Lesa meira af „Kannski erum við ágætir í endúró“

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Ný síða fyrir Six Days keppnina

International Six Days Enduro keppnin (ISDE) hefur verið haldin árlega frá árinu 1913. Keppnin verður haldin í Mexíkó í ár en venjulega keppa yfir 500 manns í kepninni í nokkrum flokkum. Vonandi styttist í að Ísland geti sent landslið til þátttöku.
Kynnið ykkur nýju heimasíðunna þeirra á www.isde2010.com

Frakkar sigruðu á Six Days

fmp_gi09-181x15

Frakkarnir á verðlaunapallinum

Frakkar náðu að verja titilinn á Six Days Enduro (ISDE) keppninni í ár. Þeir náðu forystunni á fyrsta degi og gáfu ekkert eftir þó aðeins munaði fjórum mínútum á þeim og Ítölunum í lokin. Nú er vonandi farið að styttast í að Ísland sendi sína bestu endúrómenn í keppnina. Loka niðurstaðan í  var þessi:

Lesa meira af Frakkar sigruðu á Six Days

Six Days 2009 að hefjast

ISDE logo

Logo keppninnar í ár

Á mánudaginn hefst elsta alþjóðlega árlega mótorhjólakeppni sem haldin er í heiminum. Keppnin heitir International Six Days Enduro (ISDE) en eins og nafnið gefur til kynna er þetta sex daga þolraun með stóru þorni.

Fyrst var keppt í þessari keppni árið 1913 í Carlisle í Englandi og unnu heimamenn fyrstu keppnina. Í ár er þetta 84. skiptið sem keppnin er haldin en á síðustu 25 árum hafa Ítalir verið sigursælastir með 10 sigra, Finnar með 7, Svíar 4 og Frakkar 3 en þeir unnu einmitt í fyrra. Keppnin er eins konar bland af hefðbundnum rally keppnum og Motocross of Nations. Keppt er á ferjuleiðum og sérleiðum í liðum en þó eru nokkur atriði sem eru öðruvísi t.d. getur hvert land sent fleiri en eitt lið og keppt er í nokkrum aldursflokkum, félagaflokki (sbr. MotoMos), kvennaflokki og einstaklingsflokki. Aðalkeppnin er í landsliðsflokki þar sem 6 ökumenn eru í hverju liði og 5 bestu á hverjum degi telja, og er þetta opinber heimsmeistarakeppni í liða-enduro.

Lesa meira af Six Days 2009 að hefjast

ISDE Six days í Portúgal

Sex daga landsliðskeppnin ISDE Six days er haldin í Portúgal í ár.

Síða 4 af 6« Fyrsta...23456